Skólavarðan - 01.02.2006, Blaðsíða 28

Skólavarðan - 01.02.2006, Blaðsíða 28
28 NÁMSEFNI, FRÉTTIR SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 6. ÁRG. 2006 markmið, kennsluaðferðir, framsetningu efnis, öflun gagna, reikning, námsmat og að lokum er bent á gagnlega vefi. Þessi hluti er gagnlegur fyrir kennarann. Síðari hluti er leiðbeiningar um úrlausnir verkefna. Kennsla Einn meginkostur Auraráða er að hægt er að nýta efnið í mörgum námsgreinun. Með því að skoða málfar bókarinnar gefst kennurum tækifæri til að þjálfa nemendur í mismunandi textalæsi og þeirri orðræðu sem notuð er almennt í þjóðfélaginu. Að sama skapi geta nemendur velt því fyrir sér hvort orðræðan sé fremur karllæg en kvenlæg og þannig nýtt efnið í heildstæðri móðurmálskennslu. Tenging við þjóðfélagsfræði og um leið lífsleikni er augljós því bókin undirbýr nemendur undir virka þátttöku í lífi og starfi. Hún ætti að geta stuðlað að skynsamlegum fjárhagsáætlunum og fjárfestingum og bætt þannig þjóðfélagið hvað neyslu- munstur varðar. Í gegnum sömu þætti má tengja heimilisfræði. Auraráð er sett upp sem hálfgert stærðfræðiefni þar sem nemandi þarf að beita aðferðum stærðfræðinnar til að leysa flest verkefni bókarinnar. Sem stærðfræðiefni leitast bókin við að skapa tengsl við raunveru- leika nemenda með dæmum af ungu fólki. Í ljósi þess að ekki er hægt að leysa verkefnin með góðu móti án þess að vera veftengd hentar efnið vel í tölvu- og upplýsingatækni. Þar þjálfast nemendur í að leita á vef og hægt er að vinna með mat á vefsíðum svo að eitthvað sé nefnt. Vangaveltur Hugmyndin að baki bókarinnar er frábær og það vantaði efni sem tæki á þessum þáttum í lífi ungmenna. Verkefnin eru mjög góð en það má velta því upp hvort ekki hefði verið æskilegt að hafa efnið á vefnum. Þannig gætu nemendur safnað sér í verkefnamöppur og kennarar í þeim mörgu fögum sem efnið tengist hjálpað við verkefnaúrvinnslu. Þannig myndi myndast breiðari þverfaglegur grunnur að efninu því nálgun í gegnum fögin er ákaflega mismunandi. Með því að hafa efnið á netinu gæti kennari aðlagað útlit hvers verkefnis sínum þörfum eða bætt inn myndum, breytt letri eða öðru því sem hann teldi að myndi nýtast nemendum sínum best. Tengsl við vefsíður Höfundur hefur lagt vinnu í að finna vandaðar vefsíður. Það eykur enn á gæði efnisins og er um leið góð tenging við raunveruleikann og notkunarmöguleika netsins í daglegu lífi. Vefir taka stöðugum breytingum, nýir bætast við og breytast, aðrir detta út. Til viðbótar við þær síður sem bent er á í bókinni bættu undirritaðar við vefsíðum sem gætu nýst vel með bókinni og útskýra um leið notkunar- möguleika þeirra. Þær slóðir er að finna í heildarskjalinu. Sumar þessara síðna eru frá einkaaðilum í samkeppni og því ekki við hæfi að Námsgagnstofnun bendi á þá. Höfundar eru kennarar og nemendur í framhaldsnámi við KHÍ Skólavarðan hefur tekið upp samstarf við Kennaraháskóla Íslands um birtingu á ritdómum um námsefni sem unnir eru af framhaldsnemum við skólann. Heimildaskrá Aðalnámskrá grunnskóla –1999. Reykjavík, menntamálaráðuneytið. (heimilisfræði, móðurmál, lífsleikni, tölvu- og upplýsingatækni, stærðfræði, þjóðfélagsfræði). Auður Pálsdóttir 2005. Auraráð. Námsgagnastofnun, Reykjavík. Egil Børre Johnsen m.fl. 1999. Lærebokkunnskap. Bls. 43–48, 137–145. Kennsluleiðbeiningar á vef, 2005. http://www. nams.is/aurarad/aurarad_klb.pdf Ingvar Sigurgeirsson. 