Franskir dagar - 01.07.2016, Blaðsíða 10

Franskir dagar - 01.07.2016, Blaðsíða 10
Franskir dagar Les jours français 10 Upphafið 1966 Sunnudaginn 1. maí 1966 var haldinn stofn- fundur björgunarsveitar á Fáskrúðsfirði í fé- lagsheimilinu Skrúði, að atbeina félagskvenna í Slysavarnadeildinni Hafdísi á Fáskrúðsfirði sem höfðu undirbúið stofnun sveitarinnar í samráði við Friðrik Jóhannesson og Þórólf Friðgeirsson. Þeir höfðu verið í sambandi við Hannes Þ. Haf- stein, erindreka sem sá um þjálfun björgunar- sveita fyrir Slysavarnafélag Íslands og varð síðar framkvæmdastjóri þess. Á fundinn mættu 27 menn, þeir yngstu 18 ára og sá elsti 54 ára, sem tilbúnir voru að gerast stofnfé- lagar í björgunarsveit fyrir samfélagið. Þeir voru: Albert Kemp (29 ára), Baldvin Guðjónsson (31 árs), Björgvin Ottósson (29 ára), Egill Guðlaugsson (34 ára), Einar Jónsson (31 árs), Friðrik Jóhannesson (39 ára), Geir Helgason (33 ára), Guðlaugur Guðjónsson (51 árs), Guðni Kr. Sörensen (27 ára), Gunnþór Guðjónsson (42 ára), Hans Aðalsteinsson (30 ára), Jóhannes Jóhannesson (22 ára), Jóhannes Sigurðsson (23 ára), (Sigurður) Kristmann Aronsson (25 ára), Oddur Sigurðsson (44 ára), Ólafur Bergþórsson (30 ára), Ragnar Þ. Jónasson (54 ára), Reynir Guðjónsson (30 ára), Skafti Þóroddsson (43 ára), Skúli M. Óskarsson (18 ára), Sigurður Arnþórsson (23 ára), Sigurjón Hjálmarsson (23 ára), Þorleifur K. Kristmundsson (41 árs), Þórður Pálmason (21 árs), Þórormur Óskarsson (18 ára), Þórólfur Friðgeirsson (31 árs) Ægir Kristinsson (23 ára) Þórólfur stjórnaði þessum fundi og var rætt um tilgang björgunarsveitarinnar, þann búnað sem hún þyrfti að eiga og kunna á, auk þess sem upplýst var að Hannes Þ. Hafstein kæmi austur á Fáskrúðsfjörð síðar, til að fara betur yfir málin og kenna mönnum. Þá var ákveðið að hin nýstofnaða björgunarsveit yrði nefnd Björgunarsveit SVFÍ í Fáskrúðsfirði, og yrði ein af björgunarsveitum Slysavarnafélags Íslands. Einnig var kjörin stjórn fyrir björgunar- sveitina á þessum fundi og hana skipuðu Friðrik Jóhannesson, formaður, Einar Jónsson, gjaldkeri og Ólafur Bergþórsson, ritari. Fyrsti aðalfundurinn Þriðjudaginn 23. maí 1967 var síðan haldinn að- alfundur Björgunarsveitar SVFÍ í Fáskrúðsfirði, í félagsheimilinu Skrúði, þar sem stjórn Slysavarna- deildarinnar Hafdísar og fulltrúi Slysavarnafélags Íslands, Hannes Þ. Hafstein voru meðal annars viðstödd. Ólafur Bergþórsson setti þann fund og upplýsti um þá vinnu sem farið hafði fram við stofnun björgunarsveitarinnar með aðstoð Hannesar. Hannes tók til máls og lýsti ánægju sinni með hina nýju björgunarsveit og bauð hana velkomna í raðir Slysavarnafélags Íslands. Á fundinum voru svo ýmis mál rædd, meðal annars reglur fyrir björgunarsveitina, fjarskipta- mál, leitarskipulag og almennt hlutverk björg- unarsveita. Sigrún Sigurðardóttir, formaður Slysavarna- deildarinnar Hafdísar, rakti aðdragandann að stofnun björgunarsveitarinnar og óskaði henni farsældar í störfum sínum, auk þess sem hún færði björgunarsveitinni fjárstyrk að upphæð 20.000 kr. frá Slysavarnadeildinni Hafdísi. Fyrsta stjórn björgunarsveitarinnar var svo endur- kjörin á fundinum. Að sjálfsögðu buðu slysavarnadeildarkonur svo öllum fundargestum í kaffisamsæti, og eftir kaffið sýndi Hannes kvikmynd um