Skólavarðan - 01.10.2001, Page 5

Skólavarðan - 01.10.2001, Page 5
Ef sú verður raunin að til verkfalls komi er það í fyrsta skipti sem tónlistarkennarar grípa til verkfallsvopnsins í baráttu fyrir hærri launum. Þeir krefjast þess að laun þeirra verði hækkuð í samræmi við laun framhaldsskólakennara. Samningaviðræður hafa nú staðið í rúmt ár án nokkurs árang- urs. Öðrum kennurum sem samið hafa á undanförnum misserum hefur verið boðin allt að 25 prósent launahækkun. Mikill ein- hugur og samstaða eru meðal tónlistar- kennara og varð söguleg þátttaka í kosn- ingum um verkfallsboðun, 90 prósent félagsmanna tóku þátt og 98 af hundraði sögðu já. Púlsinn tekinn Skólavarðan skrapp í kaffi í hina stór- glæsilegu tónlistarskóla í nágrannasveitar- félögunum Hafnarfirði og Garðabæ. Á kaffistofunni í Garðabæ voru þau Björn Davíð Kristjánsson þverflautukennari, Hjörleifur Valsson fiðlukennari og aðstoð- arskólastjóri, Edward Frederiksen sem kennir á blásturshljóðfæri, Sigrún Ragnars- dóttir, Sigríður Freyja Ingimarsdóttir, Kol- brún Ósk Óskarsdóttir og Sigríður Ása Ó- lafsdóttir sem allar kenna á píanó. Í Hafn- arfirði hittum við fyrir þau Helga Bragason yfirkennara og Valgerði Andrésdóttur sem kennir á píanó. Öll eru þau sammála um að samstaða meðal tónlistarkennara sé mikil en segjast ekki mjög bjartsýn á að deilan leysist fyrir boðað verkfall og segja að menn séu til- búnir til að láta reyna á verkfall til að fá leiðréttingu launa. Tónlistarkennarar hafi um árabil verið seinþreyttir til vandræða og beðið eftir því að fá leiðréttingu en nú sé langlundargeðið á þrotum og fólki nóg boðið. „Við erum virkilega vonsvikin yfir því hvernig málin hafa þróast og okkur finnst í raun gert lítið úr okkur. Yfirvöld stæra sig af blómlegu tónlistarlífi út á við en þegar kemur að því að borga tónlistarkennurum mannsæmandi laun þá stoppar allt. Það vill enginn fara í verkfall en nú er okkur er alveg nóg boðið, fram til þessa höfum við verið sundurleitur hópur en núna eru vilji okkar og samstaða eindreg- in,“ segja þau. „Við höfum ekki verið mikill þrýstihópur en verkfall okkar kemur til með að hafa mikil áhrif á nemendur sem stunda nám við tónlistarskóla. Foreldrar eru meðvitaðir um það og margir hverjir hafa lýst yfir áhyggj- um af framhaldinu, við eigum allan þeirra stuðning,“ halda þau áfram. Margar spurningar vakna hjá foreldrum. Hvað með skólagjöldin, fást þau endur- greidd? Slík ákvörðun er á valdi þeirra sveitarfélaga sem í hlut eiga og líklega verða engar ákvarðanir teknar um endur- greiðslu fyrr en að væntanlegu verkfalli loknu. BA próf meðalmenntun tónlistar- kennara „Fyrir um það bil sjö árum voru tónlist- arkennarar með sambærileg laun og grunn- skólakennarar og þar áður voru laun þeirra hærri. Kennsluskylda tónlistarkennara er meiri en hjá grunnskólakennurum og með einsetningu grunnskóla breyttist vinnutím- inn og kennsla fer að mestu fram síðla dags og fram á kvöld. Oftar en ekki eru nem- endatónleikar utan vinnutíma þar sem tón- listarkennari fær ekki borgað fyrir vinnu sína og það á við um fleiri tónleika sem nemendur og kennarar standa að. Oftar en ekki fáum við bara þétt handtak og klapp á bakið en allir aðrir sem koma að tónleikun- um, svo sem tæknimenn og skipuleggjend- ur, fá borgað,“ segir Helgi. Tónlistarkennarar eru yfirleitt mjög vel menntaðir en hátt í 80 prósent þeirra eru með þriggja til fjögurra ára framhalds- menntun. „Maður getur ekki ákveðið að loknu stúdentsprófi að verða tónlistarkennari og hafa aldrei spilað né lært á hljóðfæri. Tón- listarskólakennarar hafa lært á hljóðfæri frá unga aldri og hafa því langa menntun að baki. Flestir hafa fram til þessa farið utan í framhaldsnám, það kostar mikla peninga svo að margir tónlistarkennarar eru með þung námslán á bakinu,“ segja Helgi og Valgerður og undir það taka kollegar þeirra í Tónlistarskólanum í Garðabæ. „Sérmenntun okkar er mjög mikil, við Viðtö l 6 Þegar þessi grein er skrifuð eru um það bil 620 tónlistarkennarar að und- irbúa sig fyrir verkfall sem hefst mánudaginn 22. október, semjist ekki fyrir þann tíma. Þann dag verður tón- listarskólum lokað og engin starf- semi fer þar fram fyrr en verkfall leys- ist. Ekki er heimilt að endurskipu- leggja starfsemi skólanna í verkfalli þótt til þess hafi verið boðað. Tónlistarkennarar á leið í verkfall Okkur er hreinlega nóg boðið „Tónlistarskólar líta á alla nemendur sína sem undrabörn og vilja veg þeirra sem mestan, því höfum við að sjálfsögðu áhyggjur af þeim ef til verkfalls kemur. Það eru fötluð börn hér við tón- listarskólann í Hafnar- firði og þau og fjöl- skyldur þeirra eiga eftir að finna mikið fyrir verkfallinu þar sem tón- listarkennsla er stór þáttur í þjálfun barn- anna og fastur punktur sem þau eiga erfitt með að vera án.“ Helgi Bragason og Valgerður Andrésdóttir

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.