Franskir dagar - 01.07.2016, Blaðsíða 37
37
Franskir dagar Les jours français
George Walker
Fyrstur til að varpa ljósi á jarðlög og uppbyggingu
Austurlands var breski jarðfræðingurinn George
P. L. Walker. Hann kom fyrst til Íslands árið 1954
og kom reglulega aftur í 11 ár í rannsóknarskyni.
Hann skrifaði margar greinar um athuganir sínar
og kortlagði meðal annars Breiðdalseldstöðina. Á
Breiðdalsvík er Breiðdalssetrið í Gamla kaupfé-
laginu. Þar er að finna safn þar sem meðal annars
er hægt að sjá skýrslur, kort og dagbækur úr fórum
Walkers ásamt fræðslu um íslenska jarðfræði og
þá sérstaklega jarðfræði Austurlands.
Jarðlagahalli
Jarðlagahalli á Austfjörðum er ríkjandi til vest-
urs. Jarðlög á Íslandi halla oftast inn að gosbelti
þar sem farg ungra hrauna þrýsta landinu niður
þannig að þau halla inn undir gosbeltið. Hallinn
er mestur við annesin eða allt að 10 gráður og
minnkar inn firðina. Á heiðunum er hallinn um
6 til 8 gráður og yngstu jarðlögin eru því sem
næst lárétt, líkt og kring um Snæfell, en þar er
hallinn 1 til 4 gráður.
Eldstöðvar
Megineldstöð er staður þar sem kvika kemur
upp og er tengd kvikuþró eða kvikuhólfi neðar
í skorpunni. Fjölmargar megineldstöðvar hafa
verið á Austurlandi sem hafa nú grafist undir
hraun. Þar á meðal er Reyðarfjarðareldstöð, Breið-
dalseldstöð, Álftafjarðareldstöð, Þingmúlaeld-
stöð og Barðsneseldstöð. Þessar eldstöðvar eru
allar kulnaðar en voru virkar á tertíer tímabilinu.
Reyðarfjarðareldstöð er sú megineldstöð sem
næst er Fáskrúðsfirði og menjar hennar dreifast
þvert á firðina frá Stöðvafirði allt norður í Norð-
fjörð. Reyðarfjarðareldstöð gaus með hléum og
af mismiklum krafti og myndaði meðal annars
Kumlafell sem er innst í Eyrardal, suðvestur af
Sandfelli og Örnólfsfjall sem er á Norðurbyggð-
inni, fyrir ofan Brimnes. Ekki er vitað með vissu
hvar miðja eldstöðvarinnar var nákvæmlega enda
geta kvikuhólf verið misstór, eða allt að nokkrum
kílómetrum að breidd, lögun getur verið mismun-
andi og mis erfitt að greina ummerki þeirra vegna
rofs. Hins vegar eru til jarðfræðileg fyrirbæri sem
gefa vísbendingar um nálægð miðju eldstöðvar,
dæmi um það er meðal annars silfurbergsnáman
í Eskifirði og Rauðafell í Berutindi. Rauðafell er
rhýólítgúll sem myndaðist þegar seig, súr kvika
braust upp á yfirborðið, hrúgaðist upp yfir gosop-
inu og myndaði keilulaga fjall.
Í lok gostímabils Reyðarfjarðareldstöðvarinnar
hófst stórt gos þar sem kvika var bæði basísk og
súr. Þetta gos kom upp um tvær samsíða sprungur
beggja vegna Fáskrúðsfjarðar og leifar frá því
koma fyrir í Gráfelli, austan við Stöðvaskarð, í
Ketti, Kappeyramúla og Ljósafjalli við Gilsárdal.
Sandfell
Sandfell er eitt helsta einkenni Fáskrúðsfjarðar
og sker sig úr landslaginu með sínum ljósa lit.
Myndun Sandfells er talin hafa byrjað fyrir
rúmum 11 til 12 milljón árum, þegar kvika úr
Reyðarfjarðareldstöðinni tróðst upp undir jarð-
lög sem þar voru fyrir. Kvikan hefur verið svo
rúmmálsmikil að hún lyfti jarðlögunum upp, án
þess þó að ná sjálf upp á yfirborðið. Talið er að
þykkt jarðlaganna hafi verið meira en 500 metrar.
Með tíð og tíma hafa jarðlögin veðrast og rofnað
og eftir stendur Sandfell eins og við þekkjum
það í dag. Slík jarðmyndun kallast bergeitill og
er undirflokkur gangbergs. Bergeitillinn í Sand-
felli er talinn vera um 600 metra þykkur og er
eitt besta dæmi um bergeitil á norðurhveli jarðar
frá þessum tíma.
Kappeyrarmúli og Gilsárdalur
Kappeyrarmúli myndaðist þegar aðfærsluæð frá
Reyðarfjarðareldstöðinni náði upp á yfirborð þar
sem Kappeyrarmúli er í dag. Aðfærsluæðin gaf
kvikunni greiða leið upp á yfirborð og fór að hlaða
upp hraunlögum. Tvö lög eru í Kappeyramúla.
Neðra lagið er súrt og er um 90 metra þykkt.
Ofan á því er blandað berg sem er bæði súrt og
basískt og er um 52
metrar að þykkt.
Í Gilsárdal er að finna
bæði súrt og basískt
berg og þar er einnig
að finna um 40 metra
þykkan samsettan gang. Talið er líklegt en óstað-
fest að hér sé um aðfærsluæð Kappeyramúla að
ræða.
Berggangar
Marga bergganga er að finna á Austfjörðum.
Berggangar myndast þegar kvika storknar í að-
færsluæðum eldstöðva eða fyllir upp í sprungu í
hraunlögum. Berggangar eru því alltaf yngri en
grannbergið. Berggangar eru ýmist lóðréttir á
hraunlögin og kallast gangar, eða láréttir og kall-
ast þá laggangar eða sillur. Hraunlög í kring um
gangana veðrast oft hraðar en gangarnir sjálfir
því bergið í þeim er þéttara og veðrast því ekki
eins auðveldlega. Berggangar líkjast veggjum
sem bæði standa stakir eða skaga út úr fjöllunum,
þeir geta verið misþykkir en eru yfirleitt þynnri
en 10 metrar.
Víða er hægt að rekja bergganga þvert á firði og
sést það einna best í fjöruborði beggja vegna fjarð-
anna. Á Austfjörðum er einnig að finna samsetta
ganga, en þá treðst kvika annarrar gerðar upp í
gegnum eldri berggang. Þeir verða því meira en
10 metrar á breidd og oft í tveimur litum. Dæmi
um samsetta ganga er hægt að finna ofarlega í
árfarvegi Gilsár líkt og áður sagði og við Streitis-
hvarf í Breiðdal.
Skessutúff
Stuðlaheiði liggur milli Fáskrúðsfjarðar og
Reyðarfjarðar. Þar er að finna víðáttumikið, súrt
harnað gjóskulag sem kallast á fræðimáli túff.
Túfflagið er ljóst að lit og kennt við fjallið Skessu
sem er á heiðinni og kallast því Skessutúff. Flat-
armál þess er meira en 430 ferkílómetrar og með-
alþykkt þess er um 6 metrar. Talið er að túfflagið
sé frá Breiðdalseldstöð og hafi myndast í einu
stóru eldgosi fyrir meira en 8 milljón árum síðan
þegar virkni Breiðdalseldstöðvarinnar var að byrja.
Samsettur gangur í Gilsárdal. Samsettur gangur við Streitishvarf í Breiðdal.