Skólavarðan - 01.10.2001, Síða 8
„Já, það var gaman að fá þessa viður-
kenningu og nú erum við að leita okkur að
hillu til að setja Múrbrjótinn á!“ segir Auð-
ur. „Aðdragandinn er sá að Kristín Frið-
riksdóttir hafði lengi haft áhuga á að vinna
í leikskóla og sótti um starf fyrir um það bil
ári,“ segir Auður. „Við veltum ekk-
ert sérstaklega fyrir okkur að hún
er heyrnarlaus, réðum hana bara
eins og hvern annan starfsmann, en
raunin varð sú að hún hefur hleypt
af stokkunum mjög góðu starfi sem
er mikilvæg viðbót við það sem
þegar fór fram í leikskólanum.“
Ásamt með Láru Vigfúsdóttur, sem einnig
er heyrnarlaus, kennir Kristín táknmál í
öllum fjórum deildum leikskólans við mikl-
ar vinsældir nemenda. „Börnin eru mjög á-
hugasöm og fljót að læra, voru til dæmis
enga stund að læra að hætta að nota rödd-
ina þegar þau tala við heyrnarlausa,“ segir
Auður. „Einnig má geta þess að táknmálið
fellur mjög vel að þeirri venju, sem lengi
hefur ríkt innan skólans, að setja upp
myndir af öllu mögulegu; fólkinu í leik-
skólanum, hlutum sem eru notaðir daglega,
fæðutegundum og fleiru, til að hvetja börn-
in í málþroska. Nú er svo komið að tákn
fylgja öllum myndum á tveimur deildum
og verða fljótlega með öllum myndum á
hinum deildunum tveimur.“ Samvinna
fólks sem talar ólík mál er sífellt að aukast á
öllum sviðum samfélagsins. Reynslan af
Sólhlíð sýnir svo að ekki verður um villst
að tveir málaheimar geta auðveldlega mæst
- og haft gagn og gaman af - ef vilji er fyrir
hendi.
keg
Heyrnar laus ir starfsmenn
Í leikskólanum Sólhlíð í Reykjavík
starfa þrír heyrnarlausir starfsmenn.
Nýverið fékk leikskólinn viðurkenn-
ingu frá Félagi heyrnarlausra, verk
sem kallast Múrbrjóturinn, fyrir að
stuðla að fordómaleysi í garð heyrn-
arskertra og heyrnarlausra. Skóla-
varðan hafði samband við leikskól-
ann og varð Auður Kristinsdóttir að-
stoðarleikskólastjóri fyrir svörum.
Leikskólinn Sólhlíð fær Múrbrjótinn
9
Nýlegar rannsóknir renna stoðum undir það að börn séu að tapa hæfileikanum til
að leika sér almennilega vegna þess að þeim er gefið allt of mikið dót. Börn sem eiga
mikið af leikföngum leika sér minna en þau sem eiga lítið, sérstaklega virðist þetta
eiga við um börn yngri en fimm ára. Þetta kemur fram í rannsóknum Claire Lerner en
hún vinnur hjá fyrirtæki sem er styrkt af bandarísku ríkisstjórninni til að reka leikskóla
sem starfa eftir tiltekinni hugmyndafræði. „Þetta getur verið yfirþyrmandi fyrir börn
og leitt til þess að þau geta ekki einbeitt sér nægjanlega lengi að einhverju einu til
þess að læra eitthvað af því,“ segir Lerner meðal annars.
Breskar rannsóknir, þar sem sjónum er beint að börnum sem eiga fremur fá leik-
föng en foreldra sem verja talsverðum tíma til leika, umræðna og söngs með þeim,
styðja þessar niðurstöður. Þessi börn fara gjarnan fram úr jafnöldrum sínum í
þroska, líka börnum efnaðra foreldra sem hafa til að mynda aðgang að tölvum.
Kathy Silva er prófessor í uppeldissálarfræði við Oxford háskóla. Hún rannsakaði
3000 börn á aldrinum þriggja til fimm ára og segir meðal annars: „Það er mjög flókið
samhengi á milli framfara barna, hvernig leikföng þau eiga og hve miklum tíma for-
eldrarnir verja með þeim. Börn sem eiga mikið magn af leikföngum eiga erfitt með
að einbeita sér og hvorki læra né leika sér vel fyrir vikið.“
Michael Malone er prófessor í menntun ungra barna við háskólann í Cincinnati.
Rannsóknir hans sýna að mikilvægt er að hafa stjórn á aðgangi barna að leikföngum.
„Meira er ekki endilega betra,“ segir hann. „Þetta er goðsögn sem þarf að útrýma úr
vestrænni úthverfamenningu. Færri leikföng leiða til meiri samvinnu barna á milli og
minni einleiks.“
Unnið upp úr frétt í Sunday Times.
Meira dót - minni leikur
Rannsóknir Auður Helga Kristinsdóttir og Kristín Friðriksdóttir
með verðlaunagripin