Skólavarðan - 01.10.2004, Page 17

Skólavarðan - 01.10.2004, Page 17
17 SKÓLAVARÐAN 8.TBL. 4. ÁRG. 2004 KJARAMÁL GRUNNSKÓLAKENNARA gefur út fréttablaðið Verkfallspóstinn sem kemur út á virkum dögum og flytur FG-félögum fréttir af gangi mála. Ritstjóri er Guðlaug Guðsteinsdóttir. Auk þess eru ítarlegar fréttir sagðar af verkfallsmálum á vef Kennarasambands Íslands. Verkfallasagan Aðdragandi verkfallsins nú var langur enda höfðu kennarar í grunnskólum verið samningslausir frá 31. mars 2004. Þetta er fjórða verkfall grunnskóla- kennara á tuttugu árum. Flestir grunn- skólakennarar fóru í verkfall ásamt öðrum opinberum starfsmönnum í BSRB haustið 1984. Það stóð í um það bil fimm vikur. Ellefu árum síðar, árið 1995, fóru grunn- skólakennarar og framhaldsskólakennarar saman í verkfall sem beindist gegn ríkinu og stóð það í réttar sex vikur. Haustið 1997 fóru grunnskólakennarar einir í verkfall sem stóð aðeins í einn dag. Þeir eru því nú í annað sinn í verkfalli sem þeir standa einir að. Úr verkfallsmiðstöðinn í Borgartúni. Víðtækur stuðningur Margir aðilar hafa sýnt kennurum sam- stöðu í verkfallinu og sent stuðning með margvíslegum hætti. Önnur stétta- og starfsmannafélög, einstaklingar, innlendir sem erlendir, að ógleymdum nemendum og foreldrum hafa sýnt stuðning og sent kennurum hvatningarorð og framlög í verkfallssjóð. Þeim er öllum þakkað af heilum hug. Önnur félög innan Kennarasambands- ins tóku skýra afstöðu með félögum sínum í verkfallinu og lögðu áherslu á að barátta grunnskólakennara væri þáttur í kjara- baráttu kennara á öllum skólastigum. Verkfallsbætur Vinnudeilusjóður KÍ greiddi félags- mönnum sínum bætur föstudaginn 1. október. Launaseðlar voru sendir félags- mönnum í tölvupósti. Fullar bætur fyrir þennan tíma voru kr. 42.000 og hlutfall af þeirri upphæð fyrir hlutastarf. GG og HEH Ólafur Loftsson formaður KFR ávarpar kennara í verkfalli. Fluga á vegg í Karphúsinu Eiríkur Jónsson: Heyrðu Kristinn, heldur þú ekki örugg- lega með Manchester United? Kristinn Kristjánsson: Nei, nei. Ég held venjulega með þeim sem tapa. Ég er ein- hvern veginn þannig gerður að ég finn til með þeim sem minna mega sín. Eiríkur: Er það þess vegna sem þú varst valinn í launa- nefndina? Eiríkur Jónsson formaður KÍ og Kristinn Kristjánsson LN. Nemendur í KHÍ studdu grunnskólakennara.

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.