Skólavarðan - 01.05.2008, Page 10
10
þING Kí
SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 8. ÁRG. 2008
Fjórða þing Kennarasambands Íslands var
haldið 9. - 11. apríl sl. undir yfirskriftinni
Kennaralaun og skólastarf í innlendu og
alþjóðlegu samhengi. Með skömmum fyrir-
vara fékkst staðfest að Thulas Waltermade
Nxesi, forseti Alþjóðasambands kennara,
myndi sækja þingið heim og ávarpa það.
Annar aðalfyrirlesari þingsins var Þorvaldur
Gylfason. Þingið var með nokkuð öðru sniði
en vanalega og kom þar tvennt til. Að tillögu
Elnu Katrínar Jónsdóttur varaformanns KÍ
var að þessu sinni ekki lögð áhersla á eitt
þema heldur röðuðu þingfulltrúar sér niður
á nokkrar málstofur og fjallað var um eitt
viðamikið málefni í hverri. Viðfangsefni
málstofanna voru eftirfarandi:
• Áhrif þenslu/samdráttar á kjör kennara
og skólastarf almennt.
• Hlutverk skóla sem uppeldisstofnunar í
samfélaginu.
• Ný lög, nýr skóli? Málstofa um
menntafrumvörpin.
• PISA og hvað svo?
• Kennarasamband framtíðarinnar.
Hlutverk/þjónusta stéttarfélaga.
• Líðan kennara og agaleysi í samfélaginu.
Í öðru lagi var farin sú leið, að tillögu Hann-
esar K. Þorsteinssonar skrifstofustjóra KÍ,
að raða ekki í salinn eftir félögum eins og
gert hefur verið hingað til og hvetja með
þeim hætti til þess að fólk setti sig niður
í sal þvert á skólastig og aðildarfélög.
Hvorttveggja málstofur og sætaskipan
mæltist mjög vel fyrir og þótti koma vel
út. Þá þótti ávarp Thulasar mjög gott og
fyrirlestur Þorvaldar í senn innihalds- og
áhrifaríkur. Auk þeirra ávarpaði Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra
þingið og var sömuleiðis gerður góður rómur
að máli hennar. Þrír erlendir félagar komu á
þingið auk Thulasar; þau Lillemor Darinder
framkvæmdastjóri NLS, Magnus Tausen
formaður Færeyja Lærarafélags og Per Hell-
ström stjórnarmaður í Lärarförbundet í
Svíþjóð.
Þingið var haldið á Grand hóteli og sett
þann 9. apríl klukkan 14:30. Í setningarávarpi
sínu sagði Eiríkur Jónsson formaður KÍ
meðal annars: „Starf kennara er og hefur
verið samofið lífi íslensku þjóðarinnar um
áraraðir og áhrif kennara í samfélaginu hafa
vissulega verið mikil. Kennsla hefur í áranna
rás verið hugsjónastarf og er það að vissu
leyti enn. Það hefur sannarlega oft verið
erfitt að feta einstigið milli hugsjónarinnar
og baráttunnar fyrir því að geta lifað af
starfinu. Þannig hafa kennarar til dæmis
margoft þurft að grípa til aðgerða til að
vekja athygli á starfskjörum sínum Því miður
hefur árangurinn ekki alltaf verið í samræmi
við væntingar en gleymum því ekki að margt
hefur þó áunnist í baráttunni. Okkur hættir
oft og tíðum til að horfa um of á það neikvæða
en láta hið jákvæða fram hjá okkur fara án
þess að taka eftir því. Hver viðhorfskönnunin
á fætur annarri staðfestir að kennarar
njóta mikillar virðingar í þjóðfélaginu og
eru oftast meðal þeirra stétta sem eru í
þremur efstu sætum í slíkum könnunum.
Þá er einnig athyglisvert að í niðurstöðum
könnunar sem birtust ekki alls fyrir löngu
voru kennarar sú stétt sem flestir vildu að
kæmist til meiri áhrifa í þjóðfélaginu. Þessu
hefur ekki verið haldið mikið á lofti og þar
hefðum við eflaust getað gert betur. Þegar
ég nota heitið kennari í erindi þessu á ég
við kennara, skólastjórnendur og ráðgjafa
eða með öðrum orðum félagsmenn í
Kennarasambandi Íslands. Hvers getur
ein stétt óskað sér frekar en að njóta hvað
Kennaralaun og skólastarf í innlendu
og alþjóðlegu samhengi
mests trausts samborgara sinna og vera í
þeirri stöðu að fólk vilji kalla hana til frekari
áhrifa í samfélaginu? Þetta tvennt er afar
mikilvægt fyrir stéttina og ber sannarlega
að meta mikils. Óskandi væri hins vegar
að sú stétt sem hvað lakast kemur út úr
könnunum af þessu tagi, þ.e.a.s. þingmenn,
tækju meira mark á þessum niðurstöðum
og virtu þær með gjörðum sínum. Það getur
oft verið átakanlegt að horfa upp á átök
milli fagmennsku kennara og sjálfstæðis
skóla annars vegar og hins vegar hugsjóna
stjórnmálamannsins sem telur sig vita best
hvað skólastarfi sé fyrir bestu. Því miður
höfum við stundum þurft að horfa upp á
átök um skipulag skólastarfs milli kennara
og þeirra sem bera pólitíska ábyrgð á
skólastarfinu. Satt best að segja reynist það
sjaldan farsælt að þvinga skóla til að hverfa
frá vel rökstuddri skólastefnu til þess eins
að uppfylla væntingar stjórnmálamannsins.
Mér finnst kominn tími til þess að stjórn-
málamenn virði sérfræðiþekkingu kennara
að fullu og treysti þeim fyrir þeim málaflokki
sem þeir eru færastir um að sinna. “Ávarp
Eiríks í heild er á www.ki.is og hann kemur
inn á marga áhugaverða þætti, það er óhætt
að mæla með því við lesendur að bera sig
eftir ávarpinu.
keg
Satt best að segja reynist það
sjaldan farsælt að þvinga skóla
til að hverfa frá vel rökstuddri
skólastefnu til þess eins að
uppfylla væntingar stjórnmála-
mannsins.