Franskir dagar - 01.07.2016, Qupperneq 12

Franskir dagar - 01.07.2016, Qupperneq 12
Franskir dagar Les jours français 12 13 Báturinn var svo seldur í byrjun ársins 2016 til björgunarsveitarinnar Heimamanna í Reyk- hólahreppi. Í lok ársins 2015 rættist svo langþráður draumur sveitarinnar, þegar skrifað var undir smíðasamn- ing við skipasmíðastöðina Rafnar í Kópavogi á nýjum, lokuðum björgunarbát fyrir björgunar- sveitina. Báturinn er af gerðinni Leiftur 1100 SAR, og er 11 metra langur með tveimur 250 hestafla utanborðsvélum og ganghraða upp á rúmar 40 sjómílur og með byltingarkenndu skrokklagi. Nýi báturinn fékk einnig nafnið Hafdís, af sömu ástæðu og fyrri bátur. Hafdís er ákaflega vel búinn tækjum og öðrum búnaði og tók sjóflokkur björgunarsveitarinnar þátt í hönnun á ýmsu í bátnum. Björgunarsveitarbílarnir Björgunarsveitin Geisli hefur í raun ekki átt margar bifreiðar í gegnum þessi 50 ár og skýrist það einna helst af því að aldrei hefur verið farið í það að kaupa nýja bifreið, bara til að kaupa nýja bifreið. Notagildið hefur fyrst og fremst ráðið. Fyrsti bíllinn var UAZ 450, frambyggði rússa- jeppinn sem fyrr er minnst á, keyptur 1978, og var bíll þess tíma. Árið 1985 kom svo arftaki rússajeppans, Mercedes Benz Unimog, sem fluttur var inn frá Þýskalandi og hafði verið þar í þjónustu slökkviliðs. „Múkk- inn“ var kröftugt tæki, sem fór kannski ekki hratt yfir en var ansi öflugur og nýttist vel í störfum björgunarsveitarinnar þá. Árið 1991 flutti björgunarsveitin svo sjálf inn nýjan Ford Econoline 250 frá Bandaríkjunum, og var honum að öllu leyti breytt af félögum björgunarsveitarinnar. Árni Sigurður Jónsson átti stærstan hlut í því, hann sá um að hækka bílinn upp, setti undir hann framhásingu, millikassa og fleira og breytti bílnum fyrir 33“ dekk, sem þá þóttu bara býsna stór. Bíllinn tók 12 manns í sæti og var mjög auð- velt að taka úr honum sætin ef nota þyrfti hann í annað, til dæmis til að flytja liggjandi mann, sem kom fyrir, þegar vantaði auka sjúkrabíl. Bíllinn var mjög vel heppnaður og reyndist vel. Bíllinn var þó nokkuð þungur og komst ekki alltaf allt í miklum snjó, frekar en margir aðrir bílar á þessum tíma. Dekkin fóru svo stækkandi og jeppar urðu öflugri, fóru að komast lengra og notagildi Econoline fór minnkandi. Sumarið 1999 var Ford Econoline bifreiðin svo seld og keyptur var nýr Land Rover Defender 110, sem var breytt fyrir 38“ dekk. Land Rover- inn fékkst á góðu verði og var nokkuð vinsæll hjá mörgum björgunarsveitum á þessum tíma, þar sem hann þótti einnig mjög léttur. Áfram héldu svo dekk að stækka og Land Rover var farinn að sitja eftir og ekki gott fyrir sveitina að komast ekki til þeirra sem nú voru á öflugri bílum, en vantaði aðstoð. Land Rover var svo seldur árið 2007 og núverandi bifreið, Nissan Patrol keypt ný, og breytt fyrir 44“ dekk. Patrol-inn fékkst einnig á hag- kvæmu verði, þar sem sjö björg- unarsveitir tóku sig saman og létu bjóða í átta bíla, bæði bílana sjálfa og breytingarnar. Þessi bifreið dugir björgunarsveitinni ennþá vel í það sem henni er ætlað. Árið 2012 bætti björgunarsveitin svo við VW Transporter T5, árgerð 2005, til að spara meira Patrol og nota í þau verkefni sem ekki kalla á breytta jeppabifreið. Þessi bifreið var keypt notuð og hefur reynst sveitinni afskaplega vel, meðal annars við fólksflutninga og hafa slysavarnakonurnar einnig notið góðs af honum þegar þær hafa átt leið á fundi eða aðra viðburði. Húsakostur og búnaður Fyrstu árin var lítil þörf á húsnæði undir starfsemi björgunarsveitar- innar. Fluglínutækin fengust í upphafi geymd í kjallaranum á Skrúði og síðar í slökkvistöðinni, annar búnaður var lítill, og auðvelt að fá inni fyrir fundi meðal annars í slökkvistöðinni, í verkalýðshús- inu og Skrúði. Eftir endurreisnina og komu sjúkrabílsins, var sjúkrabílnum komið fyrir í tvöföldum bílskúr við Hafnargötu, sem stóð á milli Félagsgarðs og Læknishússins. Þar fékk björgunarsveitin svo inni með Zodiac slöngubátinn og eitthvað af sínum búnaði, auk þess sem björgunarsveitarbíllinn var oft geymdur við skúrinn. Hafdís (7677). Mynd: Jónína G. Óskarsdóttir. Hafdís (7750). Mynd: Grétar Helgi Geirsson. Ford Econoline E250, breytt í björgunarsveitarbíl að öllu leyti heima. Nissan Patrol, á 44" dekkjunum fyrir framan núverandi húsnæði björgunarsveitarinnar, að Grímseyri 9. Mynd: Grétar Helgi Geirsson. Land Rover Defender 110, var yfirleitt kallaður „Robbinn“. Bílskúrinn austan við Læknishúsið og við hann fyrsti björgunarsveitarbíllinn og fyrsti sjúkrabíllinn á Fáskrúðsfirði. Mynd: Bjarni Björnsson. Mercedes Benz Unimog („Múkkinn“) Ungi drengurinn á myndinni heitir Sölvi Kristinn Jónsson. Mynd: Bjarni Björnsson.

x

Franskir dagar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.