Skólavarðan - 01.12.2005, Page 32

Skólavarðan - 01.12.2005, Page 32
Þegar nánar er að gætt kemur þó oft í ljós að ákveðinn hópur er undanskilinn og telst ekki nemendur heldur sjúklingar eða úrræðin sem þeir eru í heita eitthvað annað en skóli. Stundum eru heilu sérdeildirnar og sérskólarnir starfandi á sömu skólalóð og almenni skólinn og bera nafn hans án þess að mikil blöndun eigi sér stað í dagsins önn. Svo virðist sem alls staðar verði ákveðinn hópur í þörf fyrir mjög sérhæfð úrræði. Almennu úrræðin þurfa einnig að eiga aðgang að sérhæfðri þekkingu og þeir sem skipuleggja skólastarf í hverju landi þurfa að setja sig vel inn í málin áður en þeir marka of einstrengingslega stefnu. Fjölbreytt úrræði og margir valkostir auka möguleikana á að mæta þessum hópi á faglegan og fullnægjandi hátt. Hvernig getur almenni skólinn sinnt börnum með þroskahömlun með full- nægjandi hætti? Kennsla í almennum skólum fer oftast nær fram í stórum hópum, vera má að verkefni séu sífellt að verða einstak- lingsmiðaðri en oftast er einum fullorðnum ætlað að verkstýra stórum hópi í senn. Skólar standa misjafnlega rausnarlega að viðbótar kennslumagni vegna barns með þroskahömlun. Því miður eru mörg dæmi um að stuðningsfulltrúa er falið að sinna barninu meirihluta skólatímans og það segir sig sjálft að hann fær mismikla verkstjórn frá kennaranum sem er hlaðinn öðrum störfum. Þeim skólum fer fjölgandi þar sem þroskaþjálfi hefur verið ráðinn sem viðbótarstarfskraftur í bekkinn. Sér- menntun kennara og þroskaþjálfa er að mörgu leyti ólík. Það er mikilvægt að skólafólk geri sér grein fyrir ólíkum forsendum þessara tveggja fagstétta og hvernig þær geta sem best unnið saman. Einnig þarf að leggja áherslu á að fyrirbyggja að þroskaþjálfinn einangrist með fatlaða barninu meira en þörf er á. Tveggja kennara kerfi er oft ákjósanleg lausn, tveir kennarar geta skipst á að sinna hópnum og deilt með sér þeirri ábyrgð að kenna fatlaða barninu. Mikilvægt er að mönnun sé vel ígrunduð og nægjanlegt svigrúm gefið til samstarfs. Til eru dæmi um afar vel unnið starf með fötluðum nemendum í almennum grunnskólum og kennarar vinna frábært starf við erfiðar aðstæður. Athuga ætti að fækka nemendum umtalsvert í bekkjum þar sem barn með miklar sérþarfir stundar nám án þess þó að draga úr stuðningi. Þetta er verðugt viðfangsefni fyrir næstu kjarasamninga. Stundum heyrast sögur af ótrúlegri samsetningu á nemendahópi í einum bekk. Bent hefur verið á þörf á að skilgreina hámarksviðfang eins kennara, hversu mörg börn með frávik frá því eðlilega er hægt að setja saman í einn hóp og hvaða áhrif það hefur á mönnun og aðstæður við kennsluna. Almennir kennarar sem kenna börnum með þroskahömlun þurfa að eiga kost á umfangsmikilli ráðgjöf og stuðningi varðandi skipulag námsins og þá þekkingu og reynslu sem til þarf er að finna sérskólunum. Mikilvægt er að stöðugt séu í þróun vinnubrögð, kennsluaðferðir og námsefni fyrir þennan nemendahóp. Námsþarfir nemenda í almennum skóla eru vissulega mismunandi og sumir þurfa meiri kennslu en aðrir til að ná sama marki. Almennir kennarar þekkja þetta og eru færir um vissan sveigjanleika til að mæta ólíkum þörfum. Þarfir barns með þroskahömlun eru hins vegar oftar en ekki gerólíkar námsþörfum nemenda í almennum skólum. Það getur verið hætta á að verkefni séu annars vegar of krefjandi fyrir barnið en ekki síður að kröfur séu of litlar. Mikilvægur tími getur glatast ef dauðar stundir hafa yfirhöndina, stundir þar sem barnið er í hópnum en nær ekki að tileinka sér það sem fram fer. Barn sem gæti með réttum aðferðum verið að efla málþroska, þjálfa fínhreyfingar eða læra að lesa. Það þarf að vera hárfínt jafnvægi á milli þess að tilheyra hópnum og njóta þess sem hann hefur að gefa og þess að fá að takast á við námið á eigin forsendum. Til að finna þetta hárfína jafnvægi þarf mikla sérþekkingu og reynslu. Ef vel tekst til getur þroskahefta barnið átt sínar góðu stundir í almenna bekknum og vaxið og dafnað á eigin hraða. Til að svo megi verða má ekki horfa um of í sparnaðinn, ódýrar lausnir eru ólíklegar til að skila árangri. Hvað vilja foreldrar? Hagsmunasamtök foreldra, Þroskahjálp, hafa verið mjög afdráttarlaus í þeirri 33 ����������� ������������� ������������������������������ ������������ Kennarar, sálfræðingar og aðrir áhugasamir skrái sig á netfanginu rlund@ismennt.is fyrir 10. janúar 2006. Sjá einnig heimasíðu Lestrarsetursins: http://lrl.is/ 1 5 2 4 6 7 9 � � Dr. John Rack, forstöðumaður Lestrarmiðstöðvarinnar við háskólann í York fjallar um efnið á námskeiði Lestrarseturs Rannveigar Lund 27. janúar nk. kl. 13:00–16:30 Oddi stofa 101 Gjald er kr. 11.000.– Lj ós m yn d JA K SMIÐSHÖGGIÐ

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.