Skólavarðan - 01.05.2008, Page 16
16
þING Kí
SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 8. ÁRG. 2008
Menntamálaráðherra segir kennara verð-
skulda betri sess og stöðu í þjóðfélaginu
Menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir, ávarpaði þing Kennarasam-
bands Íslands og sagði í upphafi að kennarar
beindu nú eðlilega sjónum sínum í auknu
mæli að kennaralaunum og skólastarfi.
Ráðherra sagði undanfarin ár hafa verið
annasöm í ráðuneyti mennta, menningar og
vísinda. Á öllum þessum sviðum hafi verið
lögð áhersla á stefnumörkun og skipulags-
legar endurbætur. Þessi vinna tengdist
eðlilega breytingum sem orðið hafa á sam-
félaginu og munu verða á komandi árum.
Á sviði menntamála hafi markvisst verið
unnið að nýrri menntastefnu og endur-
skoðun skólakerfisins í takt við örar sam-
félagsbreytingar. Stefnt er að fjölþættari
tækifærum til menntunar, samfellu í skóla-
starfi og auknum sveigjanleika í mennta-
kerfinu.
Kennarasamband Íslands hafi eðli máls-
ins samkvæmt ætíð tekið virkan þátt í
umræðu um menntastefnu og undanfarin
misseri lagst á árar með ráðuneytinu í
umbótavinnunni við nýskipan skólakerfisins.
Undirritað hafi verið tímamótasamkomulag
við Kennarasambandið um skólastarf og
skólaumbætur, sk. tíu skref til sóknar. Með
samkomulaginu hafi Kennarasambandið
og ráðuneytið ákveðið að vinna saman að
betra skólakerfi með heildarendurskoðun á
námi og breyttri námsskipan skólastiganna.
Menntamálaráðherra sagðist þakka stjórn
Kennarasambands samstarfið þó stundum
hafi það verið stormasamt. Hún sagði
Skólavörðuna vera barómeter á samstarfið
og vitnaði í lestur nýlegs tölublaðs þar
sem hún varð hissa og glöð yfir að vera
kölluð Þorgerður „okkar“! „Meginmarkmið
endurskoðunarinnar“, sagði Þorgerður enn
fremur um tíu skrefa samkomulagið og
vinnu í kjölfar þess, „er fyrst og fremst að
móta löggjöf sem styrkir menntun á öllum
skólastigum með velferð allra barna og
nemenda að leiðarljósi.“ Með frumvörpunum
sé leitast við að auka samfellu milli
skólastiga, festa í sessi sveigjanleika milli
og innan þeirra og að skólakerfið mæti
breytilegum þörfum ólíkra einstaklinga.
Lokamarkmiðið sé heildstæðara skólakerfi
- betri skóli - betri menntun. Nú er í fyrsta
skipti lögð fram frumvörp á Alþingi um öll
skólastigin, að undanskildu háskólastiginu
þar sem búið er við nýlega löggjöf. Hinar nýju
áherslur í menntastefnu hafi verið kynntar á
sérstöku vefsvæði á vef ráðuneytisins. Þar er
lögð áhersla á samfellu í námi og sveigjan-
leika milli skólastiga. Horft er á skólakerfið
sem eina heild frá upphafi leikskóla til
loka framhaldsskóla, og til tengsla við
háskólastigið. Ráðherra fjallaði um öll skóla-
stigin í ávarpi sínu auk þess að víkja að
kennaramenntun og listfræðslu. Í lok
ávarps síns sagði Þorgerður Katrín meðal
annars að ábyrgð kennara væri mikil og
þeir verðskulduðu sess og stöðu í sam-
félaginu sem þeir hefðu ekki alltaf notið.
„Það er forsenda fyrir farsælu skólastarfi að
kennarar séu sáttir við stöðu sína og þá á ég
ekki við kjaramálin ein. Þau eru hins vegar
órjúfanlegur hluti af þessari heildarmynd og
þess að við fáum áfram hæfa og dugmikla
kennara til starfa. Ég ætla líka að leyfa mér
að vera bjartsýn og tjá þá trú mína að það sé
aukinn skilningur á mikilvægi skóla-starfsins
og að það sé jafnframt vaxandi skilningur í
samfélaginu á því að umgjörð, aðbúnaður
og viðurgjörningur allra sem starfa innan
skólans þurfi að endurspegla það mat,“
sagði menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir á þingi Kennarasambandsins.
Sveitarfélögin vilja lyfta kennslunni á hærri
stall
Þórður Skúlason, framkvæmdastjóri Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga flutti ávarp
fyrir hönd Halldórs Halldórssonar formanns
SÍS á 4. þingi Kennarasambands Íslands, en
Halldór var veðurtepptur á Ísafirði. Í ávarpinu
sagði Þórður að unnið væri að sameiginlegri
framtíðarsýn sveitarfélaga landsins í skóla-
málum, og tilgangurinn væri ekki síst sá
að lyfta kennslunni í landinu á enn hærri
stall. Þórður sagðist ánægður með að þessi
málaflokkur hefði að undanförnu fengið auki
vægi hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Hann hvatti til þess að horft væri til fram-
tíðar með öflugra skólastarf að leiðarljósi.
Tæpum þremur vikum eftir að ávarpið var
flutt undirrituðu grunnskólakennarar og
skólastjórar kjarasamninga sem að margra
mati staðfestir það sem Þórður sagði um
vilja sveitarfélaga.
Aldarafmæli kennaramenntunar
Svanhildur Kaaber, fyrrverandi formaður
og nú starfsmaður Kennaháskólans, sagði
það nú vera sameiginlegt verkefni Kenn-
araháskóla Íslands og Kennarasambands
Íslands að minnast þess að öld væri senn
liðin síðan kennaramenntun hófst í landinu.
Á sínum tíma var þrjátíu þúsund krónum
varið til að byggja fyrsta kennaraskólann við
Laufásveg sem nú hýsir skrifstofur Kenn-
arasambandsins. 7. júní nk. verður samfelld
dagskrá í Borgarleikhúsinu þar sem þessar
merku tímamóta verður minnst og þar verða
útnefndir fjórir heiðursdoktorar. „Alúð við
fólk og fræði – metnaður og framsýni er
mikilvægur þáttur í starfi kennara,“ sagði
Svanhildur Kaaber.
Þessi fluttu ávörp og fyrirlestra á þinginu:
• Eiríkur Jónsson, formaður KÍ
• Lillemor Darinder, framkvæmdarstjóri NLS
• Svanhildur Kaaber, formaður
afmælisnefndar KHÍ - KÍ
• Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,
menntamálaráðherra
• Þorvaldur Gylfason, prófessor
• Þórður Skúlason, framkvæmdarstjóri SÍS
fyrir hönd Halldórs Halldórssonar
formanns SÍS
• Ögmundur Jónasson, formaður BSRB
Ávarp menntamálaráðherra og meira efni af
þinginu er á www.ki.is
Kennarar verðskulda
betri sess og stöðu í
þjóðfélaginu