Iðjuþjálfinn - 01.03.2016, Blaðsíða 20

Iðjuþjálfinn - 01.03.2016, Blaðsíða 20
20 21 Öflugur málsvari og rödd félagsmanna eftirfarandi atriði voru m.a. nefnd í þessu samhengi: • Félagið á að vera rödd félagsmanna/ fagsins í samfélaginu og láta til sín taka á opinberum vettvangi. • Félagið á að standa vörð um iðjuréttlæti og berjast fyrir réttindum allra samfélagshópa til þátttöku í iðju. • Félagið á að vera öflugur málsvari mannréttinda og manngilda. Standa vörð um fagmennsku og sérstöðu eftirfarandi atriði voru m.a. nefnd í þessu samhengi: • Styðja við nýsköpun og þróun í faginu með styrkveitingum, námskeiðum og fræðslu, ráðstefnum og þingum. • Fylgjast með nýjustu straumum og stefnum og upplýsa um breytingar og nýjungar, t.d. ný matstæki. • Styðja við fagmennsku félaga með faghópum, efla tengsl við iðjuþjálfa úti á landi og efla tengsl við nema. • gefa út öflugra fagtímarit. • Standa vörð um sérþekkingu iðjuþjálfa og halda henni á lofti. • vinna með háskólasamfélaginu að mótun iðjuþjálfanámsins. einblína á gæði námsins (kennslu, inntökupróf o.fl.). • Hvetja félagsmenn til að beita gagnreyndum aðferðum og stuðla að rannsóknum (mæla árangur). • Standa vörð um að gildi fags og félags séu í brennidepli í öllu starfi. • Skapa orðræðu IÐju í mótun þjónustu til velferðar og bættrar heilsu. • Þýða og staðfæra matstæki. • Siðanefndin sé virk. Bakhjarl og hagsmunagæsla eftirfarandi atriði voru m.a. nefnd í þessu samhengi: • Félagsmenn geti leitað til félagsins varðandi, réttindi, skyldur, kaup og kjör. • Félagið á að stuðla að bættum kjörum félagsmanna. • að iðjuþjálfar fái viðurkennda sérfræðiþekkingu. • Félagsmenn eiga að geta leitað til félagsins ef upp koma vandamál sem erfitt er að leysa á vinnustað/í námi. • að styðja við að iðjuþjálfar geti unnið sjálfstætt. • Búa til fastar launaðar stöður er snúa að mikilvægum þáttum félagsins s.s. kjaranefnd, fræðslunefnd, o.s.frv. og/eða stækka hlutverk þeirra. • Berjast fyrir fjölgun stöðugilda iðjuþjálfa í samfélaginu. • Stuðla að því að iðjuþjálfun verði sjálfsögð/viðurkennd þjónusta í öllum bæjarfélögum og heilsugæslum. • að félagsmenn eigi rétt á handleiðslu. • að vinna að því að fá fleiri karlmenn í fagið. Sameiningartákn eftirfarandi atriði voru m.a. nefnd í þessu samhengi: • Félagið á að efla samheldni og vera sameiningartákn iðjuþjálfastéttarinnar. • Stuðla að samstöðu og samvinnu félagsmanna í víðu samhengi. • Hvetja félagsmenn til virkrar þátttöku í félagsstarfi. • Skapa aukin tengsl á milli félagsmanna og starfa stjórnar. Upplýsingaflæði og yfirsýn eftirfarandi atriði voru m.a. nefnd í þessu samhengi: • endurbæta og uppfæra heimasíðu félagsins. • auka upplýsingaflæði um hvað er á döfinni innan iðjuþjálfunar hér heima sem og erlendis – hafa upplýsingafulltrúa. • vera upplýsingaveita/upplýsinga- grunnur um t.d. sögu félagsins, faghópa, félagatalið, iðjuþjálfafagið, hvað félagsgjöldin fara í og hvert er hlutverk félagsins. • Félagið þarf að hafa góða yfirsýn yfir starfsvettvanga iðjuþjálfa svo það séu ekki allir að finna upp hjólið hver í sínu horni. • IÞÍ gæti haft yfirsýn yfir þekkingu/ reynslu/getu meðlima sinna og miðlað henni (hægt væri að leita til stjórnar eftir t.d. fyrirlesurum). Samstarf eftirfarandi atriði voru m.a. nefnd í þessu samhengi: • Þátttaka iðjuþjálfa í alþjóðlegu starfi, t.d. „job Shadowing“ - vinnuskipti við erlendar stofnanir. • efla samstarf milli iðjuþjálfa og annarra starfsstétta. • að koma á öflugu samstarfi við iðjuþjálfa félög erlendis – hafa tengla á heimasíðu félagsins og efla tengslanetið. Sýnileiki eftirfarandi atriði voru m.a. nefnd í þessu samhengi: • verja meiri tíma og fjármagni í útbreiðslu og kynningu á félaginu. • kynna fagið og starfið í fjölmiðlum með greinaskrifum og viðtölum. • efla þekkingu almennings á faginu og markaðssetning s.s. skólatöskudagar, e.t.v. geðheilbrigði, eldast með reisn o.s.frv. • gera gott starf félagsmanna sýnilegt. • Halda ráðstefnur/málþing um málefni tengd heilsu/heilbrigði/iðju og bjóða öll um stéttum (standa að fleiri viðburðum). HvernIG bæTuM vIÐ íMYnd oG sýnIleIKA FélAGsIns? „ Iðja er auðnumóðir“ og „félagið og