Skólavarðan - 01.08.2007, Blaðsíða 7

Skólavarðan - 01.08.2007, Blaðsíða 7
7 SKÓLAVARÐAN 5.TBL. 7. ÁRG. 2007 Hjá Félagi tónlistarskólakennara er undirbúningur vetrarstarfsins hafinn og framundan eru þrjú svæðisþing, á Bifröst 31. ágúst, á Akureyri 14. september og í Reykjavík 21. september. Að sögn Sigrúnar Grendal formanns FT má gera ráð fyrir innihaldsríkum þingum enda margt markvert til umfjöllunar. Þar á meðal er kynning á svokölluðum Vegvísi fyrir listfræðslu en hann er niðurstaða heimsráðstefnu um listfræðslu sem fram fór í Lissabon 6. til 9. mars 2006. Vegvísirinn er gefinn út af UNESCO, byggist á samþykktum ráðstefnunnar og í honum eru könnuð og kynnt þau tækifæri sem felast í listfræðslu til að mæta hugmyndum og kröfum um mikilvægi sköpunarkrafts og menningar á 21. öld. Á svæðisþingum verður einnig sagt frá tónlistarkennslu í Minnesota og fjallað um aðalnámskrá tónlistarskóla og endurskoðun hennar, en þess má geta að á haustmisseri er væntanleg þýðing á almennum hluta aðalnámskrár yfir á ensku. Allt að 15-20% félagsmanna FT eru með annað móðurmál en íslensku. Þá verður einnig farið yfir fyrirkomulag og undirbúning vegna miðprófs í tónfræðagreinum á vegum prófanefndar tónlistarskóla, en fyrir liggur að fyrstu próf fari fram vorið 2008. Hver skóli hefur skilað miklum árangri Sigrún segir íslenska tónlistarskóla standa traustum fótum í menningu landsins og hafa í gegnum tíðina valdið straumhvörfum í listmenntun einstaklinga og þar með gríðarlegu framlagi til íslenskrar tónlistarsögu. „Ég tel stöðu tónlistarskóla í landinu vera mjög góða að mörgu leyti. Þeir eru starfræktir um allt land og hafa mikilvægu og margþættu hlutverki að gegna. Hver skóli hefur skilað miklum árangri á sinn hátt í sínu samfélagi en einnig sem hluti af heildarkerfi tónlistarskóla,“ segir Sigrún. Fyrsti formlegi tónlistarskólinn á landinu var stofnaður árið 1911 af Jónasi Tómassyni á Ísafirði og starfaði hann til ársins 1918, Tónlistarskólinn í Reykjavík hóf starfsemi sína árið 1930 en flestir af eldri skólum landsins voru stofnaðir á árunum 1946-1952. „Á þeim tæplega hundrað árum sem liðin eru frá því að fyrsti formlegi tónlistarskólinn á landinu var stofnaður,„ segir Sigrún, „hefur tónlistarfræðsla þróast frá fábreytni til fjölbreytileika og er nú nauðsynlegur hluti af menntakerfi og menningu hvers samfélags. Tónlistarkennarar eru stoltir en við höfum ekki fullnýtt auðlindina tónlist og tónlistarfræðsla, segir Sigrún Grendal formaður Félags tónlistarskólakennara Við viljum að tryggt sé með lögum að í öllum sveitar- félögum verði starfandi tónlistarskóli eða að íbúum sveitarfélags skuli tryggður aðgangur að tónlistarskóla með öðrum hætti. Íslenskir tónlistarskólar fyrirmynd annarra þjóða að mörgu leyti ÍSLENSK MENNTUN, MENNTASTEFNA OG -FRAMKVÆMD 3.GREIN Lj ó a m y n d ir : k e g

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.