Skólavarðan - 01.02.2006, Síða 3
3
FORMANNSPISTILL
SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 6. ÁRG. 2006
Í samfélögum þar sem íhugun blómstrar hafa orðið hvað mestar
framfarir í hugsun mannsins. Aþena fjögur hundruð árum fyrir
Krist kemur upp í hugann. Agora, markaðstorgið þar sem frelsis-
elskandi Grikkir söfnuðust saman til að ræða málefni dagsins, var
vagga vitsmunalegrar íhugunar. Þar var einn þekktasti kennari
sögunnar, Sókrates; óþreytandi að ögra æsku borgarinnar til að
hugsa sjálfstætt, draga í efa visku hinna eldri og grennslast fyrir
um óleystar gátur tilverunnar.
Um tíma ólgaði Aþena af vitsmunalegum átökum, allt frá
vísinda- og heimspekiumræðum Platós og Aristótelesar til bók-
mennta og lista þeirra Sófóklesar og Phidiasar. Engu að síður
galt Sókrates líf sitt vegna heiðarleika síns og þess að gera
ekki málamiðlun um sannleikann. Fá okkar teljum okkur nota
tímann í sókratíska umræðu en við berum mikla virðingu fyrir
verkum þessa mikla kennara sem þáði engin laun vegna þess að
hann sagðist ekkert vita og hvatti ungt fólk í Aþenu til að læra
að hugsa sjálfstætt. Ég vil halda því fram að hugur þjálfaður
á þennan hátt muni að öllum líkindum taka þátt í umbótum
samfélagsins og framgangi vísinda. Við höfum erft þessa þrá
eftir skilningi á veröldinni, ekki aðeins frá Forngrikkum heldur
einnig frá endurreisnarmönnunum Galíleó og Leonardó og
upplýsingamönnunum Locke og Rousseau.
Hæfni til gagnrýnnar spurnar og óháðrar hugsunar er grunn-
markmið skólunar.
Tuttugasta öldin og sú tuttugasta og fyrsta nýbyrjuð hafa fært
fram á sjónarsviðið nýjar spurningar um afl vísindalegrar skoðunar.
Það er svo sem ekki víst að geta til að leysa leyndardóma geimsins
verði til að bæta hag mannkyns. Við viljum skilja og stjórna
umhverfinu, niðurbrotskraftar eru öflugir og takast á við krafta
uppbyggingar. Hugsanlega er getan til að hugsa sjálfstætt þess
vegna besta vörnin í flóknum heimi vaxandi tækni og vísinda.
Þess vegna er gagnrýnin sjálfstæð hugsun mikilvægasta markmið
skólastarfs. Ein aðferð sem er nothæf til náms felst í beinni upplifun
þar sem leitast er við að næra náttúrulega forvitni. Skapandi
hugsun er eðli vísinda og er sú sama hvort heldur er í sandkassa
leikskólabarnsins eða inni á tilraunastofu vísindamannsins. Þess
vegna á að skipuleggja skólann þannig að hann gefi kennurum
og nemendum færi á að tengja þekkingu þvert á fræðigreinar.
Hjálpa nemendum að tileinka sér hugtakabyggingu fræðigreina
fremur en utanbókarnám ótengdra staðreynda.
Menntun er þá að læra eitthvað og heimfæra síðan það sem
maður hefur lært yfir á lífið sjálft. Með öðrum orðum að draga
lærdóm. Menntaður er sá sem nær að tengja einhverjar hug-
myndir/lærdóm við aðrar sem eru til staðar í veruleikanum; skilja
að lögmál sem eru að verki á einu sviði gilda líka á öðru.
Menntun er ekki þekking nema hugtakið þekking sé skilið mjög
djúpt, þ.e. sem skilningur, bæði með huganum og hjartanu.
Við eigum að vera bjartsýn á að greind mannsins geti risið til hins
óþekkta, jafnvel þegar ný viðfangsefni hafa enga fyrirsjáanlega
lausn. Bjartsýnir vísindamenn takast á við viðfangsefni þar sem
svartsýnir úrtölumenn munu ekki hætta sér inn á ókunn svæði.
