Skólavarðan - 01.02.2006, Blaðsíða 8

Skólavarðan - 01.02.2006, Blaðsíða 8
8 SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 6. ÁRG. 2006 Í þetta tbl. Skólavörðunnar hef ég valið að skrifa um nokkur atriði sem oft er spurt um hér á skrifstofu KÍ. Í þetta sinn ætla ég að skrifa um nemendaferðir grunnskólakennara, slys á vinnustað og tímabundnar og ótímabundnar ráðningar grunnskólakennara og fram- haldsskólakennara. Grunnskóli: Nemendaferðir - greiðsla fyrir umsjón og lágmarkshvíld. Margar spurningar berast varðandi nem- endaferðir og þá sérstaklega hvernig greitt er fyrir ferðir annars vegar og hins vegar varðandi ákvæði um lágmarks hvíldartíma. Mikilvægt er að blanda ekki saman þessum tveimur atriðum. Greitt er fyrir nemendaferðir samkvæmt grein 2.3.9 í kjarasamningi en þar segir: „Fyrir umsjón í nemendaferðum, sem skipulagðar eru sem hluti af starfi grunnskóla, skal greiða allt að 12 klukkustundir á dag að frá- dregnum fjölda kennslustunda á stundaskrá viðkomandi kennara á ferðadegi. Standi ferð yfir nótt greiðast að auki 3 klukkustundir.“ Séu engar kennslustundir samkvæmt stundaskrá á ferðadegi dragast að sjálfsögðu engar kennslustundir frá 12 tímunum. Greitt er fyrir þessar ferðir með yfirvinnu og er mjög mikilvægt að semja um greiðslu fyrirfram. Varðandi ákvæðið um lágmarks hvíldartíma þá ber að veita starfsmanni á hverjum 24 klukkustundum 11 klukku- stunda samfellda hvíld, samkvæmt EES tilskipun sbr. grein 2.4.1.1. í kjarasamningi. Í rammagrein með kjarasamningi segir: „Mest reynir á ákvæði um lágmarkshvíld í tengslum við félagsstarf í skólum og ferðir nemenda. Mikilvægt er að haga skipulagi félagsstarfs og nemendaferða þannig að ekki verði gengið á svig við lágmarkshvíldarákvæði eða önnur ákvæði vinnutímasamningsins. Ef kennari verður vegna ófyrirséðra aðstæðna að standa lengri vinnulotu en 13 klst. af óviðráðanlegum ástæðum ber honum í kjölfarið 11 klukkustunda lágmarkshvíld. Ekki er heimilt að skipuleggja brot á lág- markshvíldarákvæðum og bjóða kennara frítökurétt í staðinn eða greiðslur í stað hvíldar. Foreldrar mega vænta þess að ákveðin gæsla sé á börnum þegar þau eru á vegum skóla við nám, í félagsstarfi eða á ferðalögum. Sú gæsla gæti verið innt af hendi af kennurum skólans, skólaliðum eða öðrum aðilum. Mikilvægt er að leita leiða til að leysa þessi mál með skynsamlegum hætti.” En fari hins vegar svo að kennari nái ekki sinni 11 klukkustunda samfelldu hvíld myndast frítökuréttur sem er 1,5 klukkustund fyrir hverja þá klukkustund sem hvíldin skerðist um. Þannig á kennari sem fær aðeins 9 klukkustunda hvíld, 3 tíma frítökurétt út á þessar 2 klukkustundir sem vantaði upp á 11 klst. samfellda hvíld. Það ber þó að ítreka að ekki á að skipuleggja ferðir þannig að vitað sé fyrirfram að kennari fái ekki 11 klst. samfellda hvíld. Grunnskóli/ framhaldsskóli: tímabundin og ótímabundin ráðning. Oft er spurt um ráðningar og hversu lengi megi ráða starfsmenn tíma- bundið án þess að fastráða þá. Í lögum um lögverndun á starfsheiti og starfs- réttindum grunnskólakennara, framhalds- skólakennara og skólastjóra nr. 