Skólavarðan - 01.10.2004, Qupperneq 26

Skólavarðan - 01.10.2004, Qupperneq 26
RÁÐSTEFNUR 26 SKÓLAVARÐAN 8.TBL. 4. ÁRG. 2004 Leikskólastjórum hjá Leikskólum Reykja- víkur er boðið í náms- og kynnisferð ár- lega. Í haust fóru níu leikskólastjórar á ráðstefnu EECERA á Möltu þar sem megin þemað var áhrif rannsókna á námskrárgerð fyrir leikskólastigið. European Early Childhood Education Research (EECERA) eru alþjóðleg samtök sem stuðla að kynningu á rannsóknum á menntun og uppeldi yngri barna. Mark- mið þeirra er að leiða saman stjórnmála- menn, fræðimenn og kennara til að beina sameiginlega sjónum að menntun barna frá fæðingu til átta ára aldurs, stuðla að akademískum vettvangi og breiða út niðurstöður rannsókna á þessu sviði. Með því er leitast við að auðvelda samvinnu og efla samband milli evrópskra rannsakenda á þessu sviði. Tímarit samtakanna, Europe- an Early Childhood Research Journal, kemur út tvisvar á ári og birtir greinar eftir félaga EECERA. Það er á ensku með útdráttum á frönsku, þýsku og spænsku. Á dagskrá þingsins voru fyrirlestrar og málþing. Fyrirlesarar frá Íslandi voru Arna Jónsdóttir og Jóhanna Einarsdóttur lektorar við KHÍ. Framlag þeirra var til mikils sóma fyrir Ísland. Á opnunarhátíðinni hélt dr. Carmel Borg frá Möltu fyrirlestur. Fjallaði hann um fyrirkomulag kennslu yngri barna þar í landi, en hún hefst við þriggja ára aldur og frá þeim aldri fá öll börn ókeypis kennslu þrjár stundir á dag. John Bennett frá OECD fjallaði um námskrár forskóla í OECD löndunum og greindi frá þeim sjónarmiðum sem eru ríkjandi. Hann skýrði frá rannsókn á menntun og þjónustu við yngri börn sem yfir 20 lönd tóku þátt í (1998 - 2004). Flestar þjóðir hafa námskrá og er eining um mikilvægi þeirra í grundvallaratrið- um en þó fara þjóðir mismunandi leiðir í útfærslu þeirra. Nefna má skandinavísku leiðina sem stundum er kölluð skólaleiðin og tekur til þriggja til sex ára barna. Litið er á menntun barnanna sem mikilvægan undirbúning fyrir önnur skólastig en ekki eingöngu félagslegt úrræði sem leysi vandamál vinnumarkaðar. Mikill munur er á viðveru í skóla, framsetningu námskráa og metnaði sem birtist í stærð hópa á hvern kennara og menntun þeirra. Stefnt er að frekari rannsóknum með vísun til niðurstaðna PISA-rannsóknarinn- ar sem gefin var út í desember 2001, en þar koma fram mikilvæg áhrif forskóla- náms á námsárangur á efra skólastigi. Þá er og aukinn áhugi í þessum löndum á námskrá fyrir börn undir þriggja ára aldri. Kathy Silva, pró- fessor við Oxford háskóla, sagði frá rannsókn á árangurs- ríkum skilyrðum fyrir forskólanámi. Þetta er fyrsta meiriháttar langtímarannsókn í Evrópu á þróun á aðstæðum barna á aldrinum þriggja til sjö ára. Rannsóknin tekur til 3000 barna og er safnað sam- an víðtækum upplýsingum um þau, s.s. um foreldra og heimilisaðstæður. Þá var einnig fenginn til samanburðar hópur barna sem ekki sækja forskólanám. Niðurstöður benda til þess að pening- um til leikskóla sé vel varið, sérstaklega hvað varðar börn með sérþarfir sem farn- ast betur í grunnskólum ef þau hafa verið í „vel mönnuðum“ leikskólum. Fyrstu niðurstöður sýna að reynsla barna af því að vera í leikskóla þar sem unnið er metnaðarfullt starf eflir alhliða þroska þeirra ef borið er saman við börn sem ekki ganga í leikskóla. Niðurstöður sýna einnig að það skiptir máli hvernær börn byrja leikskólanámið og hvort þau eru í heilsdags leikskóla eða hluta úr degi. Börn með sérþarfir eflast markvert á því að sækja leikskóla með vel menntuðu starfsfólki, sérstaklega ef skólarnir eru blandaðir börnum frá mismunandi þjóðfé- lagshópum. Það sýnir sig að gæði leikskóla- starfsins hafa bein áhrif á vitsmuna- og fé- lagsþroska barna sem sækja þá. Ferry Laevers prófessor í Leuven-há- skóla í Belgíu beindi sjónum að námskrá leikskóla og uppbyggingu. Hann talaði um tvenns konar nálgun í gerð námskráa, annars vegar nálgun byggða á einfaldri orsaka- og afleiðingatengingu; hins vegar virka og heildstæða nálgun. Margaret Carr frá Nýja Sjálandi fjallaði um námskrá yngri barna í heimalandi sínu. Hún lagði áherslu á mikilvægi þess að börn yxu upp sem hæfir og öruggir nemendur, heilbrigðir á líkama og sál, öruggir um sig og fullvissir um að framlag þeirra til þjóðfélagsins væri mikilvægt. Sjálfs- myndin byggðist á mörgum uppistöð- um og breytingar frá fyrri tímum væru miklar. Í lok fyrirlestursins komu fram nokkrar konur og sungu á maórísku. Það er ógleymanlegt þeim sem á hlýddu. EECERA geymir gagnasafn um félags- menn, rannsóknasvið þeirra og yfirstand- andi rannsóknir. Þetta er ein af leiðum samtakanna til að mynda samskiptanet. Formaður EECERA er dr. Tony Bertram frá Bretlandi. www.worc.ac.uk/eecera Næsta ráðstefna verður í Dublin á Ír- landi dagana 31. ágúst - 3. september 2005 og ber heitið Young Children as Citizens: Identity, Belonging, Participation. Ráð- stefnan 2006 verður haldin á Íslandi. Höfundur er Hildur Skarphéðinsdóttir. Hún starfar hjá Leikskólum Reykjavíkur. Ferð Leikskóla Reykjavíkur til Möltu á ráðstefnu EECERA 1. - 4. september 2004 Einhugur um mikilvægi námskráa

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.