Franskir dagar - 01.07.2016, Síða 30
Franskir dagar Les jours français
30
Dagana 3.- 6. júlí 2015 var farin árleg fuglamerk-
ingarferð í Skrúð. Leiðangursmenn að þessu sinni
voru þeir Ólafur Á. Torfason leiðangursstjóri,
Þorvaldur Björnsson merkingarmaður og Óskar
Andri ljósmyndari og greinarhöfundur. Árið
2015 var merkilegt að því leyti að þetta var 20
ára afmælisferð en Ólafur Torfa hefur leitt merk-
ingarleiðangra í Skrúð hvert ár frá 1995. Fyrstu
ferðina fór Ólafur undir handleiðslu þeirra Sig-
urðar Ingvarssonar og Páls Leifssonar. Síðan þá
hafa verið merktir 22.942 fuglar í eynni. Helstu
fuglarnir sem eru merktir eru súlur og langvíur
en einnig er merkt nokkuð af ritu, stuttnefju,
lunda, fýl og fleiri fuglum.
Skrúður tilheyrir Vattarnesi og eftir að hafa frest-
að leiðangrinum um sólarhring vegna veðurs, var
haldið af stað þaðan á slöngubát kvöldið 3. júlí.
Það var bjart og fallegt á meðan siglt var út en
fljótlega faðmaði Austfjarðarþokan eyjuna og
Þorgeir Starri Hermannsson, sem sigldi með
okkur út, varð veðurtepptur í eyjunni til morguns.
Ábúendum á Vattarnesi vil ég senda sérstakar
þakkir fyrir siglinguna og að hafa fengið afnot
af eyjunni.
Í stórum hellisskúta er gamalt og vel veðrað
gistiskýli sem við höfðum til afnota, kallað
Hótel Skrúður, reist af lundaveiðimönnum. Allir
dagarnir voru vel nýttir til að heimsækja helstu
súlu- og langvíubyggðir. Ungar voru misjafnlega
á sig komnir, til að mynda virtust margir langvíu-
ungar tilbúnir að fara og sátu fullorðnar langvíur
víða á sjónum að kalla á ungana. Eitthvað virtist
súluvarpið hafa dreift sér yfir mjög langt tímabil.
Í súlubyggðinni voru allt frá ungum að koma úr
eggjum, í stóra, stálpaða unga sem voru búnir að
missa allan dún. Hugsanlega hefur kuldakast eftir
Fuglamerkingar í Skrúð
Texti og myndir: Óskar Andri
Súla - sjálf drottning Atlantshafsins.
Fýll með hreiðurstæði umlukið skarfakáli.Langvía snöruð.
að fyrstu fuglarnir urpu orðið til þess að seinka
varpi hjá öðrum fuglum.
Skrúður er ævintýralegur staður og algjör paradís
fyrir fuglaáhugafólk, en að sama skapi er þessi
staður erfiður yfirferðar og margar fuglabyggð-
irnar eru brattar og leiðirnar þangað ógreinilegar.
Eins og við bjuggumst við urðum við veðurtepptir
nokkurn tíma. Reynt var að fara á slöngubát frá
Vattarnesi að kvöldi 5. júlí en hann sneri við
vegna veðurs. Veðrið lagaðist ekkert og þegar
ljóst var að það myndi ekkert lagast næstu daga
var Björgunarsveitin Geisli á Fáskrúðsfirði fengin
til að koma og sækja okkur að kvöldi 6. júlí. Fær
Geisli sérstakar þakkir fyrir aðstoðina, útbúnaður
og fagmennska þeirra er Fáskrúðsfirðingum til
fyrirmyndar. Þótt að Skrúður sé ekki slæmur
staður til að vera veðurtepptur á, var ánægjulegt
að komast í land. Ég vona að mér gefist færi á
að koma þarna út aftur og leiðangurstjórinn fær
bestu þakkir fyrir vel heppnaða ferð.
Samtals voru fangaðir og handfjatlaðir 1192
fuglar í ferðinni. 1056 fuglar fengu ný merki,
136 fuglar höfðu áður verið merktir og af þeim
voru 24 langvíur sem höfðu verið merkar sem
fullorðnir fuglar í fyrsta leiðangrinum 1995 og
eru því að minnsta kosti 24 ára gamlar.