Franskir dagar - 01.07.2016, Side 20

Franskir dagar - 01.07.2016, Side 20
Sólveig Eiríksdóttir amma mín var fædd að Hlíð í Lóni 12. nóvember 1892. Foreldrar hennar voru hjónin Eiríkur Jónsson, bóndi í Hlíð í Lóni og Sigríður Bjarnadóttir frá Viðfirði í Norð- fjarðarhreppi. Amma átti fimm alsystkini og sex hálfsystkini. Eiríkur hafði áður verið kvæntur Þorbjörgu Jónsdóttur frá Hofi í Álftafirði en hún dó frá börnunum ungum. Alsystkini ömmu voru Bjarni, Þorbjörn, Guðmundur, Rósa og Guðlaug. Amma ólst upp í Hlíð til fimm ára aldurs, en þá fluttu foreldrar hennar í Papey. Eftir það ólst hún upp hjá Valgerði Eiríksdóttur hálfsystur sinni og Sigurði Þórðarsyni manni hennar sem önnuðust hana af mikilli ástúð. Meðal annars í Papey, á Reyðará í Lóni og í Hamarsseli í Hamarsfirði. Í tvö ár dvöldu þau öll í Papey, var hún þá fimm ára, þá lá faðir hennar banaleguna og kenndi hann henni þá að stafa. Í Papey prjónaði hún sína fyrstu íleppa og voru henni þá gefnar tvær krónur fyrir, hún var svo feimin að hún faldi sig undir borði í baðstofunni og afhenti viðtakandanum íleppana þaðan. Árið 1900 flutti Sólveig amma með fóstru sinni og fóstra að Hamarsseli í Hamarsfirði. Þar varð hún fyrir því óláni að fá mikla ígerð í kjálka og háls út frá tönn. Sigurður fóstri hennar sótti Ólaf Thorlacius lækni en hann bjó á Búlandsnesi við Djúpavog. Oft þurfti hann að koma. Gerðar voru þrjár skurðaðgerðir og margar ástungur. Þá þekktust ekki deyfingar við svona aðgerðir. Þetta var á meðan á túnslætti stóð, heimilisfólkið var úti við vinnu en Valgerður systir hennar var inni við húsverkin og matargerð. Kvalirnar voru oft óbærilegar og þegar hún þoldi varla við, kallaði hún á systur sína, þá kom hún strax og reyndi að dreifa huganum. Meðal annars gáfu þau hjónin henni bókina Barnasálmar, eftir Valdimar Briem, til að læra og syngja. Oft stytti það stundirnar. Einnig kenndi systir hennar henni þetta sumar að prjóna rósaleppa, sauma krosssaum og lét hana sauma sér svuntu í höndunum. Ef ekki hafði tekist vel til mátti hún spretta upp, það var ekki auðvelt vegna þess að sporin voru svo þétt. Amma Sólveig fór 17 ára gömul suður til Reykja- víkur og stundaði þar nám. Um haustið 1911 fór hún í kvöldskóla, undirbúningsdeild Versl- unarskólans. Haustið eftir fékk hún inngöngu í Kvennaskólann, var þá búin að læra dönsku og hafði 50 tíma í ensku eins og áskilið var til að komast upp í þriðja bekk, en þar var handavinnan kennd. Amma talaði um að vera hennar þar hafi verið dásamlegur tími. Á morgnana byrjuðu námsmeyjar með sálmasöng. Alltaf var sami sálm- urinn sunginn: „Ó, hversu sæll er hópur sá“. Ein námsmeyjan spilaði undir á orgel. Þennan vetur balderaði hún upphlutsborða og lét setja upp- hlutinn upp að loknu námi í Kvennaskólanum. Drottning Alexandria veitti einni stúlku frá Grænlandi, Færeyjum og Íslandi styrk í Dansk Kunstflid Forening eða Drottningarskólann og hlaut amma þann styrk. Um vorið 1914 sigldi hún til Kaupmannahafnar með skipinu Botníu, ferðin gekk vel, út kostaði farseðillinn á öðru farrými 45 krónur. Í Drottningarskólanum var meðal annars kenndur vefnaður, knipplingar, ítalskur knipplingasaumur, baldering, hvítsaumur og fleira. Oft fór hún á fætur klukkan 4 á morgn- ana til að sauma. Amma tók fyrir drottning- arpúðann, sem verkefni. Honum þakkaði hún fyrstu verðlaunin, sem hún hlaut í lok vetrar. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn af drottningunni. Klæddist amma þá skautbúningi. Sú sem fékk önnur verðlaun var í upphlut og sú sem fékk þriðju verðlaun var klædd peysufötum. Það var mikið um dýrðir og konunglegur söng- flokkur söng. Í nokkra daga á eftir var höfð sýning í Charlottenburg. Unnu námsmeyjar þar nokkra tíma á dag svo fólk sæi hvernig hlutirnir voru unnir. Ein óf, önnur balderaði og svo framvegis. Eftir að sýningunni lauk fór amma að vinna á teiknistofu sem skólinn hafði. Þar var teiknað á dúka og alls konar varning sem var seldur víða um lönd, þar á meðal til Íslands. Um veturinn óf hún stórt og mikið húsgagnaáklæði fyrir skól- ann og hafði mikið gagn og gaman af því starfi. Amma Sólveig var ein af þeim konum sem vann að skautbúningnum sem Íslendingar gáfu Al- exandriu drottningu er hún kom til Íslands árið 1921. Eftir þriggja ára dvöl í Höfn kom hún aftur heim til Íslands. Leiðin lá austur á land. Þá urðu þáttaskil í ævi hennar. Þar kynntist hún Guðmundi Þorgríms- syni bónda á Kirkjubóli og fór hjónavígsla þeirra fram 3. september 1921. Var hjónaband þeirra farsælt og einkenndist af ástúð og virðingu alla tíð. Vorið 1923 fluttu þau til Brimness við Fá- skrúðsfjörð. Þurfti þá að byggja þar öll hús og var túnið lítið og þýft. Á afmælisdaginn hennar ömmu 12. nóvember 1950 flutti afi henni eftirfarandi þakkarorð: „Nú eru liðin þrjátíu ár, þrír mánuðir og sex dagar síðan þú komst á mitt heimili með ljós og yl. Ekki eingöngu til mín heldur allra sem hér á heimil- inu hafa dvalið, ungra og gamalmenna sem hér dvöldu mislengi til dauðadags.“ Var þeim þessi dagur alltaf minnisstæður. Einnig þakkaði hann henni fyrir þann mikla áhuga sem hún hafði á öllu gróandi lífi svo sem blómarækt innandyra sem utan, trjárækt og allri ræktun á jörðinni. Amma og afi eignuðust fimm börn; Guðrúnu Sigríði Sólveig á Brimnesi Texti: Gígja Sólveig Guðjónsdóttir Myndir: Albert Eiríksson og úr einkasafni Sólveig ung að árum. Myndin er sennilega tekin á námsárunum í Kaupmannahöfn. Sólveig Eiríksdóttir og Guðmundur Þorgrímsson. Gígja Sólveig, Sólveig Þorleifsdóttir og alnöfnurnar Sólveig Eiríksdóttir eldri og yngri. 20 Franskir dagar Les jours français

x

Franskir dagar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.