Skólavarðan - 01.08.2007, Blaðsíða 20

Skólavarðan - 01.08.2007, Blaðsíða 20
20 NÁMSGÖGN SKÓLAVARÐAN 5.TBL. 7. ÁRG. 2007 „Við fengum strax þessa sterku framtíðarsýn og því bara gerðum við þetta,“ segja þær Anna Guðrún Júlíusdóttir og Sigríður Ólafsdóttir höfundar Námsgagnavefsins Kötlu. Aðalnámsefnið á vefnum er „Ég vil læra íslensku“ en það er ætlað ungum byrjendum í íslenskunámi sem eru nýfluttir til landsins. Gagnvirkur hluti vefsins er ókeypis og öllum aðgengilegur í heilt ár. Slóðin er netskoli.is/Katla Óhætt er að mæla með Kötlu, vefurinn og námsefnið hafa verið í þróun í fjögur ár og unnin af miklum hugsjónamóði, yfirgripsmikilli þekkingu og reynslu tungumálakennaranna tveggja, sem báðar hafa stýrt móttökudeild í grunn- skóla. Skólar geta keypt áskrift að námsvefnum í heild á kr. 60 þúsund fyrir tíu nemendur og fleiri og hlutfallslega minna fyrir færri nemendur, einnig geta fámennir skólar samið sérstaklega. Gagnvirka námsefnið er e.k. beinagrind eða útdráttur sem unninn út frá því námsefninu á Kötluvefnum og höfundar leggja eindregið til að skólar fái aðgang að vefnum í heild sinni. Katla er ekki einvörðungu námsgagna- vefur heldur er þar að finna fjölbreytt úrval greina og annars fróðleiks um tungumálakennslu auk verkefna, tengla í orðalista og þýðingarvélar og fjölda upplýsinga um hvernig hægt er að tengja námið öðrum fögum, dægurmálum og fleiru. Á vefnum er fjölbreytt efni sem tengist ungum innflytjendum á Íslandi. Grunnnámsefnið á vefnum fyrir byrjendur er „Ég vil læra íslensku“ sem samanstendur af 15 þemaheftum með um 1000 orðum og þjálfunaræfingum á gagnvirku formi úr orðaforða þemaheftanna. Ísland er örþjóð og aðferðir markast af aðstæðum „Ýmsar aðferðir og leiðir hafa verið nefndar til sögunnar sem hinar bestu til að kenna erlendum grunnskólanemendum á Íslandi,“ segir á vefnum. „Aðferðir hafa verið sóttar til útlanda. Ísland er hinsvegar örþjóð og það er mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að viðurkenna sérstöðu okkar sem smáþjóðar og líta um leið gagnrýnum augum á það sem okkur er sagt að sé besta leiðin. Aðferðir hljóta að markast af aðstæðum og menningu á hverjum stað í hverju landi og hérlendis ekki síst af sérstöðu íslensks beygingarkerfis. Dr. Hilda Hernandez, sérfræðingur í kennslu annars tungumáls, segir að innflytjendur séu nemendur á jaðri skólakerfisins og að leita þurfi metnaðar- fullra og framsækinna leiða til að kenna þeim. Til þess að finna góðar kennsluaðferðir sem duga fyrir nemendur í tiltekinni kennslustofu verða kennarar að nota aðferðir á gagnrýninn hátt. Þótt rannsóknir gefi til kynna hvaða aðferðir séu árangursríkar segja þær ekki alltaf til um hvað gagnast hverjum, hvenær og við hvaða aðstæður. Við eigum að geta valið úr fjölda aðferða með gagnrýnum hætti og þurfum að vera óþreytandi að leita metnaðarfullra leiða.“ KATLA ER VEFUR MEÐ FRÆÐSLU - OG KENNSLUEFNI BYGGT Á ÞEKKINGU, REYNSLU OG RANNSÓKNUM Samstarf við Netskólann og Íslenskuskólann.is Námsefnið á Kötlu er annars vegar á pdf formi til útprentunar og hins vegar gagnvirkt til frekari þjálfunar. Allt efni á vefnum er unnið af þeim Önnu Guðrúnu og Sigríði. Námið á gagnvirka vefnum er hlítarnám, þ.e. nemandi þarf að hafa náð lágmarksárangri til að færa sig yfir í næsta þema. Kerfið er árangursmiðað þannig að nemendur frá umbun fyrir árangur. Kennarar geta fylgst með námi nemenda sinna í kerfinu og nemendur geta farið á sínum hraða yfir námsefnið. Orðin sem birtast á gagnvirka vefnum hafa alltaf mynd með sér og einnig enska þýðingu orðsins, Námsgagnavefurinn Katla: Ég vil læra íslensku Anna Guðrún Júlíusdóttir og Sigríður Ólafsdóttir

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.