Skólavarðan - 01.10.2004, Side 4

Skólavarðan - 01.10.2004, Side 4
Spil til að þjálfa hljóðkerfisvitund barna 8 Viðtal við Hugborgu Erlendsdóttur leikskólasérkennara. Sjúkrasjóður er góður sjóður 9 Viðtal við Maríu Nordahl starfsmann sjúkrasjóðs og Svövu Pétursdóttur for- mann sjóðstjórnar í tilþefni þess að reglum sjóðsins hefur verið breytt. Iðnskólinn í Reykjavík aldargamall 10 Skólavarðan heimsótti Iðnskólann og tók Baldur Gíslason skólameistara tali en skólinn heldur upp á 100 ára afmæli sitt um þessar mundir Heilsufar, líðan og vinnuumhverfi kennara 13 Í þessari grein segir Hólmfríður K. Gunnarsdóttir sérfræðingur á rannsókna- og heilbrigðisdeild Vinnueftirlitsins frá niðurstöðum rannsóknar á líðan og vinnu- umhverfi kvenkyns kennara, flugfreyja og hjúkrunarfræðinga. Lýsuhólsskóli 14 Skólaheimsókn í lítinn grunnskóla á sunnanverðu Snæfellsnesi. Þar fer fram merkilegt þróunarstarf og Skólavarðan vildi vita meira um það. Verkfall grunnskólakennara 16 Verkfall Félags grunnskólakennara í máli og myndum. Menningarlegur fjölbreytileiki - jákvæð gagnvirk menningaráhrif 18 Af svæðisþingum Félags tónlistarskólakennara, Félags íslenskra hljómlistar- manna og Samtaka tónlistarskólastjóra. Fundur með formönnum félagsdeilda og trúnaðarmönnum framhaldskólakennara 20 Niðurstöður viðhorfskönnunar Leikskóla Reykjavíkur. Sumarráðstefna NLS í Røros í Noregi 2004 22 Skóli án aðgreiningar 23 Af málþingi um sérkennslu. „Netikettur“ 25 Um siðareglur við sendingar rafpósts. Einhugur um mikilvægi námskráa 26 Hildur Skarphéðinsdóttir segir frá ráðstefnu EECERA á Möltu í september. Formannspistill 3 Sigrún Grendal Jóhannsesdóttir formaður FT skrifar. Gestaskrif 5 Sigrún Stefánsdóttir yfirmaður upplýsingadeildar Norrænu ráðherranefndar- innar og Norðurlandaráðs segir frá norrænu samstarfi og möguleikum sem það býður upp á. Smiðshöggið 30 Björg Árnadóttir kennari og blaðamaður býður í ferð um draumalandið sitt. Skóladagar 19 Myndasaga Skólavörðunnar. Að auki er blaðið stútfullt af fréttum, kjaramálum, tilkynningum og fleiru að ógleymdum leiðara. Ritstjóri: Guðlaug Guðmundsdóttir gudlaug@ki.is Ábyrgðarmaður: Helgi E. Helgason helgi@ki.is Hönnun: Zetor ehf. Ljósmyndun: Jón Svavarsson / motiv-mynd, nema annað sé tekið fram. Teikningar: Ingi Jensson Auglýsingar: Stella Kristinsdóttir stella@ki.is / sími 595 1142 eða 867-8959 Prentun: Svansprent Forsíðumynd: Jón Svavarsson Skólavarðan, s. 595 1118 (Guðlaug) og 595 1119 (Helgi). Öll aðildarfélög Kennarasambandsins eru nú með lausa samninga. Næstu vikur og mánuðir verða tímabil kjaraviðræðna og kjarabaráttu kennara á öllum skólastig- um allt frá leikskóla til framhaldsskóla. Þegar þetta er skrifað hefur verkfall grunnskólakennara og skólastjóra staðið á þriðju viku og sér ekki enn til lands þótt aðilar séu farnir að skiptast á tillögum. Vonandi fara samningamenn sveitarfélaga að átta sig á alvörunni að baki kröfu- gerð grunnskólakennara fyrir hækkun launa, styttingu kennsluskyldu og færslu launaflokka úr