Franskir dagar - 01.07.2016, Qupperneq 16

Franskir dagar - 01.07.2016, Qupperneq 16
Franskir dagar Les jours français 16 Það var fyrir réttum sjötíu og þremur árum, í miðri heimstyrjöldinni síðari árið 1943, og tiltölulega skömmu eftir að hörmungar þess ófriðar höfðu skollið á þáverandi heimahöfn minni Dunkerque, að maður nokkur, sem við þekkjum því miður ekki með nafni, ákvað að glæða mig lífsneista á ný og skara þannig eld að minningunum um þann eigi svo allfjarri góða tíma þegar siglingarnar á Íslandsmið stóðu sem hæst. En það var einmitt þá sem ég sigldi hvað eftir annað í norðurátt upp með Englandsströndum og lagði síðan á úthafið uns hrjóstugar Íslandsstrendur risu úr sæ. Til þess að leggja út í slíkt ævintýri, þá þurftu menn að vera „léttgeggjaðir“ eins og það er orðað á okkar dögum, en jafnframt eitilharðir og fylgnir sér. Sá „guli“ gaf sig reyndar ekki lengur jafn vel og áður, en síendurtekna vonin um enn eitt hörkufiskirí og bullandi uppgrip hvatti þó menn enn til dáða. Upp úr miðjum seinni helmingi nítjándu aldar heyrðust þær svartsýnisraddir að skútur með mínu lagi væru úreltar og mundu aldrei standast hinum glæsilegu, hraðskreiðu og lipru Ísslandsgólettum snúning. En það var sko eitthvað annað! Það voru nefnilega mínar sterkbyggðu, ávölu lendar og bógur, sem kunnáttumenn renndu stundum athugulum aðdáunaraugum yfir, sem forðuðu mér frá grandi á meðan það var af brothættari systurskipum mínum úr fiskiskipaflotanum sem Ægir konungur tók mun stærri toll við Íslands- strendur. Reyndar voru það allmargir fákunnandi sem rugluðu mér saman við þær, og rétt er það að alltaf þótti mér hin besta skemmtun að sigla seglum þöndum fyrir góðum byr, en ég var samt talsvert spenntari fyrir þessari spánnýju tækni, sem þarna var að stíga sín fyrstu skref, nefnilega hóstandi og sótug skref, fet fyrir fet, ásamt hita- svækju og sprengihættu sem passaði mun betur í minn víða belg heldur en þeirra. Ég er hér að vísa til gufuvélarinnar og öllu öðru fremur til skipsskrúfunnar undraverðu sem skagaði aftur úr henni. Hér er komið að því að viðurkenna undanbragða- laust að það var, uppúr aldamótunum 1900, með hennar hjálp, sem mér tókst að bjarga mér oftar en einu sinni úr kröppum dansi og smeygja mér fimlega úr krumlum Ægis konungs sem var um það bil að læsa þeim í mig. Eða þá að mér tókst í krafti gufuaflsins að stíma hart undan vindi og komast nokkuð auðveldlega í var inn á ís- lenskum firði eins og til dæmis Fáskrúðsfirði. Að sjálfsögðu vorum við alltaf vel birgir um borð af biskvíi og koníaki sem brátt leiddi til líflegra við- skipta við heimamenn, á meðan að hið dyggðuga líknarfélag, les Œuvres de Mer fylgdist fránum augum með að allt færi vel og skikkanlega fram. Hver veit nema að þarna á firðinum hafi ég komist í návígi við spítalaskipið Sankti Pál í einni af hans hinstu heimsóknum þangað? Semsagt, þegar öllu er á botninn hvolft, þá getum við sagt að þótt ég hafi ekki vakið alveg jafn mikla hrifningu og önnur glæstari fley og reyndar alltaf þótt frekar lítill og óásjálegur á Ís- landsmiðum, þá stóð ég mig nú alveg frambæri- lega í stykkinu og það alveg þangað til ævintýrið um þorskveiðarnar rann sitt skeið á enda. En þegar hér var komið sögu, þá var ég orðinn minjagripur um þær. En hafið samt ekki áhyggjur, ég átti enn nokkur tromp eftir uppi í erminni: Síldveiðar í Norðursjó, strandsiglingar, rá og reiða var ávallt haldið í góðu standi. Eins og þið sjáið, þá er ég traustbyggður eins og forverar mínir. Ég er skorinn út í rauða furu, massívan viðarbút í heilu lagi. Ekkert klístur með lím hér til að festa langborðin á byrðinginn heldur er allt útskorið í heilu lagi. Maður getur ekki annað en dáðst að handbragði útskurðarmeistarans, en jafnframt verður manni fljótt ljóst að hann hefur gjörþekkt til allrar skipulagningar innanborðs auk þess sem rár, siglutré og reiði hafa verið honum gjörkunnug. Talíur eru gerðar úr blýi, hliðarstögin úr stál- vír og bómullarþræði, trissur úr horni og beini. Þótt ég hafi verið orðinn gamall og hrukkóttur, þá tókst mínum góða forverði snilldarlega að „bótoxa“ þær, þannig að nú, eftir yfirhalninguna, lít ég bara þokkalega út og ber bara aldurinn vel, finnst ykkur ekki?! Fyrst var ég færður Michel nokkrum Lieven að gjöf, en hann var skipsprestur í Gravelines auk þess sem hann gegndi prestþjónustu í Fletres- sókn, og það má hann Michel eiga að hann hugsaði vel um mig blessaður. Um Michel vitum við að hann var fæddur 1914 og andaðist 2001, hlaut vígslu í prests- embætti 1939 og var skipsprestur í hafnar- bænum Grand-Fort-Philippe frá 1941 til 1944, auk þess sem hann þjónustaði JAC samtökin ( Jeunesse Agricole Chrétienne eða Kristileg samtök ungra bænda). Minni mitt frá þessum tíma er orðið frekar gloppótt, en ég minnist þess þó að hafa tekið oftar en einu sinni þátt í minningarathöfnum um horfna sjómenn, einkum þá sem upprunnir voru í hinum vel þekkta bæjarhluta í Gravelines þar sem ég er skrásettur. Kannski fóru þeir líka stundum með mig út undir bert loft til þess að taka þátt í skrúðgöngum? Það er nefnilega orðið ansi langt síðan að ég rakst síðast á risana tvo, hann Islandais (Íslandssjó- manninn) og hana Matelote (Sjómannskonuna) á götum bæjarins í Gravelines. En það verð ég að segja í fyllstu einlægni að ég hef saknað þeirra óskaplega mikið, eftir að ég þótti ekki lengur gjaldgengur í skrúðgönguna um götur bæjarins Dundee skútan Sankti Pétur Texti: Serge Lambert Þýðing: Björn Jónsson Myndir: Serge Lambert og fleiri Hér er búið að sminka mig eins og f ilmstjörnu! Jean Verhille og Sankti Pétur rétt fyrir sjósetninguna 2015.

x

Franskir dagar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.