Franskir dagar - 01.07.2016, Side 4
4
Franskir dagar Les jours français
Fyrir 80 árum síðan, þann 14. september 1936,
héldu hjónin Páll Þorsteinsson (1863 -1959) og
Elínborg Stefánsdóttir (1867 - 1951) veglega
veislu í Tungu, Fáskrúðsfirði. Tilefnið var gull-
brúðkaupsafmæli þeirra. Vilhjálmur Hjálmars-
son segir svo frá: „Það var fagurt veður í Fljóts-
dal sunnudaginn 14. september 1886, kyrrt og
hlýtt. Séra Sigurður Gunnarsson á
Valþjófsstað messaði heima þann
dag, í Valþjófsstaðakirkju. Við
guðþjónustuna voru gefin saman
í hjónaband Páll Þorsteinsson frá
Víðivallagerði og Elínborg Stef-
ánsdóttir þá til heimilis á Eskifirði.
Veisla var haldin í Víðivallagerði.
Þegar kirkjufólkið reið inn yfir dal
og vötn til veislunnar var lognið
svo dátt að prestfrúin reið með
skautfaldinn á höfði sér.“
Páll og Elínborg byrjuðu búskap í
Víðilæk í Skriðdal, en fluttu eftir
fjögur ár að Þingmúla þar sem þau
bjuggu í sjö ár. Vorið 1898 fluttu
þau hjónin svo að Tungu og bjuggu
þar til vorsins 1925, að Gunnar
sonur þeirra tók við búinu.
Þegar Páll og Elínborg fluttu að Tungu var jörðin
í mikilli niðurníðslu, hús voru öll í hinu versta
ástandi og flest að falli komin. Þrjár torfbað-
stofur voru á jörðinni, því þríbýli hafði verið þar
áður, og þurfti að nota þær allar, enda var margt
í heimili. Kom það sér vel að þau hjónin voru
dugnaðarforkar og á örfáum árum var búið að
byggja upp öll bæjarhús, slétta og girða túnið og
leiða vatn um langan veg í bæ og fjós. Þau hjón
voru rómuð fyrir framfarir bæði í menningar-
málum og búskap. Páll var hreppstjóri í 27 ár og
gegndi ýmsum trúnaðarstörfum og Elínborg var
annáluð fyrir tóvinnu.
Elínborg og Páll eignuðust fjórtán börn en tvær
dætur dóu í æsku. Til viðbótar við þennan barna-
hóp tóku þau að sér fjögur systurbörn Páls. Þau
voru hjúasæl og var oft margt vinnufólk hjá þeim.
Það orð fór af þeim hjónum að þau væru bæði
mjög gestrisin og er ekki að efa að þau hafi viljað
fagna gullbrúðkaupinu með sem flestum ætt-
ingjum og vinum. Árið 1936 voru börnin vaxin
úr grasi og dreifð um landið, en þau lögðu mikla
áherslu á að koma heim í Tungu af þessu tilefni.
Sigsteinn Pálsson segir svo frá:
„Þegar verið var að fala mig sem ráðsmann að
Reykjum í Mosfellssveit setti ég það skilyrði að
ég fengi frí hluta af september af því að foreldrar
mínir ættu þá gullbrúðkaup en þau giftu sig 14.
september 1886. Það var ekki algengt í þann
tíð að fólk ætti 50 ára hjúskaparafmæli, það var
jafnfátítt eins og að menn yrðu hundrað ára. Þó
varð nú langafi minn, Jón Pálsson, hundrað ára,
fæddur 1805 og dáinn 1905.
Það var haldin vegleg veisla í Tungu. Við mættum
þar öll systkinin og flestir af mágafólkinu og
barnabörnunum, sem búsett voru á Austurlandi,
ásamt fjölmörgu vinafólki. Sýslutjaldið var sett
upp, þar var matarveislan. Ræðuhöld voru ein-
hver en lítið um söng.
Nóttina eftir veisluna gerði voðaveður um land
allt. Þá nótt fórst „Pourquoi pas?“,
franska rannsóknarskipið, vestur
af Mýrum.“
(Úr viðtali sem Elínborg Stefáns-
dóttir og Þórdís Þorvaldsdóttir
tóku við Sigstein vorið 2003).
Sýslutjald þetta sem Sigsteinn
minnist á mun hafa verið keypt
fyrir Alþingishátíðina 1930. Ekki
eru margir á lífi sem mættu í þessa
veglegu veislu. Elínborg Gunnars-
dóttir bjó í Tungu á þessum tíma
með foreldrum sínum, Gunnari
Pálssyni og Önnu Vilhjálms-
dóttur. Elínborg var þriðja í röð-
inni af fimm systkinum. Hún var
tæplega 9 ára þegar þetta gerðist,
en man enn ýmislegt frá þessum
viðburði:
„Ég passaði Friðmar bróður minn þegar mamma
var að undirbúa veisluna. (Friðmar fæddist í maí
1935 og var því rúmlega ársgamall). Ég var með
gamla sálmabók og söng upp úr henni fyrir
barnið. Þegar ég kunni ekki lagið við sálminn
fór ég fram í eldhús og mamma söng lagið fyrir
mig. Þannig lærði ég heilmarga sálma.
Þegar fólkið var að koma heim í Tungu vorum við
krakkarnir alveg undrandi á fjöldanum. Ég gleymi
því aldrei að Sigsteinn frændi kom með orgel
(harmoníum) sem hann gaf okkur systkinunum
og þetta orgel var alltaf í Tungu. Veislan var
matarveisla og Unnur (Pálsdóttir) var búin að
Gullbrúðkaupið í Tungu 1936
Texti: Þórunn Guðmundsdóttir
Myndir: Úr einkasafni
Elínborg Stefánsdóttir (1867-1951). Páll Þorsteinsson (1863-1959).
Uppdekkuð borð í sýslutjaldinu fyrir veisluna miklu. Gamla íbúðarhúsið í Tungu.