Skólavarðan - 01.10.2004, Síða 14

Skólavarðan - 01.10.2004, Síða 14
14 SKÓLAHEIMSÓKN SKÓLAVARÐAN 8.TBL. 4. ÁRG. 2004 Lýsuhólsskóli er fámennur skóli á sunnan- verðu Snæfellsnesi. Tuttugu og þrír nem- endur sækja þar nám í 1.-10. bekk og tvö fimm ára börn koma tvisvar í viku og slást í hópinn með yngstu nemendum skólans. Við skólann starfa þrír kennarar í fullu starfi auk skólastjóra,Guðmundar Sigurmonssonar, og þrír kennarar koma að stundakennslu. Samkennsla er eðlilega mikil í svo fámennum skóla, en í hverjum árgangi eru ekki fleiri en 2-4 nemendur. „Við höfum mikla reynslu í að samkenna og það gengur mjög vel. Hóparnir eru ekki bundnir og misjafnt frá ári til árs hvernig þeir eru settir saman. Það fer einnig eftir námsgreinum hvað hentar hverju sinni. Í stærðfræði kemur þetta vel út því hún er mjög einstaklingsbundin grein en í tungu- málakennslu getur verið snúnara að vera með marga nemendur á mismunandi stigi. Í stórum dráttum er skipt í 3 - 4 hópa. Sam- komulagið er gott, börnin eru vön þessu,“ sagði Guðmundur. Sterkir bakhjarlar Snæfellsbær, sem rekur Lýsuhólsskóla, varð til við sameiningu Ólafsvíkur, Nes- hrepps utan Ennis, Staðarsveitar og Breiðu- víkurhrepps. Í skólahverfi Lýsuhólsskóla búa nú tæplega tvö hundruð manns og hefur íbúum fækkað mikið á skömmum tíma. Börnin í Lýsuhólsskóla búa öll í dreifbýli. „Það er ekkert launungarmál að skólinn er dýr í rekstri en sveitarfélagið gerir vel við hann og hann nýtur trausts íbúanna,“ sagði Guðmundur. „Foreldrarn- ir standa þétt að baki skólanum og það er ómetanlegt. Sú tilhneiging að sameina skóla er mjög skiljanleg m.t.t. kostnaðar en hér er erfitt að sameina því að Fróðár- heiðin skilur að nágrannabæina og hún er oft torfær á veturna.“ Traust starfslið Guðmundur sagðist hafa afbragðsgott kennaralið. „Allir kennararnir okkar hafa full réttindi og margir þeirra hafa starf- að hér lengi. Samræmdu prófin hafa til dæmis komið vel út hjá okkur. Við eigum góðan aðgang að vel menntuðu fólki í til- Helstu verkefni eru að gera kálgarð og rækta lífrænt grænmeti, reisa gróðurhús, gera stíf lu og framleiða rafmagn til að lýsa upp gróðurhúsið og reka veðurstöð með sólarorku. Lýsuhólsskóli Með góða kennara og foreldra sem standa þétt að baki er allt hægt Rósa Erlendsdóttir kennari með nemendum sínum í Lýsuhólsskóla. Vatnshrúturinn og Haukur Þórðarson, kennari og verkefnisstjóri.

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.