Skólavarðan - 01.02.2006, Blaðsíða 18
18
STYRKIR, RÁÐSTEFNA
SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 6. ÁRG. 2006
STYRKUR Á NÁMSKEIÐ
VIÐ LUTHER COLLEGE
Styrkur þessi er fyrir
starfandi kennara til að
sækja fjögurra vikna
námskeið við Luther
College í Decorah, Iowa
í júlí 2006. Námskeiðið
er á vegum Institute of
American Studies for
Scandinavian Educators
og er ætlað til kynningar
á bandarísku þjóðlífi og menningu.
Styrkupphæð nemur $ 2.000 og gengur
hún upp í hluta útgjalda. Upplýsingar um
þennan styrk veitir Hannes K. Þorsteins-
son, hannes@ki.is hjá Kennarasambandi
Íslands.
Umsóknareyðublöð má sækja á www.
iceam.is. Umsóknir um styrk til Haystack
Mountain School og til Luther College
þarf að senda eigi síðar en 1. mars 2006
til Íslensk-ameríska félagsins, Pósthólf 320,
121 Reykjavík.
Nordplus Junior – Leik-, grunn- og fram-
haldsskólaáætlun Norðurlanda styrkir
nemendaskipti og ferðir kennara á
grunn og framhaldsskólastigi til Norður-
landa.
FYRIR HVERJA?
Grunn- og framhaldsskólar á Norður-
löndum geta sótt um ferðastyrki til
nemendaskipta en leik-, grunn- og fram-
haldsskólar til kennaraskipta.
HVERS KONAR SAMSTARF?
I. Bekkir / námshópar
Þátttakendur eiga að vera frá tveimur
ríkjum að minnsta kosti eða sjálfstjórnar-
svæðum á Norðurlöndum. Verkefnið feli
í sér uppeldisfræðilegt gildi og tengist
skólastarfi nu almennt.
II. Kennarar
Kennaraskipti milli a.m.k. tveggja skóla
í tveimur löndum, bein kennaraskipti
þurfa ekki að eiga sér stað.
Farkennarar ferðast á milli skóla í
öðru landi og kenna sitt fag.
III. Nemendur
Þátttaka einstakra nemenda annaðhvort
í starfsþjálfun innan iðngreina eða
kennslu í framhaldsskólum. Skólarnir
sækja um fyrir hönd sinna nemenda,
Umsóknarfrestur er til 15. mars 2006 fyrir
verkefni 1. ágúst 2006 til 1. ágúst 2007.
NB. Athygli er vakin á því að aðeins er
sótt um einu sinni á ári. Umsóknir varða
nemenda- eða kennaraskipti skólaárið
2006-2007. Norræna skólanetið er vett-
vangur skólasamskipta: Nordisk Skolenet,
www.nordskol.org.
Umsóknareyðublað á sænsku er á www.
ask.hi.is. Umsóknum skal skila rafrænt
á netinu ásamt undirrituðum skóla-
samningi til Programkontoret í Svíþjóð
umsjónaraðila Nordplus junior.
Nánari upplýsingar fást hjá Alþjóða-
skrifstofu háskólastigsins/Landsskrifstofu
Nordplus, www.ask.hi.is Sími 525 5813
netfang: rz@hi.is.
Hinn kunni bandaríski fræðimaður Carol Ann Tomlinson verður
aðalfyrirlesari á ráðstefnunni Skóli á nýrri öld sem haldin
verður á starfsdegi grunnskólakennara í Reykjavík 1. mars 2006.
Tomlinson er prófessor við Virgíníuháskóla og höfundur margra
bóka um ein-staklingsmiðað nám og kennsluhætti. Sú síðasta,
Differentiation in Practice: A Resource Guide for Differentiating
Curriculum Teaching kom út á síðasta ári. Erindi sitt kallar
Tomlinson Different-iated Instruction; What is it, Why does it
matter, How does it look? og mun hún leggja megináherslu
á lykilatriði í einstaklingsmiðuðu námi, framkvæmd þess og
námsmat.
Hin árlega ráðstefna Skóli á nýrri öld er samstarfsverkefni
Skólastjórafélags Reykjavíkur, Kennarafélags Reykjavíkur og
Menntasviðs Reykjavíkurborgar og sækja hana hátt í 700 kennarar.
Ráðstefnan, sem haldin verður á hótel Nordica hefst kl. 13.00 og henni
lýkur með léttum veitingum kl. 17:00.
Að loknum aðalfyrirlestri verða fi mm málstofur þar sem kynnt verða
ýmis verkefni sem verið er að vinna að í grunnskólum borgarinnar.
Meginþema í málstofunum er læsi í víðasta skilningi þess orðs s.s.
nýjar leiðir í lestrarkennslu, menningarlæsi og umhverfi slæsi.
Undanfari ráðstefnunnar er sýning á verkefnum úr reykvísku
skólastarfi sem haldin verður í Ráðhúsi Reykjavíkur 17.-18. febrúar. Þar
verða hvatningarverðlaun Menntaráðs líka afhent. Markmið þessara
viðburða er að vekja athygli kennara, foreldra og annarra borgarbúa
á nýbreytni í skólastarfi , miðla upplýsingum til skóla og milli þeirra og
vera kennurum og nemendum hvatning til frekari dáða.
Hægt er að skrá sig rafrænt á ráðstefnuna Skóli á nýrri öld og í
málstofur á vef Menntasviðs www.leikskolar.is
Sjá einnig bls. 26 en þar er grein um
aðalfyrirlesarann Carol Ann Tomlinson.
Einstaklingsmiðað nám
– fræðin í framkvæmd
Íslensk-ameríska félagið
auglýsir styrki fyrir
skólaárið 2006 – 2007
– Umsóknarfrestur er til 15. mars vegna verkefna skólaárið 2006/2007
Nordplus Junior styrkir