Skólavarðan - 01.02.2006, Page 11

Skólavarðan - 01.02.2006, Page 11
SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 6. ÁRG. 2006 Námið var alltaf ótrúlega spennandi. Kannski vegna þess að ég var þetta gamall. Allt vakti áhuga minn. Þeir sem ekki þekkja til átta sig e.t.v. ekki á því að þarna er maður staddur í 100 þúsund manna bæ og nemendur háskólans eru kannski 40 þúsund. Sem nemandi, sama í hvaða deild, hefur maður líka aðgang að öðrum deildum: tugum ef ekki hundruðum tónlistarnámskeiða á hverri önn, bókasafninu, námskeiðum í öðrum deildum háskólans, tónleikum, fyrirlestrum og uppákomum af öllu mögulegu tagi og yfirleitt öllu sem svona menntasamfélag hefur upp á að bjóða og hvergi er að finna annars staðar. Ég sat kúrsa í sálar- fræði, heimspeki, bókmenntafræði, kvik- myndafræði og hverju því sem mér fannst áhugavert. Ekki skipti endilega máli hvort viðkomandi námskeið var hluti af minni námsbraut, ef ég hafði áhuga á því sem fjallað var um. Ég áttaði mig fljótlega á svolítilli pólitík sem fólst í því að ef ég hafði lánasjóðinn góðan, það er svo lengi sem ég skilaði góðum einkunnum og plönum um framvindu námsins, þá gat ég sótt þann fróðleik og þá menntun sem mér hugnaðist. Til að byrja með var ég fyrst og fremst bara þakklátur fyrir að vera á þess- um dásamlega stað og einbeitti mér að því að fóta mig, því auðvitað var námið fyrst í stað afskaplega krefjandi. Plönin voru framan af ekki önnur en að klára annirnar. Þegar ég hafði lokið meistaranámi urðu svolítil tímamót því talsverð brekka var að leggja í doktorinn. Einn möguleiki var að klára tilskilin námskeið, fara heim og vinna lokaverkefni þar. Það leist mér ekki á. Við ákváðum að setja undir okkur hausinn og klára dæmið. Ég sé ekki eftir því. Ég þekki mörg dæmi um fólk sem lent hefur á kafi í vinnu með lokaritgerð á bakinu og hefur þurft að vinna nætur og helgar með fullri vinnu til að ljúka. Ég fékk strax hlutastarf við heimkomuna og enn og aftur var Anna Magnúsdóttir að verki. Hún hafði sagt Stefáni Edelstein frá mér og hann hringdi og bauð mér kennslu. Úti hafði ég lært raftónlist og kenndi hana hjá Stefáni í Tónmenntaskólanum. Smátt og smátt var ég svo kominn í fulla vinnu við kennslu, við Tónmenntaskólann, tónmenntakennaradeild Tónlistarskóla Reykjavíkur og við minn gamla skóla, Tón- skóla Sigursveins.“ Vefur og fyrirtæki verða til Það hafði alltaf verið grunnt á tölvu- og tækniáhuga hjá Jóni Hrólfi og í desember árið 1994 uppgötvaði hann að hægt var að setja upp vefi án þess að kunna tölvuforritun. „Þá bjó ég til músík.is“, segir hann. „Hugmyndin var og er einfaldlega sú að safna á einn stað vísunum í vefsíður um allt sem varðar íslenska tónlist. Ísland hefur þá sérstöðu að vera lítið en tæknivætt samfélag og tónlistarlífið í landinu er ungt. Ég sá fyrir mér að við gætum náð utan um það nánast allt.