Iðjuþjálfinn - 01.03.2016, Blaðsíða 7

Iðjuþjálfinn - 01.03.2016, Blaðsíða 7
6 7 Þegar ég hugsa um árin sem formaður Iðju- þjálfafélags Íslands finn ég fyrir þakklæti fyrir það tækifæri sem ég fékk til að leggja mitt af mörkum til fagsins og félagsins. Það er margt sem kemur upp í hugann þegar þessi ár eru rifjuð upp, skemmtilegar minn- ingar, áhugavert fólk, krefjandi verkefni og mikil vinna en ávallt skemmtileg. en ég var ekki ein, ég vann með frábæru fólki í stjórn og nefndum sem allt lagði sig fram um að vinna sem best að hag félagsmanna. einn eftirminnilegasti einstaklingurinn sem ég kynntist sem formaður var karen jacobs, prófessor í iðjuþjálfunarfræðum við Boston university, en hún var gestakennari við Háskólann á akureyri haustið 2005. Hún miðlaði til mín reynslu sinni frá því að hún var formaður bandaríska iðjuþjálfafélagsins (aota), en ekki síður smitaði hún eldmóð og ástríðu fyrir faginu. Hún kom á Skóla- töskudögum með iðjuþjálfanemum við Ha haustið 2005. Iðjuþjálfafélagið hélt þá síðan á landsvísu í fyrsta sinn árið 2006 og gerir enn í dag. Þarna var tækifæri til að kynna fagið í fjölmiðlum, á heimilum og í skólum. Ég er sannfærð um að þetta átak skilaði sér í að fleiri þekktu a.m.k. orðið iðjuþjálfun og einn þátt í starfi iðjuþjálfa, vinnuvistfræði. Árið 2006 var sérstaklega eftirminnilegt, en félagið varð 30 ára. Því var fagnað með ýmsum viðburðum, stuttum málþingum, skólatöskudögum og frábærri ráðstefnu í september. Á aðalfundi félagsins 2006 var slagorð um iðjuþjálfun kynnt: Iðjuþjálfun – bjargráð í brennidepli. Félagið stækkaði ört á þessum árum, iðju- þjálfar fóru til starfa víða um landið og höfðu áhuga á að taka þátt í starfi félagsins, s.s. í stjórn og nefndum. Því var fjarfundabúnað- ur óspart notaður á stjórnarfundum. einnig var nauðsynlegt að koma ýmsum þáttum í rekstri félagsins í fastari skorður, s.s. greiðsl- um fyrir nefndar- og stjórnarstörf, greiðslum fyrir ferðir á fundi, þátttöku í alþjóðlegu samstarfi o.fl. Þetta var fylgifiskur stækkandi félags. einnig gerðist það að kjósa þurfti á milli frambjóðenda í stjórn og nefndir. Því þurfti að efla kynningu á þeim sem buðu sig fram, það var ekki lengur þannig að „allir þekktu alla.“ Þátttaka í alþjóðlegu samstarfi er eftir- minnileg. norrænir formannafundir voru mjög upplýsandi um hvernig málum væri háttað á norðurlöndum, kynningarmál, skólamál, kjaramál, alltaf kom maður heim með eitthvað gagnlegt í farteskinu. Ferð á fulltrúafund Heimssambands iðjuþjálfa og heimsþing í Ástralíu var afar áhugaverð, sér- staklega að kynnast starfi heimssambands- ins WFot og þeim málefnum sem voru á dagskrá, s.s. Declaration of Human rights, sem var í mótun á þessu þingi. Þátttaka í CoteC fundum var einnig gagnleg, þar var m.a. fjallað um menntunarmál, gæðakröfur og var áhugavert að heyra hvernig iðjuþjálf- ar unnu í öðrum evrópulöndum. Það er gleðilegt að félagið heldur áfram að vaxa, nýir iðjuþjálfar útskrifast á hverju ári og vona ég að svo verði um ókomna tíð. Það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með því hversu margir gefa kost á sér í ábyrgðarstörf í stjórn og nefndum félagsins. Lilja Ingvarsson lIlJA InGvArsson ForMAÐur 2005 - 2009 Starf faghópsins hófst árið 2005 og saman- stóð af iðjuþjálfum sem störfuðu með börnum á hinum ýmsu sviðum; dagvistun, skólum, leikskólum og innan