Skólavarðan - 01.05.2008, Page 30

Skólavarðan - 01.05.2008, Page 30
30 SMIÐSHöGGIÐ SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 8. ÁRG. 2008 nýja landnema. Þarna komi fyrir helstu atriði stjórnarskrárinnar ásamt viðbótum en textinn umorðaður. Ég mæli með allir noti sama textann en kafi dýpra í hann og ræði hann nánar eftir því sem við á. Með slíkri fræðslu stuðlar hið opinbera að því að þegnarnir hefji sig upp á nauðsynlegt plan í umræðu um réttlátt og betra samfélag. Um leið mætast allir íbúar samfélagsins í sam- eiginlegum skilningi á grunnundirstöðum þroskaðs lýðræðisríkis. Þessi ákvæði mætti birta á veggspjöldum og póstkortum, ekki ósvipað átaki um geðrækt sem mér þótti mjög vel heppnað. Hér á eftir fer tillaga mín um hvernig svona útgáfa gæti litið út. Hér eru atriði sem vísa í réttindi og skyldur og nánast tekin beint úr stjórnarskránni, einnig atriði sem eru mikið til umræðu og eru túlkuð á mjög ólíkan hátt í augnablikinu og atriði sem vísa til samfélags framtíðarinnar. Að mínu mati er lágmark að fólk þekki helstu ákvæði um mannréttindi en um leið hversu langt þau ná og hvar réttur annarra tekur við sem og samfélagslegar skyldur. Um leið er það von mín að fólk hafi hugsjónir og hugmyndir um hvernig heilbrigt og réttlátt samfélag geti þróast til framtíðar. Ég gæti Íslands og Ísland gætir mín -hér vil ég búa Á Íslandi... - erum við frjáls og megum tjá skoðanir okkar eftir eigin sannfæringu. En við hugsum um það sem við megum gera um leið og við hugsum um hvað er rétt að gera - gilda ekki lög, reglur og réttindi frá öðrum löndum nema þau sem eru al- þjóðleg og viðurkennd eins og grund- vallarmannréttindi - mega allir búa sem það vilja en eiga að kynna sér réttindi, reglur, skyldur og ábyrgð þess að búa í samfélagi með öðrum - eru allir húðlitir jafngildir - skiptir kyn ekki máli - er ofbeldi bannað með líkamsmeið- ingum, orðum eða öðrum hætti - er trú einkamál en enginn hefur rétt á að neyða upp á aðra skoðunum sem stangast á við grundvallarmannréttindi - eiga allir rétt á húsnæði, peningum fyrir nauðsynjum og hjálp þegar þeir geta ekki hjálpað sér sjálfir - eiga allir rétt á góðri menntun og heil- brigðisþjónustu - verndum við og hjálpum þeim sem þess þurfa, t.d. eldri borgurum, börnum, sjúkum og fötluðum - gætum við og verndum börnin - virðum við náttúru, sögu og menningu okkar en einnig annarra þjóða - tölum við íslensku. Við reynum að kenna íslensku þeim sem vilja læra hana svo þeir geti tekið þátt í samfélaginu - reynum við að vera góðir við aðra - viljum við búa og gera þjóðfélagið betra - eiga allir að kynna sér stjórnarskrána og gera sitt til að fara eftir grundvallar- markmiðum hennar - viljum við að öllum líði sem best Gunnar Freyr Valdimarsson Höfundur er kennari í Hjallaskóla í Kópavogi og kennir íslensku sem annað tungumál. Tökum við umsóknum núna Kynntu þér námið á www.hr.is Kennslufræði – og lýðheilsudeild Háskólans í Reykjavík býður 25 kennurum í stærðfræði á grunnskólastigi á námskeið 5. – 8. ágúst. Kennt verður frá kl. 9 – 13. Á námskeiðinu verður fjallað um kennslufræði stærðfræðinnar, nemendamiðað nám, snjallræði í stærðfræðikennslu og mikilvægi fjölbreyttra kennsluhátta. Kennari á námskeiðinu er Lasse Savola en hann er að ljúka doktorsritgerð nú í vor þar sem hann ber saman stærðfræði- kennslu í Finnlandi og á Íslandi. Kennt er á ensku. Skráning er hjá Ólöfu Kristínu Sívertsen olofsiv@ru.is fyrir 20 maí. Við val á þátttakendum verður notuð reglan fyrstur kemur fyrstur fær en þó þannig að þátttakendur komi allstaðar að af landinu. VILTU VERÐA ENN BETRI STÆRÐFRÆÐIKENNARI? Okkur vantar nýtt, sameiginlegt upphaf, óháð því hvaðan við komum og hvernig við skilgreinum okkur. Umræða um fjölmenningarlega sambúð er flókin og hana þarf að einfalda. Leikreglur í samfélögum eiga að vera einfaldar, skýrar og sanngjarnar. Um þær á að ríkja sátt.

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.