“ Jón Hrólfur sinnti vefnum einn fyrstu árin en laust eftir miðjan tíunda áratuginn kynntist hann dr. Bjarka Sveinbjörnssyni sem nú starfar sem tónlistarstjóri Ríkisútvarpsins. Bjarki hafði lært tónvísindi (musicology) í Álaborg og átti fjölbreyttan feril í tónlist að baki. Tónvísindi eru nokkurs konar sagnfræði tónlistarinnar og Bjarki var með svipaðar hugmyndir og Jón Hrólfur um að miðla upplýsingum um íslenska tónlist og tónlistararf á Netinu. „Hann var með verkefni í gangi sem gekk út á að birta myndir af tónlistarhandritum og við vorum samstíga í þeirri hugsun að hægt væri að ná utan um þetta og ef til vill gengi betur að sækja fé til vinnunnar ef við leiddum saman hesta okkar. Við fórum að mjaka þessu áfram og stofnuðum fyrirtækið Músík og saga árið 2000. Burðarverkefni þess eru annars vegar músík.is og hins vegar Ísmús sem Bjarki hafði fengið hugmyndina að árið 1994, en það er rannsóknartæki sem ætlað er að auðvelda almenningi og vísindamönnum aðgengi að íslenskum músík- og menningararfi.“ Í Ísmús eru þrír gagnagrunnar og sá fjórði er í bígerð: Handrit og prent sem inniheldur myndir af nótnahandritum allt frá 12. öld og nótnabókum frá upphafi prentiðnaðar á Íslandi, í öðru lagi Hljóðrit sem heldur utan um elstu varðveittar hljóðritanir á Íslandi og er ómetanleg heimild um flutningshætti og söngmáta fyrr á tímum og í þriðja lagi Munnleg geymd sem veitir aðgang að þjóðfræðahljóðritunum Árnastofnunar sem safnað var á síðari hluta 20. aldar, alls um 2000 klst. Þá er unnið hörðum höndum að því að fullgera fjórða gagna- grunninn sem er þjóðlagasafn sr. Bjarna Þorsteinssonar. „Að þessu viðbættu eru mörg fleiri verkefni framundan,“ segir Jón Hrólfur, „svo sem Tónlistarsaga Reykja- víkur sem Baldur Andrésson skráði um miðja síðustu öld og er til í handriti.“ Bitnar á tónlistarnemendum Svo sem áður er nefnt sinnir Jón Hrólfur nú ýmsum verkefnum fyrir Félag tónlistar- skólakennara í fæðingarorlofi formanns- ins, Sigrúnar Grendal. Varaformaðurinn, Árni Sigurbjarnason, glímir við kjaramálin og erlent samstarf en Jón Hrólfur er meira í málefnum sem snúa að faglegu hliðinni, situr til dæmis í Tónlistarráði, samstarfsnefnd tónlistarfræðslunnar og fleiri nefndum auk þess að vera formaður skólamálanefndar félagsins. Að sögn Jóns Hrólfs er ekkert áhlaupaverk að leysa Sigrúnu af: „Sigrún er margra manna maki. Við Árni eigum fullt í fangi með þetta,“ segir hann og hlær. „En það er margt að gerast í félaginu. Ef við byrjum á faglegu málunum þá má nefna vinnu skólamálanefndar en hún er að skoða yngri barna kennsluna um þessar mundir og fyrirhuguð er ráðstefna um þau mál. Einnig erum við að ræða fullorðinsfræðslu. Á báðum þessum sviðum tel ég að tónlistarskólarnir eigi sóknarfæri. Það er skýrt í lögum að tónlistarfræðslan er á framfæri sveitarfélaganna, þau eru hins vegar með hártoganir sem ekki sér fyrir endann á, þar er trúlega einhver taktík í gangi sem menn mér fróðari geta betur skýrt. Hvernig sem það er þá bitnar þetta á tónlistarnemum og það er mikið fagnaðarefni að þeir skuli vera búnir að stofna með sér hagsmunasamtök. Ekki er vanþörf á. Ef fram fer sem horfir varðandi mál tónlistarskólanna stöndum við frammi fyrir grundvallarbreytingu. Eins og er finnst mér fólk ekki átta sig á hvað er að gerast. Sveitarfélögin tóku á sínum tíma við rekstri tónlistarskóla. Þá var fullyrt að þau myndu standa að þessari starfsemi með sóma. Sveitarfélögin, sérstaklega Reykjavík, hafa verið ósátt við að bera kostnað af tónlistarnámi á framhaldsstigi og verið í viðræðum um málið við ríkið. Lítið virðist ganga og nú finnst mér sveitarfélögin, aftur með Reykjavíkur- borg í fararbroddi, beita tónlistarnema TÓNLIST OG MENNTUN

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.