1999. Gátlistar til að nota við greiningu og mat á útgefnu námsefni. http://www. khi.is/sidur/framhaldsdeild/namskraehi/namsefni/ gatlisti0.htm Félag grunnskólakennara sendi þann 18. janúar sl. frá sér yfirlýsingu þess efnis að stjórn og samninganefnd félagsins fallist fyrir sitt leyti á samkomulag Norðlingaskóla og Reykjavíkurborgar með tilteknum breytingum. Í því felst að inn í samkomulagið komi ákvæði um að vinnutímaákvæði kjarasammnings KÍ og Launanefndar sveitarfélaga verði virt. Yfirlýsingin var svohljóðandi: Stjórn og samninganefnd Félags grunnskólakennara bendir á að félagið hafnaði ekki samkomulagi Norðlingaskóla við Reykjavíkurborg, heldur treysti sér ekki til að samþykkja það óbreytt. Hafa ber í huga að samkomulagið er lagt fram til samstarfsnefndar KÍ og Launanefndar sveitarfélaga til samþykktar eða synjunar. Félag grunnskólakennara var ekki aðili að þessu samkomulagi. Stjórn og samninganefnd Félags grunnskólakennara samþykkir fyrir sitt leyti samkomulag Norðlingaskóla og Reykjavíkurborgar með eftirfarandi breytingum: Inn í samkomulag komi ákvæði þess Á fjölmennu stofnþingi Samtaka áhuga- fólks um skólaþróun, sem haldið var þann 18. nóvember sl., sagði Ingvar Sigurgeirsson meðal annars í setningarávarpi: „Hvers vegna þessi samtök um skólaþróun? Til þess liggja auðvitað fjölmargar ástæður. Í samtökum áhugafólks um skólaþróun, eða hvaða heiti sem samtökunum verða valin, verður áreiðanlega fólk með ólík viðhorf. Það verða samt ákveðin gildi og sjónarmið sem munu sameina okkur. Við viljum öll efla framsækið þróunarstarf. Samtökin ætla sér að verða umræðu- og samstarfsvettvangur allra þeirra sem áhuga hafa á markvissri þróun skólastarfs, skólaumbótum og skólarannsóknum. Við viljum læra hvert af öðru og við viljum miðla öðrum af því sem við höfum verið að gera. Við höfum lifandi áhuga á því sem aðrir eru að gera. Við viljum gera skólastarfið sýnilegra. Við höfum ekkert að fela – en svo ótal margt sem við getum miðlað og verið stolt af. efnis að vinnutímaákvæði kjarasamnings KÍ og LN verði virt. Heimilt verði að semja við einstaka starfsmenn um rýmkun á dagvinnutímabili og um ákveðið frjálsræði um hvenær vinnuskyldu er gegnt (sbr. skiptingu vikulegs vinnutíma, bókun nr. 9 frá janúar 2001). Það er mat stjórnar og samninganefndar að þessi breyting rúmist hvort heldur sem er innan greinar 2.1.2. í kjarasamningi aðila eða innan bókunar 5. Stjórn og samninganefnd hvetur aðila til að setjast niður, fara yfir málið og ná samkomulagi. Samtök áhugafólks um skólaþróun eiga ekki að verða trúarhreyfing. Innan samtakanna munu ekki fást nein lokasvör við spurningum um gæði í skólastarfi – eða leiðsögn um allsherjarlausnir – en við viljum vinna saman að leitinni að stöðugt betri skólum. Við trúum því að í skólastarfi sé stöðugt hægt að gera betur. Allsherjarlausnin er e.t.v. fólgin í hinni stöðugu leit þar sem gagnrýnin hugsun er höfð að leiðarljósi, sem og stöðug ígrundun og einbeittur áhugi á að búa börnum og unglingum og raunar nemendum á öllum aldri – þá bestu menntun sem völ er á hverju sinni.“ Framsækið þróunarstarf FG fellst á samkomulagið með tilteknum breytingum STOFNÞING SÁS SENDA FRÁ SÉR YFIRLÝSINGU

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.