Aðeins er hægt að svara þýðingarmiklum spurningum með því að
fara þangað sem enginn hefur farið áður. Það er eina færa leiðin.
Vissulega eru þess vegna margar hættur framundan en höfum í
huga að þær verða ekki færri þó að við freistum þess að hindra
hugsun um nýja hluti. Eitthvað í líkingu við eyðni mun við og við
koma upp og þvinga okkur til að tileinka okkur nýja þekkingu
sem í sjálfu sér getur verið hættulegt að öðlast.
Vísindi geta iðulega raskað hugarró. Charles Darwin beið í
20 ár með að birta verk sitt Uppruni tegundanna vegna þess að
hann taldi að samfélagið væri ekki reiðubúið fyrir afleiðingar sem
verk hans hefði í för með sér. Þróunarlögmálið var einfaldlega of
byltingakennd framsetning til að viktoríanska samfélagið gæti
unað við hana og hlaut að valda uppnámi. Reyndar er það svo að
þetta raskar hugarró margra enn þann dag í dag.
Maðurinn er rannsóknarvera. Við sjáum þetta strax hjá ný-
fæddum börnum. Þau nota öll skilningarvit sín til að tengjast
umhverfinu og skilja veröldina með þessum tengingum. Þegar
barnið uppgötvar hluti og aðstæður sem eru sérstök eða rekst á
fyrirbæri sem vekja forvitni byrja þau að spyrja spurninga og leita
að aðferðum til að skilja þetta umhverfi. Hvaðan koma fiðrildin?
Hvað veldur skýjum á himni? Hvert fer sólin um nætur? Bíta
köngulær? Af hverju verður snögglega dimmt á vetrum? Hvaðan
kemur ljósið úr vasaljósinu? Hvernig komst lambið inn í kindina?
Hvað er sannleikur? Er rétt að segja satt, alltaf? Forvitni er
grunnþáttur í mannlegu eðli. Með því að nota þennan grunnþátt
við nám er börnum gefið færi á að skapa nýja og raunsæja mynd af
umhverfinu. Hvort sem þessar spurningar eru orðaðar eða koma
fram á annan hátt, þá merkja þær forvitni, djúpstæða löngun til
að vita og uppgötva. Þegar við eldumst öðlumst við venjutengdar/
venjulegar hugmyndir um veröldina. Þessar hugmyndir gera okkur
kleift að komast gegnum dagana og fá einhvern botn í það sem
við sjáum og reynum í hversdagsleikanum. Þessar hugmyndir eru
ekki endilega í samræmi við vísindalegt sjónarmið. Jörðin lítur til
dæmis út fyrir að vera flöt eins og við upplifum hana, sólin virðist
færast yfir himinhvolfið. Það er engin ástæða til að halda annað
án þess að hafa reynslu sem stangast á við á fyrri hugmynd.
Menntun er meðal annars að öðlast vísindalegan skilning á um-
heiminum og skilning á hugtökum vísinda. Mikilvægasti þáttur
vísindamenntunar er að aðstoða börn til þess að öðlast þá hæfni
sem þau þurfa til að hugsa vísindalega á ferð þeirra til skilnings.
Nemendur eiga að fá möguleika til að þroska hæfni sína til að
leysa vanda. Sjá hugsanlega fleiri en eina leið til lausnar. Safna og
meta upplýsingar, nota og reyna vísindalegar hugmyndir. Gefa
á nemendum færi á að upplifa gleði uppgötvunar og þroska
með sér vísindaleg viðhorf svo sem þrautseigju, að taka áhættu,
forvitni og hugvitsemi. Þessi viðhorf munu að endingu hjálpa
nemendum síðar í lífinu.
Ólafur Hjörtur Sigurjónsson
formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum
Menntun
Ólafur Hjörtur Sigurjónsson
Lj
ós
m
yn
d
fr
á
hö
fu
nd
i