Skólavarðan - 01.10.2004, Page 18

Skólavarðan - 01.10.2004, Page 18
18 RÁÐSTEFNUR OG ÞING SKÓLAVARÐAN 8.TBL. 4. ÁRG. 2004 Svæðisþing tónlistarskólakennara voru haldin á Ísafirði, Akureyri og í Reykjavík nú í haust og sóttu þau hundruð tónlist- arskólakennara. Þingin, sem eru sam- vinnuverkefni FT, FÍH og ST, fjölluðu um menningarlegan fjölbreytileika og jákvæð gagnvirk menningaráhrif. Sér- stakur gestur, Lance D´Souza aðstoðar- skólastjóri Tónlistarskólans í Árósum, hélt erindi á þinginu í Reykjavík. Yfir 200 tónlistarkennarar sóttu þingið sem var fyrir Suðurland, Suðurnes og höfuð- borgarsvæðið. Lance D'Souza er af indversku bergi brotinn, fæddur í Íran, ólst upp í Tasman- íu, hlaut framhaldsmenntun í Bretlandi, kvæntist danskri konu og hefur búið í Dan- mörku í 25 ár. Fjölmenningarhyggja stend- ur honum eðlilega hjarta nær. Hann stjórn- ar World Music Center, sem er deild innan Tónlistarskóla Árósa, og lýsti starfseminni þar í tali, myndum og tónum auk þess sem þinggestir fengu nasasjón af stöðu tón- listarskólanna í Danmörku. Listamenn frá Senegal og Kúbu komu fram undir erindi hans með trumbuslætti og dansi. Hryndeildin jafnstór þeirri klassísku D'Souza hóf mál sitt á því að útskýra uppbyggingu og fjármögnun tónlistar- skólamála í Danmörku. Íbúar Árósa eru litlu færri en allir Íslendingar og eru af ótal þjóðernum. Lífið í tónlistarskólanum þar litast því af fjölmenningu og er afar líflegt. „Þar er kennt á öll hugsanleg hljóð- færi,“ sagði D'Souza, „meira að segja leik- ur einn á sekkjapípu!“ D'Souza sagði að mikilvægt væri að gera sér grein fyrir þeim veruleika sem nútímabörn byggju við. Þau hlustuðu á hip hop og ýmiss konar hryntónlist, Car- toon network væri hluti af daglegu lífi og líkamstjáning þeirra önnur en eldri kyn- slóða. Hann sagði þetta m.a. endurspegl- ast í því að hryndeildin í Árósaskólanum væri orðin jafnstór og klassíska deildin og nyti síaukinna vinsælda. Hann sagði að vísbendingar væru um að aðsókn að klass- ísku tónlistarnámi færi dvínandi. Hann varpaði til dæmis fram þeirri spurningu hvort hugsast gæti að hljóðfæraleikarar í sinfóníuhljómsveitum framtíðarinnar yrðu einungis frá Finnlandi og fyrrverandi austantjaldslöndum. Nauðsynlegt að opna fyrir nýja menn- ingarstrauma Unglingar og börn velja síður klassíska tónlist, fái þau að ráða sjálf, því aðrar teg- undir tónlistar höfða einfaldlega betur til þeirra og kallast frekar á við þann raunveru- leika sem þau búa við, að mati D'Souza. Sú klassíska tónlist sem fólk hlustar á núna er auk þess fegruð, upptökur nú til dags eru því sem næst full- komnar og nemandi í klassísku námi sér vart til lands þegar hann er að æfa sig, vilji hann keppa við upptökurn- ar. D'Souza leggur samt ríka áherslu á að klassísk tónlistar- menntun sé afar mikilvæg og að varðveita þurfi allt það góða sem hún gefur. Nem- endur í hefðbundnu tónlistarnámi öðlist þekkingargrunn og dýpt sem séu mjög dýrmæt en nauðsynlegt sé að opna fyrir nýja menningarstrauma og leyfa þeim að hafa áhrif á það sem fyrir er. Þetta sé eitt mikilvægasta verkefnið sem stjórnendur tónlistarskóla standi frammi fyrir. Miðstöð heimstónlistar World Music Center er deild í Tónlistar- skólanum í Árósum. Hún er sú fyrsta sinnar tegundar í Danmörku. Að sögn D'Souza mætast þar menningarstraumar úr ýmsum áttum, þar er brotinn ísinn og byggðar brýr. Reynslan af starfsemi World Music Center hefur vakið athygli og þykir gott dæmi um hvernig brúa megi bil, m.a. milli menningarsvæða og þjóða, milli kynslóða og milli listgreina og ekki síst milli skóla- genginna tónlistar- manna og leikmanna. Í miðstöðinni mætast menningarstraumar gegnum tónlist og dans og þar er tekið á móti nýjungum með opnum hug. Straumar og stefnur sem koma í kjölfar fjölmenningarinnar í Danmörku hafa að sögn hans þegar haft mikil áhrif á menningarlífið en þeim hefur ekki verið flaggað sem skyldi. Hann sagði líka að starf- semin sem þarna væri iðkuð væri liður í að hamla gegn innflytjendavandamálum. GG Nánar verður fjallað um efni frá svæðisþing- um FT í næstu Skólavörðu. Menningarlegur fjölbreytileiki - jákvæð gagnvirk menningaráhrif Svæðisþing Félags tónlistarskólakennara, Félags íslenskra hljómlistarmanna og Samtaka tónlistarskólastjóra Grisel Gonzales Brado frá Kúbu. Cheikhou Diarra frá Senegal.

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.