Franskir dagar - 01.07.2016, Page 14

Franskir dagar - 01.07.2016, Page 14
Franskir dagar Les jours français 14 Stofnað hefur verið áhugafélag um hvalstöð- ina á Fögrueyri í Fáskrúðsfirði. Meginmarkmið þess er að upplýsa áhugamenn um starfsemi og umsvif hvalstöðvarinnar á sínum tíma, auka aðgengi að upplýsingum og stuðla að varðveislu fornminja á Fögrueyri. Í bígerð er að láta teikna heildarmynd af hvalstöðinni en engin ljósmynd af stöðinni í heild sinni hefur varðveist heldur aðeins ljósmyndir af einstökum byggingum, því þyrfti töluvert að fylla í eyðurnar. Þessi yfirlits- mynd kæmi til með að prýða upplýsingaskilti við þjóðveginn fyrir ofan Fögrueyri með nánari upplýsingum um hvalstöðina. Áhugafélagið hefur einnig áhuga á því að fá forn- leifafræðing til að rannsaka Fögrueyri. Núna í apríl 2016 eru liðin 113 ár frá því að hinn þýski dr. Paul og norskir samstarfsmenn hans sigldu inn Fáskrúðsfjörð á gufuskipinu Vesta sem hlaðið var byggingarefni í heila hval- stöð. Tilgangurinn var að reisa fyrstu hvalstöð hins nýstofnaða félags: Germania Walfang und Fischindustrie. Fagraeyri í Fáskrúðsfirði hafði verið valin og tekin á leigu undir starfsemina og var þegar hafist handa við að reisa stöðina. Hvert húsið reis á fætur öðru: Ketilhús, verk- stæðishús og smiðja, spikbræðsluhús, kjötsuðuhús, gúanóverksmiðja, pressuketilshús, tveir íbúðar- braggar, geymsluhús fyrir bensín, geymsluhús fyrir lýsi, tvær lagerbyggingar, bakarí, bryggja með sporbrautum fyrir vagna, stórt flensiplan og síðast en ekki síst íbúðarhús veiðistjórans og fjölskyldu hans, en það var ávallt kallað Villan. Villan var eitt glæsilegasta húsið í firðinum og þó víðar væri leitað, timburhús á steyptum grunni sem má vel sjá ummerki um enn þann dag í dag á Fögrueyri. Undanfari alls þessa var áhugi þýskra stjórn- valda og fjárfesta á að standa að uppbyggingu hvalstöðvar á Íslandi. Megin tilgangur þeirra var að taka þátt í miklum uppgangi hvalveiða í norðurhöfum í kjölfar þess að Sven Foyn hafði fundið upp nýja aðferð við veiðar á reyðarhvölum. Norðmenn höfðu reist sínar hvalstöðvar hverja á fætur annarri á Austfjörðum og Vestfjörðum. Undir lok 19. aldar fékk hið þýska fyrirtæki Der Deutsche Seefischerei Verein, hér eftir nefnt DSV, það hlutverk að fylgjast með hvalveiðum í norðurhöfum og var verkefnið styrkt af þýska ríkinu. Á Bjarnarey, suður af Svalbarða, voru gerðar tilraunir við hvalvinnslu og voru sjö hvalir skornir, hráefnið var flutt þaðan í fiskimjölsverk- smiðju Pillau í Prússlandi þar sem það var unnið í tilraunaskyni. Stjórnarformaður DSV var dr. Walter Herwig en hann hafði mikinn áhuga á hvalveiðum og hvatti til þess að Þjóðverjar hæfu veiðar á hvölum í norðurhöfum. Í fiskimjölsverk- smiðjunni á Pillau starfaði söguhetjan okkar, Carl Maria Johannes Cornelius Paul, hann var efna- fræðingur og stjórnaði tilraunum með úrvinnslu á því hráefni sem borist hafði frá Bjarnarey. Það má að öllum líkindum ætla að hinn mikli áhugi sem Carl Paul fékk á hvalveiðum og vinnslu á hvölum hafi kviknað á þessum tímapunkti. Hann