86/1998 segir að kennari eigi rétt á fastráðningu með þriggja mánaða uppsagnarfresti eftir tveggja ára starf nema um tímabundna afleysingu sé að ræða. Almenna reglan er að ekki má ráða kennara tímabundið nema í tvö ár, þriðja árið á hann rétt á fastráðningu. KÍ - Almennt í samningum - Slys á vinnustað: Samkvæmt kjarasamningum allra félaga í KÍ skal vinnuveitandi bæta starfsmanni þau útgjöld sem hann verður fyrir vegna slyss á vinnustað og slysatryggingar almannatrygginga bæta ekki. Þetta á einnig við þegar starfsmaður er á leið í og úr vinnu. Þetta á við um tilfallandi kostnað, s.s. vegna læknisheimsóknar, sjúkraþjálfunar eða annars sem beinlínis tengist slysi. Að lokum langar mig að minna enn og aftur á netfangið mitt ingibjorg@ki. is ef þið hafið einhverjar spurningar og auðvitað er líka hægt að hringja hingað á skrifstofu KÍ í síma: 595 1111. Ingibjörg Úlfarsdóttir Höfundur er launafulltrúi KÍ. Nemendaferðir, slys á vinnustað og ráðningar Ingibjörg hjá ki.is Lj ós m yn d: k eg og styðja hið góða í hverjum einstaklingi skapist góður grunnur fyrir allt nám. Tröllaborgir: Sýn skólans er að vinna með og samþætta „hug, hjarta og hönd” í allri starfsemi skólans. Það er, að jafnvægi verði á milli þekkingar, tilfinninga og framkvæmdar í öllu starfi. Til að ná þessu fram er stefnumótun leikskólans unnin eftir hugmyndafræði lífsleikninnar. Áhersla er lögð á að vinna með virðingu, sjálfsstjórn og ábyrgðarkennd einstaklinga gagn- vart sjálfum sér og öðrum svo að þeir finni til samkenndar og sýni tillitssemi. Smábær í Hrísey: Hugmyndafræði skólans byggist m.a. á lífsviðhorfi, gildismati, þekkingu og reynslu starfsmanna hans, ásamt kenningum sem settar hafa verið fram af fræðimönnum og rannsóknum sem gerðar hafa verið á leikskólastarfi. Leikskólinn hefur fengið Grænfánann. Hlíðaból, einkarekinn leikskóli: Skólinn leggur áherslu á kristilegt siðgæði barn- anna. Lögð er áhersla á að öll börn sem útskrifast frá leikskólanum geti sýnt tillitssemi, kærleika, virðingu og sett sig í spor annarra. Áhersla er lögð á skapandi starf og tjáningu. Leikskólinn er á grænni grein. Um 95% barna á Akureyri á aldrinum 2ja – 5 ára eru í leikskóla. Meðal dvalartími þeirra í leikskóla er um 7,4 klukkustundir á dag. Stöðugildin í leikskólunum á Akureyri eru í heild 220. Stöðugildi vegna deildarstarfs eru alls 139 og 64% af deildar- stöðugildunum eru mönnuð fagfólki, eða 89 stöðugildi. Mánudaginn 19. desember undirrituðu Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Akureyri og Margrét Pála Ólafsdóttir framkvæmda- stjóri Hjallastefnunnar ehf. samning um rekstur leikskólans Hólmasólar við Helga- magrastræti. Samningurinn gildir til 31. desember 2009. Leikskólinn Hólmasól tekur til starfa í apríl næstkomandi og með haustinu verður pláss fyrir um 1.150 börn í leikskólunum hér á Akureyri og þá verður 18 mánaða börnum boðið upp á leikskólapláss. Hrafnhildur G. Sigurðardóttir Höfundur er leikskólafulltrúi. KJARAMÁL Leikskólastjórar á Akureyri taka við viðurkenningu Ljósmyndir frá höfundi LEIKSKÓLASTARF

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.