Skólavarðan - 01.05.2008, Qupperneq 20
20
SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 8. ÁRG. 2008
Óskað er eftir leikskólakennurum sem eru tilbúnir að taka þátt í metnaðarfullu, fjölbreyttu og
skemmtilegu leikskólastarfi í nýjum og gömlum leikskólum.
Kópavogsbær hefur samþykkt viðamiklar aðgerðir í tengslum við bókanir í kjarasamningi um
TV einingar og álagsgreiðslur, eldri kennara ofl.
Þá hefur skipulagsdögum verið fjölgað í 5-6 á ári.
Upplýsingar gefur leikskólafulltrúi, Sesselja Hauksdóttir, leikskólaráðgjafar, Gerður
Guðmundsdóttir og Sigríður Síta Pétursdóttir í síma 570-1600 eða sesselja@kopavogur.is;
gerdur@kopavogur.is;sita@kopavogur.is
Kynnið ykkur leikskóla Kópavogs á heimasíðu Kópavogs www.kopavogur.is þar sem jafnframt
er hægt að sækja um stöðurnar í gegnum job.is.
Reykjavík, gerðu á sama efni (2005). Anna
Þóra ræddi um hvernig kennurum líður í
skólastofunni, eru þeir undir of miklu álagi,
segja þeir of sjaldan NEI? Hvað er til ráða?
Hvað getur Kennarasambandið gert? Hún
nefndi m.a. að mikilvægt væri að KÍ kæmi
á framfæri upplýsingum út í samfélagið um
það sem vel væri gert í skólastarfinu.
Edda talaði um breytt starfsumhverfi
skóla, breyttar kröfur til skólanna sem
gerði nauðsynlegt að skilgreina hlutverk
skólanna vel og þátt/hlutverk kennaranna í
skólastarfinu. Mikilvægt að skólar axli ábyrgð
á þessu vegna mikilla breytinga á sam-
félagsmunstrinu. Mörgum kennurum líði
ekki vel í starfi vegna þess að þeir upplifa
bæði áhrifaleysi og mikla ábyrgð í senn,
börnin lenda síðan í tómarúmi við þessar
aðstæður. Kennarar verði að hafa meira vald.
Styðja þarf kennara til að vera fagmenn, efla
fagvitund stéttarinnar, fagmennsku, ekki að
láta aðra segja sér hvernig hlutirnir eru eða
eigi að vera.
Edda spurði: Hvað geta kennarar og
skólastjórnendur gert? Hún sagði mikilvægt
að forgangsraða verkefnum, að kennarar
hafi svigrúm til að “skoða sig sjálfa”, efla
fagmennsku og leiðtogahæfni sína.
Mikilvægt að geta rökstutt ákvarðanir.
Góður starfsandi og skólamenning skiptir
miklu máli, einnig að vinna með foreldrum.
Kennarar ekki að afsala fagmennsku og
sjálfstæði til annarra. Varðandi þátt KÍ þá
nefndi Edda atriði eins og að efla símenntun,
starfsþróun, að kennarar hafi rödd og séu
sýnilegir í samfélaginu og umræðunni.
Miklar umræður voru í málstofunni og komust
mun færri að en vildu. Lesið umræður á
málstofum á www.ki.is
Aðrar málstofur á þinginu:
3. málstofa - menntafrumvörp
I. Hverju breyta ný lög fyrir skólastarf í
leikskólum, grunnskólum og framhalds-
skólum?
Málshefjendur: Anna María Gunnarsdóttir
framhaldsskólakennari, Einar Már Sigurðs-
son alþingismaður.
II. Uppfyllir kennaramenntunarfumvarpið
kröfur framtíðarinnar?
Málshefjendur: Elna Katrín Jónsdóttir
varaformaður KÍ, Ingvar Sigurgeirsson
prófessor KHÍ, Kolbrún Halldórsdóttir
alþingismaður.
4. málstofa – PISA
PISA og hvað svo?
Málshefjendur: Guðlaug Erla Gunnarsdóttir
aðstoðarskólastjóri, Almar M. Halldórsson
verkefnisstjóri Pisa á Íslandi.
5. málstofa - starfsumhverfið,
stéttarfélagið
Kennarasamband framtíðarinnar – hlutverk
/þjónusta stéttarfélaga
a. Skipulag/uppbygging /þjónusta
b. Hvar eiga áherslur KÍ að liggja á næstu
árum?
Málshefjendur: Hannes Þorsteinsson skrif-
stofustjóri KÍ, Þorgerður Diðriksdóttir for-
maður Kennarafélags Reykjavíkur (KFR),
Hugrún Sigmundsdóttir formaður 6. svæða-
deildar FL (Norðurland eystra).
þING Kí