Skólavarðan - 01.05.2004, Blaðsíða 18
18
SKÓLAVARÐAN 5.TBL. 4. ÁRG. 2004
starf í gangi. En mér finnst mikilvægt að
börn finni sér sjálf verkefni og hafi ofan
af fyrir sér sjálf. Þetta veitir útiveran þeim.
Það þarf heldur ekki að vorkenna börn-
um að vera úti. Þeim finnst að vísu meira
gaman þegar er sumar og sól en rigning
og rok, en þeim finnst samt alltaf gaman
að fara út. Þar fyrir utan hafa börn gott
af því að kynnast mismunandi veðráttu og
takast á við náttúruöflin.“
Að sögn Áslaugar eru útileiksvæði
heppileg - og ef til vill vannýtt - til rann-
sókna á atferli barna. „Úti leika börn sér
óheft og frjáls. Þar er lítil eða engin stjórn-
un. Ég hef áhyggjur af því ef útivera skerð-
ist á skólatíma vegna þess sem ég nefndi
um leikjamenningu og vegna þess að ég
hef grun um að mörg börn séu ekki úti á
öðrum tímum, að minnsta kosti ekki á virk-
um dögum. Þetta er þó eflaust mismun-
andi eftir búsetu.“
Áslaugu finnst sjálfsagt að kenna börn-
um leiki en bendir á að slík kennsla geti
líka farið fram í sal leikskólans. „Ég vil að
frelsi þeirra úti við til að skipuleggja eigin
leiki sé að mestu leyti virt. Mér fannst börn-
in á Stóruborg og Kynjaborg mjög dugleg
að leika sér úti og skapandi í leikjum sín-
um. Það er oft eins og útiveran sé bara
geymsla á meðan starfsfólkið er í kaffi.
En á útileiksvæðum fer heilmikið fram,
og auðvitað reyndar bæði jákvætt og nei-
kvætt. Ég hef gífurlega mikla trú á útiveru.
Mér finnst sjálfsagt að draga hana fram í
sviðsljósið og gefa henni meira vægi í leik-
skólastarfinu. Mesti kosturinn við útiveru
að mínu mati er ekki sá að börnin verði lík-
amlega vel á sig komin. Holl hreyfing og
frískt loft er auðvitað mikilvægt en mikil-
vægara er þó að útiveran lætur börnunum
líða vel í sálinni. Það gerir frelsið og næðið
til að stjórna eigin leikjum, stærð athafna-
svæðisins og útrásin.“
Komin með staðlaðar hugmyndir um
hlutverk kynjanna
Í viðtölum sem Áslaug tók við börnin
kom ýmislegt forvitnilegt fram. „Stelpurn-
ar voru til dæmis tilbúnari til að eignast
drengi að vinum en drengirnir stúlkur.
Ég spurði öll börnin hver væri besti vinur
þeirra og þau nefndu öll samkynja vin, en
þegar ég spurði nánar út í það kom fram
að stelpum fannst strákar skemmtilegir.
Það kom aldrei fram hjá strákum um stelp-
ur. Stelpur lýstu sig reiðubúnar til að fara í
hefðbundna strákaleiki en þegar ég spurði
stráka hvort þeir færu í mömmuleiki urðu
þeir mjög hneykslaðir! Mér fannst meira
að segja sjálfri erfitt að spyrja að þessu.