hóf fljótlega að kynna sér allt það sem að hvalveiðum laut og vinnslu hvala. Árið 1900 var Carl Paul sendur til Íslands til að kynna sér aðstæður fyrir hugsanlega hvalstöð. Hann dvaldi í hvalstöð- inni á Stekkeyri í He- steyrarfirði og þekkti til veiðistjóra stöðvar- innar. Á þessum tíma voru flest félög farin að huga að því að færa starfsemi sína til Austfjarða frá Vestfjörðum og þessi sjónarmið fékk Carl Paul beint í æð. Árið eftir kom Carl Paul aftur til Íslands og hélt áfram að kynna sér allt sem kom að hvalveiðum. 1902 lauk Carl Paul doktorsprófi og er eftir það ávallt nefndur dr. Paul. Þetta sama ár heimsótti dr. Paul Ísland í þriðja sinn og var nú eini tilgangurinn að finna heppilegan stað fyrir hvalstöð. Fagraeyri varð fyrir valinu og í ágúst var gerður leigusamn- ingur við eigendur Víkurgerðis um leigu Fögru- eyrar. Eftir þetta fóru hlutirnir að gerast hratt. Hið þýska hvalveiðifélag Germania Walfang und Fischindustrie AS, hér eftir nefnt GWFI, var stofnað í desember 1902. Þetta félag átti að reisa hvalstöð á Fögrueyri og hefja útgerð hvalveiði- báta árið eftir. Danskt dótturfélag var stofnað í kjölfarið sem var nefnt Island Hvalindustri A/S og var eini tilgangur þess að uppfylla kröfur sem dönsk stjórnvöld gerðu til erlendra manna sem hugðust hefja atvinnustarfsemi á Íslandi, því var það danska dótturfélagið sem átti hvalstöðina á pappírum. Dr. Paul skyldi verða veiðistjóri félags- ins og fljótlega eftir stofnun GWFI var gengið frá samningum við norska skipasmíðastöð um smíði tveggja hvalveiðibáta fyrir hvalstöðina. Hálfu ári síðar höfðu báðir bátarnir verið sjósettir, sá fyrri í maí 1903 og fékk nafnið Island og sá seinni í júní og fékk nafnið Germania. Bátarnir voru systurskip, 106 tonn að stærð. Í apríl 1903 færðist líf yfir Fögrueyri. Eins og áður sagði sigldu dr. Paul og starfsmenn hans inn Fáskrúðsfjörðinn á gufuskipinu Vesta með byggingarefni, tæki og tól í heila hvalstöð. Húsin risu hratt og hvert á fætur öðru. Að einu leyti var hvalstöðin á Fögrueyri frábrugðin hinum hval- stöðvunum á Austfjörðum sem allar voru norskar verksmiðjubyggingar. Þær voru ekki timburhús heldur voru þær stálgrindarhús klæddar járni. Einnig voru undirstöður undir vélar og katla steinsteyptar en á norsku stöðvunum voru þær hlaðnar úr múrsteini. Umsvifin á Fögrueyri vöktu mikinn áhuga og eftirtekt heimamanna á Fá- skrúðsfirði og víðar. Aldrei fyrr höfðu menn séð vélvædda verksmiðju rísa af grunni. Hvalstöðin var í daglegu tali kennd við hið þýska hvalveiði- félag og nefnd Germania eða hún var nefnd eftir veiðistjóranum sem var lengst af dr. Paul og kölluð Dr. Pauls-stöð. Í lok júní komu hvalveiðibátarnir tveir til Fáskrúðsfjarðar og héldu þeir til veiða 1. og 2. júlí. Áhafnir bátanna voru norskar og sömuleiðis skytturnar á bátunum en þær stjórn- Áhugafélag um hvalstöðina á Fögrueyri Texti: Sindri Már Smárason Myndir: Ýmsir Hvalveiðibáturinn Island kemur með hval til hvalstöðvarinnar sumarið 1905.

x

Franskir dagar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.