Skólavarðan - 01.02.2006, Page 27
SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 6. ÁRG. 2006
Inngangur
Auraráð er námsefni sem hentar í
þjóðfélagsfræði, móðurmáli, tölvu og
upplýsingatækni, heimilisfræði, lífsleikni
og stærðfræði. Það er ætlað til kennslu
fyrir nemendur í eldri bekkjum grunnskóla
eða í framhaldsskóla. Auraráð skiptist
í vinnuhefti og kennsluleiðbeiningar
á vef Námsgagnastofnunar. Markmið
bókarinnar er að skapa tengingu við lífið
utan skólans og þau verkefni sem bíða
nemandans með auknum þroska og aldri.
Höfundur
Auður Pálsdóttir er deildarstjóri í mati á
skólastarfi í Árbæjarskóla í Reykjavík.
Hún lauk B.Sc prófi í landafræði frá HÍ
1991, B.Ed. prófi frá KHÍ 1993 og M.Ed
prófi frá University of Aberdeen í Skotlandi
1996.
Hugmyndafræði
Nálgunin er þrautalausnir og unnið á sama
hátt og í Einingu og Geisla. Að baki býr
sama hugmyndafræði, notuð eru svipuð
hugtök svo að það ætti að vera tiltölulega
auðvelt fyrir nemendahóp sem nýtt hefur
þessar bækur að leysa verkefnin. Hljóðbók
með efninu er ekki fáanleg.
Námsefnið
Bókin skiptist í 20 verkefni sem fjalla um
laun og launatengd gjöld, bankaviðskipti
og almennan rekstur einstaklings, heimilis
og bíls. Uppsetning er einföld, hvert verk-
efni er ein opna. Öðrum megin er textinn
en hinum megin pláss fyrir úrlausnir. Ýmis
hugtök er nauðsynlegt að útskýra fyrir
nemendum. Kennurum er þó í sjálfsvald sett
hvaða hugtök þeir kjósa að draga fram.
Útlit bókarinnar er hannað með það
fyrir augum að nemendum finnist þeir vera
með bók ætlaða fullvöxnum unglingum en
ekki börnum. Það má segja að markmiðið
með útliti bókarinnar hitti í mark, en
kannski er markið sett fullhátt. Þegar við
undirritaðar fengum 12 nemendur í 7., 9.
bekk og nemendur á framhaldsskólastigi
til að prófa efnið sögðu átta þeirra að
þetta væri fullorðinsbók og því of erfið.
Þessi umsögn var óháð því hve auðvelt
nemendur áttu með að leysa verkefnin.
Bókin byggist á því að nemendur hafi
aðgang að nettengdum tölvum. Í kennslu-
leiðbeiningum og námsefninu sjálfu eru
gefnar upp vefslóðir sem nauðsynlegar
eru til að leysa verkefnin. Vefslóðirnar
tengjast samtökum og ríkisfyrirtækjum
en ekki ákveðnum bönkum eða öðrum
fyrirtækjum.
Kennsluleiðbeiningar
Kennsluleiðbeiningunum, sem eru birtar á
vef, má skipta í tvennt. Fyrri hluti fjallar um
for Differentiating Schools & Classrooms
og gaf út árið 2000. Þessi bók er
sérstaklega skrifuð fyrir stjórnendur og
hefur að geyma handhægar lýsingar á
því hvernig stjórnendur eða leiðtogar
í skólamálum geta stýrt breytingaferli
sem miðar að því að taka upp ein-
staklingsmiðaða kennsluhætti og að
hverju þeir þurfa sérstaklega að hyggja.
Fjallað er um þær grunnhugmyndir sem
liggja að baki þeirri hugmyndafræði
sem kynnt er í bókinni. Þótt bókin sé
skrifuð fyrir stjórnendur eða leiðtoga
í skólamálum þá á hún fullt erindi til
kennara. Tomlinson fjallar sem fyrr um
að allir nemendur séu ólíkir og komi í
skólann með afar ólíkan bakgrunn og
námsgetu en þótt þeir séu ólíkir þá sé
betra að sinna ólíkum þörfum þeirra í
hópnum innan um hina fremur en að
taka einstaka nemendur út. Þar sem
engin ein leið virki á alla nemendur
þurfi fjölbreyttar leiðir til að mæta
þörfum allra nemenda.
• Meðal nýjustu bóka Tomlinson er Fulfill-
ing the Promise of the Differentiated
Classroom (2003) en þar leggur
höfundur áherslu á að góð kennsla
hefjist á góðum samskiptum nemenda
og kennara. Til þess að gera nemendur
virka í eigin námi verða kennarar að
gera sér grein fyrir því að það er ekki
síður mikilvægt hvernig þeir kenna
en hvað þeir kenna. Í bókinni rifjar
Tomlinson upp fyrri áherslur sínar um
hvernig farsælir kennarar útfæra þrjá
meginþætti einstaklingsmiðunar, þ.e.
þarfir nemenda, viðbrögð kennara,
notkun námsefnis og kennsluaðferða til
að mæta einstaklingsþörfum.
Fyrir þá sem vilja kynna sér kenningar
Carol Ann Tomlinson er bent á yfirlit
yfir bækur hennar og greinar á slóðinni
oldusel.is/skolamat en þar er meðal
annars að finna þýðingu okkar á þriðjungi
bókarinnar Leadership for Differentiating
Schools & Classrooms sem gerð var með
leyfi útgáfufyrirtækis Tomlinson. Í þeim
hluta bókarinnar sem við þýddum er að
finna kjarnann í kenningum hennar. Einnig
má finna efni um Tomlinson á vef Ingvars
Sigurgeirssonar prófessors við KHÍ.
Kennarar og annað áhugafólk um
skólaþróun og skapandi og fjölbreytta
kennsluhætti er hvatt til að láta þessa
heimsókn Carol Ann Tomlinson ekki fram
hjá sér fara. Auk þess að flytja erindi á
fyrrnefndri ráðstefnu mun Tomlinson
halda fyrirlestur í Kennaraháskóla Íslands
fimmtudaginn 2. mars.
Sif Vígþórsdóttir
skólastjóri Norðlingaskóla
Valdimar Helgason
aðstoðarskólastjóri Ölduselsskóla
Carol Ann Tomlinson
27
NÁMSEFNI - RITDÓMUR
GUÐBJÖRG RAGNARSDÓTTIR OG MARGRÉT SNÆBJÖRNSDÓTTIR
Auraráð. Vinnuhefti um fjármál.
Höfundur: Auður Pálsdóttir
Myndir: Jean Posocco
Auraráð. Vinnuhefti um fjármál
Ritstjórn: Aldís Yngvadóttir
og Ellen Klara Eyjólfsdóttir
Námsgagnastofnun
Reykjavík 2005
40 blaðsíðna hefti
12 blaðsíðna kennsluleiðbeiningar
á vef fylgja efninu á slóðinni
http://www.nams.is/aurarad/aurarad_klb.pdf
Guðbjörg og Margrét
SKÓLAÞRÓUN
Lj
ós
m
yn
di
r
fr
á
hö
fu
nd
um