Franskir dagar - 01.07.2016, Side 26
Franskir dagar Les jours français
Þegar við vorum nýlega orðnir táningar var mikið síldarævin-
týri á Fáskrúðsfirði og við tókum þátt í því. Oft var gefið frí í
skólanum „til að bjarga verðmætum” og iðulega unnum við eftir
skóla á Pólarsíld til miðnættis eða lengur við síldarsöltun. Þessi
mikla vinna þótti ekkert tiltökumál á þessum árum.
Það var ekki í boði í okkar ungdæmi að fá skutl hingað og
þangað. Í löngu frímínútunum var oftar en ekki hlaupið niður
í verslunina Þór til að kaupa góðgæti. Þá þurftu allir að ganga
í skólann, heim í hádeginu og svo aftur í skólann að loknum
hádegismatnum.
Við erum jafnaldrar Sjónvarpsins og munum lífið fyrir litasjón-
varp. Eitt af því sem var rifjað upp var þegar á heimili bekkj-
arbróður okkar hafði verið keypt fyrsta vídeótækið rétt fyrir jólin,
á engu öðru heimili í bekknum var slík tímamóta nýjung til.
Þegar hann kom úr jólafríinu hafði hann horft þrettán sinnum
á Áramótaskaupið og uppskar mikla aðdáun fyrir.
Eftir skemmtilegt spjall og mikinn hlátur héldum við út í
bjarta sumarnóttina, full tilhlökkunar eftir næstu samvistum
á Frönskum dögum.
Kaffiboð hjá árgangi 1966
Texti: Albert Eiríksson
Myndir: Bragi Bergþórsson
Prúðbúin bekkjarsystkini. Stefán Geir Finnbogason, Jóhanna Rögnvaldsdóttir, Albert Eiríksson, Sigurbjörg J. Hilmarsdóttir, Andrea
Sigurðardóttir og Elfa Bára Bjarnadóttir.
F.v. Albert, Jóhanna, Elfa Bára, Sigurbjörg, Andrea og Stefán
Geir.
Aftasta röð f.v. Albert Eiríksson, Stefán Geir Finnbogason, Stefán
B. Magnússon, Óskar Þórólfsson, Þorsteinn Björnsson, Gestur
Guðnason, Hafþór Ægisson og Skafti Skúlason kennari
Miðröð f.v. Jóna Björg Guðmundsdóttir, Elfa Bára Bjarnadóttir,
Jóhanna Rögnvaldsdóttir, Jóna Ingunn Óskarsdóttir, Ágústa
Jóhannsdóttir, Andrea Sigurðardóttir og Sigurbjörg J.
Hilmarsdóttir.
Fremsta röð f.v. Elvar Óskarsson, Sveinbjörn Egilsson, Hans Óli
Rafnsson, Hjalti Dan Kristjánsson og Sigmundur Sigmundsson.
26
Það var mikið hlegið og margt rifjað upp þegar hluti af árgangi 1966 kom saman á
fögru sumarkvöldi fyrir skömmu. Bekkjarsystkinin fagna í ár f immtíu ára afmælum
sínum með því að hittast á Frönskum dögum. Það rifjuðust upp sögur af eftirminni-
legum kennurum og mörgu fleiru en eins og gengur er ekki allt prenthæft. Greinilegt
var að allir áttu góðar minningar frá áhyggjulausum æskudögum sem við kannski
áttuðum okkur ekki á, fyrr en seinna, að voru áhyggjulausir.
Púðursykurmarengs. Átta ára stúlka fékk sér sneið daginn eftir og sagði að hún væri svo ljúffeng að það væri eins og
einhver amma hefði bakað marengsrúlluna.