Skólavarðan - 01.10.2004, Side 9

Skólavarðan - 01.10.2004, Side 9
SKÓLAVARÐAN 8.TBL. 4. ÁRG. 2004 María Nordahl er starfsmaður sjúkra- sjóðs KÍ, ásamt Ómari Árnasyni, og segir hún að sjúkrasjóðurinn sé góður sjóður. Hún veit þetta manna best því hún fær í hendur allar umsóknir sem berast og gengur frá afgreiðslu þeirra eftir að sjóðstjórn hefur fjallað um þær. Allar umsóknir fá númer áður en um þær er fjallað og því eru það einungis starfsmenn sjóðsins sem sjá nöfn um- sækjenda. Skólavarðan spurði Maríu og Svövu Pétursdóttur, formann sjóðstjórnar, nokk- urra spurninga um sjóðinn vegna þess að 1. október sl. voru gerðar breytingar á úthlutunarreglum sem ýmist eru nýjungar eða uppfærslur eldri reglna. Frá upphafi hafa sjóðnum borist 4.400 umsóknir. María var spurð að því hverjar væru al- gengustu styrkumsóknirnar til sjúkrasjóðs. Eftir að rýnt var í tölur frá árinu 2003 kom í ljós að flestar umsóknir bárust um styrki til meðferðar hjá ýmsum meðferðaraðilum. Alls voru greiddir út um 600 styrkir í þenn- an málaflokk árið 2003. Grunnskoðun hjá Krabbameinsfélagi Íslands er greidd að fullu en hún kostar 2.500 kr. Þessi styrkur er einn sá algengasti en þó voru það innan við 9% sjóðfélaga sem sóttu um hann árið 2003. Skýringin gæti verið sú að þeir sæju ekki ástæðu til að sækja um svo lágan styrk eða vissu ekki að hægt væri að sækja um hann. „En ég vona að þetta merki ekki að konur í kennarastétt nýti sér ekki þjónustu leitarstöðvar Krabbameinsfélags Íslands,“ sagði María. Engir styrkir til líkamsræktar Sjúkrasjóður KÍ greiðir ekki niður líkamsrækt sjóðfélaga. Margir spyrja hvers vegna sú sé raunin. Svava sagði að talsvert væri spurt um slíka styrki og sjóðstjórn hefði fjallað um hvort ástæða væri til að taka þá upp. Niðurstaðan hefði orðið sú að fara að líkt og fleiri svipaðir sjóðir og greiða ekki styrki til líkamsræktar. Rökin eru þau að yfirleitt er kostnaður við líkams- rækt viðráðanlegur og ef allir sjóðfélagar sæktu um styrki af þessu tagi yrði sjóður- inn fljótlega uppurinn. Sjóngler og laser-aðgerðir á augum Mikil þörf hefur reynst fyrir gleraugna- styrki. Yfir 200 sjóðfélagar fengu styrki til kaupa á sjónglerjum og stöðug aukning er greinileg. Tekið skal fram að styrkurinn nær eingöngu til glerja en ekki umgjarða. Sjóðfélagar fá styrk til kaupa á sjónglerj- um einu sinni á 48 mánaða fresti og nemur hann þriðjungi af kostnaði sjónglerja fari hann yfir 30.000 kr. Framvísa ber augnvott- orði ásamt sundurliðuðum reikningi. Sjóð- félagar fá styrk til laser-aðgerða á augum að hámarki 25.000 kr. fyrir hvort auga. Glasafrjóvgun og ættleiðing barna María sagði að rausnarlegir styrkir byð- ust þeim sem fara í tæknifrjóvgun eða ættleiða börn. Hún sagði að þetta væru oft þær styrkafgreiðslur sem hreyfðu mest við tilfinningunum hvort sem styrkþegar fengju jákvæðar niðurstöður í málum sínum eða ekki. „Ég á myndir af litlum börnum sem stoltir foreldrar hafa fært mér og dæmi eru jafnvel um að foreldrar hafi komið hingað í húsið með litlu krílin sín til að kynna þau fyrir „ömmunni í Kenn- arahúsinu“, segir María og hlær. Rýmkaðar reglur - hækkaðir styrkir Helstu breytingar á reglum um greiðslu sjúkradagpeninga eru rýmkaðar og upp- hæðin hækkuð úr 4.000 í 4.500 kr. á dag. Sömu sögu er að segja um reglur um styrki til ýmiss konar meðferðar. Þar hafa styrkupphæðir hækkað nokkuð í flestum tilfellum og reglur verið rýmkaðar. Sem dæmi má nefna að styrkur til að greiða meðferð hjá nuddara hefur tvöfaldast. Styrkur fyrir meðferð hjá sjúkraþjálfara hefur hækkað um 20% og hægt er að fá hann fyrir 24 skipti í stað 20 áður. Sjóðfé- lagar geta fengið styrk vegna faghand- leiðslu hjá viðurkenndum handleiðurum. Ferða- og lyfjakostnaður - tannlækna- kostnaður Umfangsmestu nýjungarnar eru í 6., 7. og 9. grein úthlutunarreglna. Í 2. lið 6. greinar segir: „Sjóðurinn greiðir almennt ekki styrki vegna lyfja- og ferðakostnaðar vegna veikinda. Þó er sjóðstjórn heimilt að veita styrki við sérstakar aðstæður, svo sem ef um mikil og óvænt útgjöld eða fjár- hagslega erfiðleika er að ræða af þessum sökum. Sem dæmi má nefna að ef sjóðfé- lagi veikist skyndilega og þarf að reiða af hendi upphæðir sem skipta tugum eða hundruðum þúsunda, til dæmis til lyfja- kaupa, getur hann sótt um styrk til sjóðs- ins. Þetta á einnig við ef ferðakostnaður til og frá heilbrigðisstofnun vegna sjúkdóms fer úr hófi fram. Sjóðfélagar frá styrk vegna tannlækna- kostnaðar sem nemur 40% af kostnaði umfram 50.000 kr. á hverju 12 mánaða tímabili, þó að hámarki 300.000 kr. Úthlutunarreglur sjúkrasjóðs og um- sóknareyðublöð eru aðgengileg á á vef- síðu Kennarasambands Íslands. www.ki.is GG SJÓÐIR KENNARASAMBANDS ÍSLANDS 9 9% 9% Sjúkrasjóður KÍ er góður sjóður María Nordahl og Svava Pétursdóttir

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.