Franskir dagar - 01.07.2016, Síða 2
2
Bestu þakkir fá:
Árgangur 1966
Berglind Agnarsdóttir
Björn Jónsson
Bragi Bergþórsson
Erlingur Jóhannesson
Gígja Sólveig Guðjónsdóttir
Guðrún Gunnarsd. Michelsen
Guðrún Íris Valsdóttir
Grétar Helgi Geirsson
Helena Stefánsdóttir
Ingunn Þráinsdóttir
Jóhanna Kristín Hauksdóttir
Jónína Óskarsdóttir
María Óskarsdóttir
Óskar Andri
Óskar Þór Guðmundsson
Serge Lambert
Sindri Már Smárason
Sólveig Eiríksdóttir
Sólveig Þorleifsdóttir
Vilborg Björnsdóttir
Vilborg Eiríksdóttir
Vilborg Elísdóttir
Vilborg Friðriksdóttir
Vilberg Marinó Jónasson
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
Þórunn Guðmundsdóttir
og síðast en ekki síst þeir sem gera
Fáskrúðsfjörð snyrtilegri ár frá ári
og allir þeir sem lagt hafa hönd á plóg
við undirbúning Franskra daga frá
upphaf i.
Blaðið og eldri blöð má nálgast á
timarit.is undir Franskir dagar
Blað Franskra daga, 14. árgangur 2016
Útgefandi: Franskir dagar
Ritstjóri: Albert Eiríksson, albert.eiriksson@gmail.com
Umbrot og prentun: Héraðsprent
Forsíðumynd: Hafdís, hinn nýi og glæsilegi björgunarbátur Björgunar-
sveitarinnar Geisla og hluti sjóflokks sveitarinnar. Frá vinstri: Ólafur
Atli Sigurðsson, Hörður Árnason, Sigurður Jón Ragnarsson og Hans
Óli Rafnsson. Í stýrishúsinu sést glitta í Óskar Þór Guðmundsson.
Mynd: Jóhanna Kr. Hauksdóttir, júní 2016.
SECURITAS / FJARÐANET
BÍLAFELL FELLABÆ / MANNVIT
ÞÖKKUM EFTIRTÖLDUM AÐILUM
STUÐNINGINN VIÐ FRANSKA DAGA
Frá vinstri: Oddrún Ósk Pálsdóttir, Katrín Lea Hjálmarsdóttir, María Ósk Óskarsdóttir, Bjarnheiður
Helga Pálsdóttir, Elsa Guðjónsdóttir og Eva Ösp Örnólfsdóttir. Á myndina vantar Guðbjörgu
Steinsdóttur, Elvu Rán Grétarsdóttur, Maríu Björk Stefánsdóttur og Arnfríði Hafþórsdóttur.
Mynd: Steinn B. Jónasson.
Kveðja ritstjóra
Margir þekkja hve sjálfboðaliðastarf getur verið gef-
andi. Bæjarhátíðir í minni sveitarfélögum ganga vel
vegna þess að fólk leggur þeim lið á fjölbreyttan
hátt. Við Fáskrúðsfirðingar getum svo sannarlega
verið stolt af okkar Frönsku dögum sem hafa vaxið
og dafnað í tvo áratugi. Á þeim tíma hefur bærinn
tekið stakkaskiptum. Í aðdraganda Franskra daga
brettir fólk upp ermar, tekur hressilega til og fegrar,
svo eftir er tekið langt út fyrir fjórðunginn.
Engum er hollt að sitja lengi og telja sig ómissandi.
Allt hefur sinn tíma og maður kemur í manns stað.
Þetta er níunda og síðasta blaðið sem ég ritstýri. Það
hefur verið gefandi að taka þátt í að skrásetja söguna.
Allir hafa verið boðnir og búnir að skrifa greinar,
veita viðtöl, lesa yfir og deila myndum og minn-
ingum. Margt smátt gerir eitt stórt. Um leið og ég
þakka öllum sem aðstoðað hafa við blaðið, óska ég
gestum ánægjulegra Franskra daga og hátíðinni alls
hins besta um komandi ár.
Með þakklæti sjálfboðaliðans í hjarta geng ég nú til
annarra verka og þakka fyrir mig.
Albert Eiríksson
Kveðja frá
undirbúningshópnum
Ágætu Fáskrúðsfirðingar og gestir, velkomnir á Franska daga 2016.
Í ár höldum við okkar 21. Frönsku daga á Fáskrúðsfirði til að minnast
veru franskra sjómanna á Íslandsmiðum og eins og undanfarin ár er von
á góðum gestum í heimsókn í fjörðinn fagra.
Að undirbúningi hátíðarinnar í ár hefur staðið samhentur hópur sjálfboða-
liða og verður þeirra framlag til hátíðarinnar seint fullþakkað því í þessum
málum gerist ekkert að sjálfu sér.
Hátíðin verður fjölbreytt að venju og byggð upp með svipuðu sniði og verið
hefur um árabil. Margir dagskrárliðir hafa unnið sér fastan sess og er það
vel, en mest er þó um vert að heimamenn og gestir geti fundið eitthvað
við sitt hæfi og skemmt sér saman því maður er jú manns gaman. Með
von um að þú, lesandi góður, sem og allir aðrir gestir njóti hátíðarinnar.
Góða skemmtun.
Fyrir hönd undirbúningshóps Franskra daga, María Óskarsdóttir.
Franskir dagar Les jours français