félags- menn nýti öll tækifæri til að kynna félagið“ Stuðst var við eftirfarandi undirspurningar: • Hver er ímynd félagsins? • Hvernig viljum við sjá ímyndina? • Hver er sýnileiki félagsins? Svörum þátttakenda má skipta í eftirfarandi flokka: Upplýsingamiðlun eftirfarandi atriði voru m.a. nefnd í þessu samhengi: • Segja frá störfum, rannsóknum, góðri reynslu, útkomu á starfsvettvangi, nýsköpun og öðru sem félagsmenn taka þátt í með áherslu á hugtakinu IÐja. • nýta samfélagsmiðla til að auglýsa iðju þjálfun og félagið (Facebook). • nýta tölvupóst og heimasíðu enn betur – senda pósta frá félaginu (ekki í gegnum SIgL þjónustuskrifstofu). • efla fagblaðið (Iðjuþjálfann) og vera virk í skrifum um ýmis málefni þar. • að félagið auglýsi hvernig hægt sé að nálgast þjónustu iðjuþjálfa. • að félagið haldi reglulega fundi fyrir félagsmenn, námskeið og fræðslu. • kynna iðjuþjálfun útfrá reynslu skjólstæðinga. • velja iðjuþjálfa mánaðarins. Kynningarstarf eftirfarandi atriði voru m.a. nefnd í þessu samhengi: • Félagið setji sér skýr markmið um sýnileika og ímynd og geri aðgerðaráætlun. • Stuttar auglýsingar/myndir um afmarkaða þætti fagsins í sjónvarp, útvarp og blöð. • útbúa myndrænt efni til að kynna starfsemi félagsins, t.d. myndbönd um ýmis störf iðjuþjálfa. • nýtt slagorð félagsins: Iðja er auðnumóðir. • Með því að veita fræðslu um nám og starfshlutverk iðjuþjálfunar í skólum, stofnunum og fyrirtækjum. • Fáum boli merkta félaginu, límmiða í bílinn og segul. • Fá í vinnu sömu Pr menn og sáu um „læknana“ í verkfalli þeirra til að kynna iðjuþjálfun. • Hafa talsmann / upplýsingafulltrúa. • gera lógóið sýnilegra – nælur, töskur, bækur. • gera bækling um fagið og jafnvel hugmyndafræði. Þátttaka í samfélagsumræðu eftirfarandi atriði voru m.a. nefnd í þessu samhengi: • Láta sig samfélagið varða og taka afstöðu opinberlega, t.d. varðandi velferðar- og mannréttindamál, flótta- fólk, atvinnuleysi, fangelsismál o.fl. • efla jákvæða umræðu um mikilvægi iðju í lífi hverrar manneskju. • nota iðjuhugtakið í daglegri orðræðu/ samtölum. • Félagsmenn, formaður/stjórn taki virkan þátt í viðburðum s.s. opinberum viðræðum á vegum stjórnvalda og kynni sig. Viðburðir eftirfarandi atriði voru m.a. nefnd í þessu samhengi: • Hafa frumkvæði að skemmtilegum viðburðum í samfélaginu sbr. Skóla- töskudagar, Blátt áfram, Bláum apríl (eineltisátaki) o.fl. • Færa Skólatöskudaga upp á öll skólastig með viðeigandi fræðslu (og grafa þennan álf). virkja t.d. nema til að halda utan um þá. • Leggja meira upp úr Degi iðjuþjálfunar – kynna hann út á við og vera með uppákomur á fjölmennum stöðum. • Með því að taka fyrir eitt málefni á ári, t.d. iðjuréttlæti, iðjuvandi. • tökum þátt í fleiri viðburðum s.s. alþjóðlega geðheilbrigðisdeginum og með meira áberandi hætti. • að iðjuþjálfafélagið og félagsmenn taki þátt í góðgerðarmálefnum, t.d. einu sinni á ári gerum við eitthvað samfélags- sinnað og auglýsum okkur um leið. Samstarf eftirfarandi atriði voru m.a. nefnd í þessu samhengi: • vera virk og sýnileg í þverfaglegri vinnu og umræðu. • Samvinna við aðrar stéttir og muna eftir sérstöðu iðjuþjálfunar. • Með því að auka samstarf við iðjuþjálfunarfræðideild Ha. • Með því að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi við önnur iðjuþjálfafélög. Fagleg vinnubrögð eftirfarandi atriði voru m.a. nefnd í þessu samhengi: • Með því að vinna faglegt og árangursríkt starf og veita góða þjónustu byggist upp orðspor fagsins. • Sýna fagleg vinnubrögð ávallt, t.d. með faglegri og iðjumiðaðri orðræðu. • allir félagsmenn tali jákvætt og af þekkingu um iðjuþjálfun, starfið og félagið. • Iðjuþjálfi fylgi gildum fags og félags. • að iðjuþjálfar noti fagtitil sinn þrátt fyrir aðra titla. • efla faghópa innan félagsins. • Hlúa að nýliðum sem eru að fóta sig áfram í starfi. • koma á öflugu gæðaeftirliti s.s. með endurnýjun starfsréttinda. Frumkvæði félagsmanna eftirfarandi atriði voru m.a. nefnd í þessu samhengi: • Iðjuþjálfar geri átak á sínum vinnustað varðandi þátttöku í ráðstefnum og öðrum opinberum vettvangi og kynni þar með fagið og félagið.

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.