Stelpunum fannst jafnvel að þær ættu að
fara í fótbolta og sjóræningjaleik - eins og
þær væru búnar að átta sig á því að úti í
þjóðfélaginu er lögð áhersla á að stelpur
glími við það sama og strákar. Það kom á
óvart hvað fimm ára gömul börn voru kom-
in með staðlaðar hugmyndir um hlutverk
kynjanna. Þau voru með allt á hreinu.“
Áslaug segir að oft hafi gætt misræm-
is milli þess sem börnin sögðust fást við í
útiveru og þess sem þau gerðu. „Þegar ég
spurði strákana hvaða leikjum stelpurnar
væru í úti þá nefndu til dæmis tveir félag-
ar að þær væru í barbíleik, sem var útilok-
að. Þetta er bara eins og með mann sjálf-
an, þegar maður er spurður að einhverju
koma klisjur mjög auðveldlega upp í hug-
ann. Barbí er áberandi táknmynd fyrir
leiki stúlkna, því tengja drengir stelpuleiki
auðveldlega við hana. Strákarnir sögðust
sjálfir vera í fótbolta og sjóræningjaleik
úti og stelpurnar nefndu mömmuleik, en
voru svo iðulega í öðrum leikjum og mun
fjölbreyttari“
Fólk hefur nefnt við Áslaugu að það
sé athyglisvert í rannsókninni hversu
strákar og stelpur á Kynjaborg leika sér
lítið saman og þekkjast illa, en Áslaug
segir að ekki sé hægt að leggja mikið út af
þeim gögnum sem hún aflaði hvað þetta
varðar. „Það var að vísu áberandi munur á
leikskólunum tveimur í þessu en mér finnst
það ekki endilega neikvætt. Það fer eftir
því hvaða markmið leikskólinn hefur. Ef
markmið leikskólans er jákvæð samskipti
stúlkna og drengja studdu rannsóknir
mínar á útiverunni ekki það markmið því
þar voru lítil samskipti, en ég var líka bara
í stuttan tíma á vettvangi.“
Meðal þess sem Áslaug spurði um í við-
tölum var hvort einhverjir, og þá hverjir,
stríddu í útiveru. „Umræðan um einelti
er mikil um þessar mundir og því hafði
ég áhuga á þessu. Bæði strákar og stelp-
ur nefndu, öll sem eitt, að strákar stríddu.
Tvær stelpur töluðu um að stelpur stríddu
líka en samt miklu minna og bara „venju-
lega“. Þegar ég gekk á þær kom í ljós að
þetta var ekkert alvarlegt og reyndist að
þeirra mati vera hluti af leiknum. Auðvit-
að getur verið að börnin verði meira vör
við stríðni stráka, til að mynda vegna þess
að þeir séu skammaðir meira og stríði á
annan hátt. Þetta getur verið eins og aðr-
ar klisjur um kynjahlutverk og varhuga-
vert að túlka án frekari rannsókna.“
Hafa ekkert um þjónustuna að segja
Að fenginni reynslu er Áslaug mjög
fylgjandi viðtölum við börn sem rannsókn-
araðferð og í almennu skólastarfi. „Mér
finnst að kennarar ættu að nota viðtöl
meira í daglegu starfi en raunin er. Börn
hafa skoðanir og geta alveg sagt hvað
þeim finnst. Þau eru dyggustu notendur
þjónustunnar sem við bjóðum upp á en
hafa samt ekkert um hana að segja!
Ég kynntist þessari rannsóknaraðferð
í mastersnáminu og fékk strax áhuga á
henni. Mig langaði að prófa og það gekk
alveg ótrúlega vel. Til að byrja með var ég
mjög óstyrk af því ég þekkti börnin varla
neitt, en börnin reyndust mjög tilbúin til
að tala við mig og höfðu heilmiklar skoð-
anir á viðfangsefninu. Þau svöruðu næst-
um því aldrei „ ég veit það ekki.“ Ég mætti
brynjuð alls konar hjálpartækjum, lét börn-
in teikna myndir og tók myndir af leikvell-
inum og sýndi þeim. Þetta gafst ekki vel
og ég hætti því fljótlega. Börnin fóru að
spjalla um myndirnar, viðtölin urðu allt of
löng og mér gekk erfiðlega að fá börnin
til að einbeita sér að því að svara mér. Svo
fannst mér líka að ég væri að fara á bak
við þau, lokka þau til þess að segja mér
eitthvað annað en þau vildu segja með
því að láta þau teikna og dreifa hugan-
um. Börn ráða alveg við að svara manni
beint. Hjálpartækin eru ágæt ef þú ert að
reyna að kafa djúpt inn í huga barns en
þetta var bara daglega lífið sem þau voru
að tala um. Þau höfðu skoðanir á því og
það var ekki erfitt að fá þau til að tala um
það,“ segir Áslaug að lokum.
keg
Holl hreyfing og frískt loft er auðvitað mikilvægt en mik-
ilvægara er þó að útiveran lætur börnunum líða vel í
sálinni. Það gerir frelsið og næðið til að stjórna eigin
leikjum, stærð athafnasvæðisins og útrásin.
ÚTIVERA BARNA