ferðamennsku. Fyrstu árin var félögum í sveitina safnað með því að ganga í hús, og mönnum svo raðað í aðal- eða varasveit, auk þess sem styrktarfélögum var safnað. Búnaður var lítill sem enginn, en þó var þá orðinn til hópur og skipulag um hvernig bregðast skyldi við ef til dæmis einhvers yrði saknað og hefja þyrfti leit. Þó eignaðist björgunarsveitin snemma fluglínu- tæki, sem er búnaður til að bjarga mönnum úr strönduðum skipum og bátum, búnaður sem hefur bjargað lífi vel á þriðja þúsund íslenskra og erlendra sjómanna allt í kringum landið, fram á þennan dag. Margar björgunarsveitir höfðu orðið til í kringum þennan búnað fyrst og fremst. Fluglínutækin voru á upphafsárunum geymd í kjallaranum í Skrúði. Upphafsárin reyndust erfið, og fór svo að starfið lognaðist nánast útaf. Endurreisnin Árið 1970 flutti Bjarni Björnsson, þá 27 ára, á Fáskrúðsfjörð. Bjarni, sem Fáskrúðsfirðingar þekkja betur sem Bjarna á Ljósalandi, hafði aðeins verið í kringum slökkviliðið og lögreglu í Reykjavík, og þekkti því örlítið til þeirra starfa. Í kringum Bjarna myndaðist hópur næstu árin, sem hafði áhuga á því að koma upp sjúkrabifreið á Fáskrúðsfirði og mannskap til hjálpar. Þörfin var sannarlega fyrir hendi, bifreiðin sem ætluð var í þessi verkefni var eina lögreglubif- reiðin á staðnum, sem oftar en ekki var útæld og illa farin að innan eftir „góðar“ helgar, auk þess að vera stundum upptekin í öðrum lög- reglutengdum verkefnum. Þá var einungis einn lögreglumaður á staðnum, Geir Helgason, sem oftast stóð einn í útköllum og sjúkraflutningum. Einnig varð til hópur sem hélt við þekkingu á fluglínutækjunum, sótti þau í kjallara Skrúðs og fann þeim nýjan stað í slökkvistöðinni. Á haustmánuðum 1974 hélt svo hluti þessa hóps æfingu með fluglínutæki björgunarsveitarinnar og í framhaldinu kviknaði áhugi á því að endur- reisa björgunarsveitina. Úr varð að fundur var boðaður í félagsheimil- inu Skrúði þann 9. febrúar 1975 í Björgunar- sveit SVFÍ í Fáskrúðsfirði, þar sem endurreisn- arhópurinn kom saman, skipaði nýja stjórn, og byggði þann grunn sem björgunarsveitin stendur á í dag. Á þennan fund mættu: Albert Kemp, Baldvin Guðjónsson, Bjarni Björnsson, Björgvin Baldursson, Erlendur Jó- hannesson, Friðrik Jóhannesson, Geir Helga- son, Guðni Kristinsson, Helgi Guðlaugsson, Lars Gunnarsson, Óðinn Traustason, Reynir Jónsson, Stefán Albertsson, Sævar Sigurðsson og Þorsteinn Bjarnason. Í hópnum voru einnig eftirtaldir aðilar, þó þeir væru ekki á þessum fundi: Einar Stefánsson, Guðmundur Hallgrímsson, Hörður Garðarsson, Óskar Gunnarsson og Stefán Jónsson. Í stjórn voru kjörnir þeir Bjarni, Björgvin og Erlendur, og þeim falið að koma upp starfhæfri björgunarsveit svo fljótt sem verða mætti. Björgunarsveitarmenn, Slysavarnadeildarkonur og félagar í Fáskrúðsfjarðardeild Rauða kross Ís- lands tóku svo höndum saman um söfnun fyrir sjúkrabifreið. Myndarlegir styrkir fengust meðal annars frá Kaupfélagi Fáskrúðsfjarðar, sveitarfé- laginu Búðahreppi og Rauða krossi Íslands, sem setti það skilyrði fyrir sínum styrk að sjúkrabif- reiðin yrði eign og rekin af Fáskrúðsfjarðardeild Rauða krossins, sem varð úr. Texti: Grétar Helgi Geirsson Myndir: Ýmsir Björgunarsveitin Geisli 50 ára

x

Franskir dagar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.