svokölluðum potti yfir í grunnlaun. Þetta eru lykilatriði sem kennarar segjast ekki tilbúnir að hvika frá. Þótt samkomulag takist um nýjan kjarasamning grunnskólans er ljóst að næstu vikur og mánuði mun andrúmsloftið í Kennarahúsinu áfram mótast af kjarabaráttu og samningamálum. Hver hópurinn tekur við af öðrum. Leikskólakennarar og framhaldsskólakennarar eru byrjaðir að ræða við viðsemjendur sína. Aðildarfélög Kennarasambandsins styðja hvert annað í baráttunni. Þar standa allir fyrir einn og einn fyrir alla. Þetta er sameiginlegur róður félaganna fyrir bættum kjörum kennarastéttarinnar í heild. Miðopna Skólavörðunnar fjallar um verkfallið í máli og myndum. Heimasíða Kennarasambandsins sem er uppfærð daglega veitir ítar- legar upplýsingar um gang mála í kjaramálum félaganna. Hvað er Norðurlandaráð? Hvað er Norræna ráðherranefndin? Hvaða gildi hefur norrænt samstarf fyrir okkur Íslendinga? Norðurlandaráð var stofnað árið 1952 og er samstarfsvettangur norrænu þjóðþinganna fimm. Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóðar eru frjáls og fullvalda ríki en sjálfstjórnarsvæðin í Fær- eyjum, á Grænlandi og á Álandseyjum eru einnig í Norðurlandaráði. Í sáttmála sem gerður var í Helskinki árið 1962 skuldbundu Norðurlönd- in sig til að þróa með sér samstarf. Helsinki-sáttmálinn er sá grunnur sem allt norrænt samstarf byggir á. Á þessum tíma var Evrópa klofin í tvennt og járntjaldið svokallaða lokaði helmingana af. Norðulöndin sáu sér hag í því að snúa bökum saman og standa sameinuð gagnvart umheiminum. Norræna ráðherranefndin var stofnuð síðar eða árið 1971. Í henni eiga sæti fulltrúar norrænu ríkisstjórnanna og sjálfstjórnarsvæðanna. Norðurlandaráð og ráðherranefndin hafa náið samstarf og stefna að sömu markmiðum auk þess að setja sömu málefni í forgangsröð. Ráðherranefndin hrindir ákvörðunum Norðurlandaráðs í fram- kvæmd. Ráðherranefndin ber auk þess ábyrgð á fjölmörgum mála- flokkum, meðal þeirra eru norrænir samningar og sáttmálar. Gildi norræns samstarfs er mikið og sést það glöggt hér í Skóla- vörðunni. Gestapenninn í þessu tölublaði færir mörg rök fyrir því. Sigrún Stefánsdóttir segir frá þeim tækifærum sem íslenskt skólafólk hefur á samskiptum og styrkjum. Í blaðinu birtist afrakstur norræna samstarfsins þar sem sagt er fá svæðisþingum tónlistarskólakennara og sumarnámskeiði norrænu kennarafélaganna í Røros. Íslendingar greiða rúmlega 1% af sameiginlegum sjóði Norður- landa en fá framklagið þrefalt til fjórfalt til baka gegnum rannsóknar- áætlanir, hagstæðar lánveitingar og margskonar réttindi. Forsíðuna að þessu sinni prýðir Iðnskólinn í Reykjavík en þar á bæ eru hátíðahöld vegna 100 ára afmælis skólans. Skólavarðan heilsaði upp á skólameistara, kennara og nemendur skólans. Að lokum vil ég biðja Snæfellinga innlega afsökunar á meinlegri villu sem slæddist inn á forsíðu síðustu Skólavörðu. 4 LEIÐARIEFNISYFIRLIT FASTIR LIÐIR SKÓLAVARÐAN 8.TBL. 4. ÁRG. 2004 GREINAR

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.