Skólavarðan - 01.05.2004, Blaðsíða 17

Skólavarðan - 01.05.2004, Blaðsíða 17
ÚTIVERA BARNA 17 SKÓLAVARÐAN 5.TBL. 4. ÁRG. 2004 Áslaug Jóhannsdóttir leikskólakenn- ari og M.Ed. í uppeldis- og menntunar- fræði valdi sér að meistaraprófsverk- efni að skoða útileiki fimm ára stúlkna og drengja í tveimur leikskólum. Niður- stöðurnar eru forvitnilegar en ekki síð- ur sú aðferð sem Áslaug notaði sem og nýstárlegar skoðanir hennar á gildi útiveru. Áslaug útskrifaðist frá Fósturskóla Ís- lands 1978, lauk framhaldsnámi í stjórn- un frá Kennaraháskóla Íslands 1998 og mastersnámi frá sama skóla árið 2003. „Kveikjan að verkefninu er fyrst og fremst áhugi á útileikjum,“ segir Áslaug aðspurð um verkefnið. „Svo varð ég að afmarka mig og þá kom upp sú hugmynd að skoða muninn á útileikjum stúlkna og drengja. Ég hafði líka áhuga á hvernig- leikjamenning erfist frá kynslóð til kyn- slóðar. Ég held hún geri það helst úti við, þar sem börnin eru frjáls. Að auki hef ég mikinn áhuga á hugmyndinni um „útilofts- leikskóla". Ég vil leggja meiri áherslu á að börn séu úti við en því miður sýnist mér sem dregið hafi úr útiveru í leikskólum, án þess að ég viti það fyrir víst.“ Frelsi barna til að skipuleggja eigin leiki sé virt Áslaug vann rannsókn sína í leikskólum sem hún kallar Stóruborg og Kynjaborg. Hún fór nítján sinnum í heimsókn á um þremur vikum, ýmist einu sinni eða tvisvar á dag, og fylgdist með börnunum að leik úti við í eina til tvær klukkustundir í senn. Þá tók hún jafnframt viðtöl við börnin. „Á Stóruborg var átak í gangi með að kenna börnunum hópleiki,“ segir Áslaug, „og börnin þar þekktu fleiri leiki en börnin á Kynjaborg, svo þetta skilaði sér greinilega. Leikjamynstrið í leikskólunum tveimur var ólíkt af fleiri ástæðum og stærstu áhrifa- valdarnir voru mismunandi útiaðstaða og fjöldi barna úti við á hvorum stað fyrir sig. Ég tók sérstaklega eftir að á Stóruborg voru öll börnin úti samtímis og það hafði þau áhrif að þau skiptu oft um leikfélaga og leiki. Á Kynjaborg voru hins vegar fá börn úti samtímis og þar var meiri yfirveg- un í leiknum, börnin skiptu nánast aldrei um félaga og þar ríkti meiri ró. Strákar og stelpur léku sér aftur á móti lítið sam- an á Kynjaborg. Það var greinilegt að þau þekktust ekki.“ Að mati Áslaugar er heppilegra að fá börn séu úti í einu. „Þegar börnin eru mjög mörg er mikið áreiti og hávaði. Ég held að útivera eigi að vera hvíld frá þessum litlu lokuðu rýmum sem börn dvelja svo mik- ið í. Ég held einnig að það sé kostur að hafa ekki of mikið í boði af tilbúnum leik- tækjum og leikföngum. Á Stóruborg var oft mikil rekistefna út af leiktækjum sem miklu minna var um á Kynjaborg, enda færri börn um hvern hlut og auk þess lögð áhersla á fábreytni í tækjakosti.“ Í rannsókninni kom fram að öllum börnunum finnst gaman úti. „Mér virðist að börn fari ekki jafnmikið út og áður var vegna þess að þá „séu þau ekki að gera neitt sérstakt“. Að þar sé ekkert uppeldis- Útileikir leikskólabarna og gildi markvissra viðtala við leikskólabörn Dyggustu notendur þjónustunnar hafa ekkert um hana að segja Áslaug Jóhannsdóttir Útileiksvæði eru heppileg og ef til vill vannýtt til rannsókna á atferli barna. Þar sýna börn hver þau eru og leika sér óheft og frjáls.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.