Franskir dagar - 01.07.2016, Side 35
35
Franskir dagar Les jours français
Á haustmánuðum 2013, fékk Viðar Jónsson
kennari og fótboltaþjálfari hugmynd að því
hvernig hægt væri að skapa aðstæður til þess að
leyfa gestum og gangandi að njóta norðurljósa
jafnt að sumri sem vetri. Þessa hugmynd bar
hann upp við Jóhönnu Kristínu Hauksdóttur
kennara og áhugaljósmyndara og Jónínu Guð-
rúnu Óskarsdóttur hjúkrunarfræðing og áhuga-
ljósmyndara og saman gengu þau af stað í þá átt
að láta þessa hugmynd, sem fljótlega breyttist í
draum, verða að veruleika. Á seinni stigum gekk
til liðs við hópinn Ingimar Guðmundsson við-
skiptafræðingur.
Sleitulaust var unnið við hugmyndasköpun, ljós-
myndun og fjáröflun. Og þar sem þessi draumur
þeirra var jú aðeins draumur og skaffaði ekki
salt í grautinn var vinnan leyst af hendi á þeim
tíma sólarhrings þegar norðurljósin dansa og
sólin sefur.
Ákveðið var að opna sýningu á ljósmyndum af
norðurljósum og einnig að bjóða upp á norður-
ljósaferðir, það er að segja ferðir þar sem áhuga-
samir geta séð, ljósmyndað og fræðst um fyrir-
bærið og notið náttúrunnar um leið.
Hentugt húsnæði undir starfsemi sem þessa
getur verið erfitt að finna í þorpi á stærð við
Búðir, en hópurinn fékk fljótlega augastað á
svokölluðu Bryggjuhúsi sem stendur á Tanga-
bryggju og er í eigu Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga.
Eftir skoðun á húsinu var fljótlega ljóst að ekki
næðist að koma því og starfseminni sem það
ætti að hýsa í horf á þeim tíma og með þeim
fjármunum sem hópurinn hafði yfir að ráða,
þannig að annað hús í eigu Loðnuvinnslunnar
varð fyrir valinu að svo stöddu, hús sem kallað
er Wathnes sjóhús.
Wathnes sjóhús er fallegt endurgert hús frá nítj-
ándu öld sem heldur afar vel utan um starfsemi
Norðurljósahúss Íslands eða Auroras Iceland.
Hópurinn sem stendur að Norðurljósahúsi Ís-
lands á Fáskrúðsfirði uppskar ríkulega á glæsi-
legri opnunarhátíð sem haldin var 15. maí síð-
astliðinn. Þar fögnuðu gestir framtakinu um
leið og þeir upplifðu sögulega stund, stund þar
sem draumur varð að veruleika.
Norðurljósahús Íslands
Texti: Berglind Agnarsdóttir
Myndir: Jónína Óskarsdóttir og Albert Kemp
Frá opnun sýningarinnar í maí 2016.
Stofnendur Norðurljósahúss Íslands. Viðar Jónsson, Jónína Óskarsdóttir, Jóhanna Kr. Hauksdóttir og Ingimar Guðmundsson.