heilbrigðiskerf- isins. Fyrstu árin var aðaláhersla hópsins að koma saman og fræðast, endurmennta sig og efla sig sem fagmenn í starfi. Fengin voru námskeið og fyrirlesarar inn á fundi sem hópurinn taldi geta nýst sem flestum með- limum hans. að auki kom hópurinn meðal annars að mótun Skólatöskudaga í virku samstarfi við Ha, en karen jacobs var þar í forsvari og kynnti hugmyndina frá Bna. Í dag eru iðjuþjálfar með Skólatöskudag að hausti þar sem fræðsla fer fram um notkun skólatöskunnar og líkamsbeitingu. Hópurinn hefur verið misvirkur í gegnum árin en árið 2012 varð mikil endurnýjun og í dag starfa flestir meðlimir hópsins í grunn- FAGHópur IÐJuÞJÁlFA seM sTArFAr MeÐ börnuM Á norÐurlAndI eða leikskólum. Áherslur hafa breyst en markmið hópsins er að iðjuþjálfar geti deilt reynslu sinni og fengið styrk hver frá öðr- um. Flestir starfandi iðjuþjálfar með börn- um á norðurlandi eru einyrkjar og því mjög mikilvægt að geta hitt aðra sem tala sama tungumál. Á haustin höfum við sett niður dagskrá fyrir veturinn og reynt að fylgja henni samvisku- samlega. Hópurinn í heild er ekki stór, telur u.þ.b. 10-12 iðjuþjálfa. Starfssvæðið er mjög dreift, allt frá Húsavík að Fjallabyggð og því er mæting á fundi stundum stopul og háð veðri. við látum það ekki á okkur fá þó það mæti bara tveir því það kemur alltaf eitthvað gott út úr hverjum fundi. að vori er svo skipulagður einn vinnudagur þar sem við höfum t.d. farið yfir ákveðin matstæki, skýrslugerð, kynnt smáforrit, spjaldtölvunotkun og þýtt efni sem okkur finnst að muni nýtast okkur í starfi. eins höf- um við reynt að vera duglegar að deila efni, bókum og hugmyndum sem nýtast í skóla- starfinu. einnig erum við að reyna að tileinka okkur samskiptaform eins og google drive til að geta unnið saman þrátt fyrir miklar vega- lengdir á milli okkar. Þó að við gefum okkur ekki alltaf tíma til að mæta á fundi finnum við fyrir því hve mikil- vægt þetta er fyrir okkur sem fagmenn. Það er gott að vita hver af annarri, hittast og hlæja saman öðru hvoru, á milli þess sem við kryfjum starfið og berum saman bækur okkar. FréTTATIlKYnnInG Önnur útgáfa af ritinu a-one: Fræðilegur bakgrunnur og iðjumiðað námsefni er komin út. Höfundur er guðrún Árnadóttir umsjónarmaður þróunar- og rannsóknarverkefna iðjuþjálfa Landspítala. Sextán ár eru frá fyrri útgáfu ritsins og því er um ítarlega endur- skoðun og uppfærslu að ræða. Fagfólk úr ýmsum stéttum sóttist eftir fyrri útgáfunni, auk iðjuþjálfa og iðjuþjálfanema sem sumir hverjir lásu ritið upp til agna svo þeir þurftu að endurnýja. uppfærslan tekur á þáttum sem hafa þróast frá fyrri útgáfu. Þar má nefna: 1. tengsl við Líkanið um samspil fagþekkingar. 2. tekið er mið af nýjustu útgáfu flokkunarkerfis bandaríska iðjuþjálfafélagsins á íðorðum og flokkunarkerfi alþjóðaheilbrigðismálstofnunarinnar. 3. Þróun iðjuþjálfunar erlendis og tengsl hennar við a-one. 4. taugaatferli og a-one. 5. notkun klínískrar rökleiðslu og rökleiðsludæmi. 6. tengsl við þjónustuferli iðjuþjálfunar. 7. Fjórar leiðir notkunarmöguleika. 8. Fjölda nýrra litmynda til viðbótar við eldri myndir tengdar uppbyggingu og starfsemi miðtaugakerfisins. 9. uppfærslu á hugtakalistum. Hægt er að panta ritið hjá Valerie Harris iðjuþjálfa í Sjálfsbjörgu á netfanginu valerie.harris@a-one.is

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.