Skólavarðan - 01.10.2001, Qupperneq 12

Skólavarðan - 01.10.2001, Qupperneq 12
Forgangsverkefni Á haustönn 2000 var haldið tveggja daga námskeið fyrir kennara. Þar voru kynntar ýmsar aðferðir í kennslu sem falla undir samvinnunám. Kennarar gerðu kennslu- áætlanir þar sem áhersla var lögð á sam- vinnunám, bæði í námslegum og félagsleg- um þáttum. Í samvinnunámi gilda vissar reglur sem nemendur læra að tileinka sér og vinna eftir. Mikilvægt er að þeir séu virkir í starfi, hjálpi hver öðrum og læri að vinna í pörum eða hópum. Þeir eru hvattir til að sýna hver öðrum virðingu og kurteisi. Kennarar í sama árgangi hittu ráðgjafana reglulega og fengu stuðning og endurgjöf. Í fyrstu var framvindan hæg eins og búast mátti við. Sérgreinakennarar áttu erfiðara með að fóta sig í upphafi en náðu sér vel á strik. Sýn skólans og skólanámskrárgerð Samhliða þessari vinnu var haldið áfram að vinna að skólanámskrá skólans. Verð- mætasta vinnan lá í að móta sýn hans. Skólanámskráin á að byggja á sýn sem allir hafa að leiðarljósi í skólastarfinu. Hún á að vera nokkurs konar rauður þráður sem bindur skólanámskrána saman. Í Hofsstaðaskóla viljum við hafa hlýlegt umhverfi og glaðlegt viðmót. Við virðum rétt allra til að tjá skoðanir sínar og viljum að þær séu virtar. Við stuðlum að því að nemendur læri að vinna á sjálfstæðan og gagnrýninn hátt í síbreytilegu þjóðfélagi. Við berum ábyrgð, höfum trú hvert á öðru og því sem við gerum. Á myndinni má sjá gildin fimm: Virðing, vellíðan, viska, vinnusemi og verkmennt. Unnið var út frá þessum gildum, þ.e. að setja markmið og finna leiðir. Hver er árangurinn? Árangur AGNs verður ekki að fullu met- inn við lok þessa tveggja ára verkefnis. Enda mun starfsfólk vinna áfram úr þeim fróðleik sem miðlað hefur verið. Á þessum tveimur árum hafa þeir öðlast reynslu sem á eftir að skila sér í markvissari vinnu- brögðum og hæfara starfsfólki. Árangurinn hefur m.a. komið fram í aukinni faglegri umræðu. Kennarar líta frekar á sig sem sér- fræðinga nú en við upphaf verkefnisins. Þeir hafa fengið tækifæri til að kynnast hver öðrum á annan hátt og hafa tekist á við nýja kennsluaðferð. Stórum áfanga var náð þegar sýn skólans var lögð fram og samþykkt. Allir kennarar komu að þeirri vinnu. Það að allir eigi hlutdeild í verkinu eflir samvirkni og ýtir undir að allir stefni að sama marki. Þróunarstarf kostar töluverða vinnu en almennt voru kennarar sáttir við AGN og telja að það hafi haft jákvæð áhrif á störf þeirra. Nemendur virtust einnig almennt vera ánægðir með að meiri áhersla var lögð á samvinnunám. Þeim fannst skemmtilegt að fá tækifæri til að vinna með öðrum og telja sig geta lært mikið af því. Framtíðarsýn Þróunarstarf er viðvarandi þáttur í starfi allra stofnana í nútímasamfélagi. AGN- vinnan var upphaf að löngu þroskaferli og vonandi eiga þær vinnuaðferðir, sem við höfum lært, eftir að festast í sessi og nýtast vel hér eftir sem hingað til. Elísabet Benónýsdóttir Guðrún Pálsdóttir Þróunarstarf í Hofsstaðaskóla 13

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.