Skólavarðan - 01.05.2004, Blaðsíða 8

Skólavarðan - 01.05.2004, Blaðsíða 8
8 FUNDUR BHM, BSRB OG KÍ UM FRUMVARP FJÁRMÁLARÁÐHERRA SKÓLAVARÐAN 5.TBL. 4. ÁRG. 2004 Þegar þetta er skrifað eru miklar líkur á að frumvarp um breytingar á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins verði knúið í gegnum þingið þrátt fyrir harða andspyrnu launþegasamtaka sem málið varðar. Verði lögunum breytt með þeim hætti sem fjármálaráðherra leggur til fellur úr gildi sú skylda forstöðumanns að áminna starfsmann með formlegum hætti áður en til uppsagnar getur komið úr starfi. Þann 13. maí héldu BHM, BSRB og KÍ sameiginlegan fund um málið. Fundur- inn var fjölmennur og þar var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða. Ályktunin í heild sinni: „Sameiginlegur fundur aðildarfélaga BHM, BSRB og KÍ haldinn fimmtudaginn 13. maí 2004 mótmælir harðlega frum- varpi ríkisstjórnarinnar um breytingar á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins sem nú liggur fyrir Alþingi og krefst þess að fjármálaráðherra dragi það til baka. Verði frumvarpið að lögum verður felld niður sú skylda forstöðumanns að áminna starfsmann með formlegum hætti áður en til uppsagnar úr starfi kemur. Þar með geta duttlungar stjórnenda ráðið starfsör- ygginu. Frumvarpið felur því í sér breytingar á grundvallarréttindum ríkisstarfsmanna hvað varðar starfsöryggi. Þessi breyting er í engu samræmi við nútímahugmyndir um samskipti vinnuveitenda og starfsmanna og lítt til þess fallin að bæta starfsum- hverfi ríkisstarfsmanna. Þvert á móti er ver- ið að hverfa aftur til forneskjulegra stjórn- arhátta þar sem geðþótti og einhliða hagsmunir húsbænda réðu. Fundurinn bendir á að samtök opin- berra starfsmanna hafa ítrekað óskað eftir því að samráðsleiðin verði farin svo breyt- ingar á starfsmannalögunum séu unnar í sátt en fjármálaráðherra hefur daufheyrst við þeim óskum. Með frumvarpi sínu ræðst fjármálaráð- herra á eigin starfsmenn á ómálefnalegan og ósanngjarnan hátt, torveldar með fram- göngu sinni samskipti aðila og setur kom- andi kjarasamninga í uppnám." Í framhaldi af fundinum 13. maí sendu félögin sem að honum stóðu kynningar- efni um málið til trúnaðarmanna og fleiri aðila. Kynningarefnið í heild sinni: „Hvað þýðir breyting á starfsmannalög- unum fyrir þig? Á Alþingi liggur fyrir frumvarp til laga um breytingar á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996 (hér eftir kölluð starfsmannalögin) þar sem verið er að afnema grundvallarrétt- indi þín. Breytingin felur í sér að grafið er undan starfsöryggi þínu. Í 21. gr. starfsmannalaganna stendur: Ef starfsmaður hefur sýnt í starfi sínu óstundvísi eða aðra vanrækslu, óhlýðni við löglegt boð eða bann yfirmanns síns, vankunnáttu eða óvandvirkni í starfi, hef- ur ekki náð fullnægjandi árangri í starfi, hefur verið ölvaður í starfi eða framkoma hans eða athafnir í því eða utan þess þykja að öðru leyti ósæmilegar, óhæfilegar eða ósamrýmanlegar starfinu skal forstöðu- maður stofnunar veita honum skriflega áminningu. Áður skal þó gefa starfsmanni kost á að tala máli sínu ef það er unnt. Þessi lagagrein inniheldur þá megin- reglu að óheimilt sé að segja starfsmanni sem lögin taka til upp starfi án undanfar- andi áminningar, þannig að starfsmaður- inn fái möguleika á að bæta ráð sitt og þannig geti hann afstýrt uppsögn. Í frum- varpinu er lagt til að þessi lagagrein falli brott. Afnám þessa lagaákvæðis þýðir að ríkisstarfsmenn verða settir undir geð- þóttavald stjórnenda þeirra stofnana sem þeir starfa hjá. Í frumvarpinu er tillaga um andmæla- rétt. Hann er hins vegar takmarkaður m.a. á þann hátt að ekki á að veita andmæla- rétt ef starfsmanni er sagt upp vegna þess að hann hefur ekki þá kunnáttu eða reynslu sem forstöðumaður ákveður að starfsmaðurinn þurfi að hafa. Verði frumvarpið að lögum hafa ríkis- starfsmenn framvegis lakari ráðningarrétt- indi heldur en grunnskólakennarar, leik- skólakennarar, slökkviliðsmenn og aðrir starfsmenn sveitarfélaga. Kjör starfsmanna ríkisins ráðast annars vegar af lögum og hins vegar kjarasamn- ingum. Starfsmannalögin eru þannig hluti af forsendum kjarasamninga. Með frum- varpi sínu ræðst fjármálaráðherra á eigin starfsmenn á ómálefnalegan og ósann- gjarnan hátt, torveldar með framgöngu sinni samskipti aðila og setur komandi kjarasamninga í uppnám. BHM, BSRB og KÍ Skerðing á grundvallarréttindum ríkisstarfsmanna

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.