Franskir dagar - 01.07.2016, Page 38
38
Franskir dagar Les jours français
Holufyllingar
Holufyllingar eru steindir sem fallið hafa út úr
vatni eða í gufu í holrúmum í bergi. Úrkomuvatn
seitlar niður í berglögin og því dýpra sem það fer
og heitara sem það verður leysir það bergið upp
og til verður vatnslausn með þessum uppleystu
efnum. Þegar vatnslausnin kólnar falla efnin úr
henni og nýjar steindir, síðsteindir, verða til í
holum og glufum í berginu. Þessar steindir eru
kallaðar holufyllingar.
Zeólítar (geislasteinar)
Zeólítar er flokkur holufyllinga sem eru mjög al-
gengir á Austfjörðum og oft kallaðir geislasteinar.
Walker skýrgreindi og teiknaði upp zeólítabelti
í fjöllum á Austfjörðum. Zeólítar eru oft geisla-
eða nálalaga og er þeim skipt í flokka eftir útliti
þeirra; geislazeólítar eða geislasteinar, blaðzeólítar
og teningszeólítar. Orðið zeolíti er dregið af gríska
orðinu zeo-liþos sem merkir suðusteinn en það
er vegna þess að vatnið sem er í zeólítunum er
laust bundið og það þarf ekki mikla upphitun til
þess að þeir bólgni út og vatnið „sjóði“ úr þeim.
Silfurberg
Silfurberg er eitt afbrigði kalsíts sem er ein al-
gengasta holufyllingin hér á landi. Það er sjald-
gæft út í heimi og er líka kallað Iceland spar.
Þetta er tær kristall sem hægt er að kljúfa í ská-
teninga/samsíðunga og helsti
eiginleiki þeirra, sem hefur
komið því á kort vísinda, er
svonefnt tvöfalt ljósbrot sem
nýttist til dæmis við smásjár-
rannsóknir á steindum. Smá-
sjár með austfirsku silfurbergi
eru taldar hafa verið undir-
staða margra rannsókna og
uppgötvana sem veitt voru
Nóbelsverðlaun fyrir.
Í Helgustaðanámu í Eskifirði
var að finna silfurberg í miklu
magni. Vegna umfangs bergs-
ins hefur eflaust mikið magn
vatns farið
um bergið
og er það ein vísbending um
nálægð við miðju megineld-
stöðvar. Mulningur sem varð
afgangs við námuvinnslu
var nýttur með því að bæta
honum við annan mulning
og blandan svo notuð til að
steina byggingar, þar á meðal
Þjóðleikhúsið. Helgustaða-
náman hefur verið friðlýst
náttúruvætti síðan árið 1975.
Fjörumörk
Pleistósen tímabilið hófst fyrir rúmlega 2,6
milljón árum síðan og síðasta jökulskeiði hennar
lauk fyrir um 11 þúsund árum síðan. Á síðasta
jökulskeiði var mest allt landið hulið samfelldum
jökli, en vegna þunga hans ýttist landið niður.
Þegar jökullinn byrjaði að hörfa undir lok jökul-
skeiðsins reis landið á ný. Þetta landsig og landris
er ein helsta orsök hærri fjörumarka og finnast
slík víða á Austfjörðum. Þessi ummerki eru í
allt að 52 metra hæð yfir núverandi sjávarmáli
í Fáskrúðsfirði og er það á milli Víkurgerðis og
Fögrueyrar. Yst í Daladal og við Tungu eru um-
merki um sjávarstöðu í um 36 metra hæð og við
Sævarenda í 48 metra hæð.
Jökulgarðar og jaðarhjallar
Jökulgarðar myndast við jaðra skriðjökla. Þeir
myndast annars vegar þegar jökull gengur fram
og hleður upp efninu sem hann ýtir á undan sér
og hins vegar þegar jökull er lengi kyrrstæður
og jökulframburður hleðst upp á sama stað í
langan tíma.
Jaðarhjallar eru aflíðandi sethjallar sem geta verið
hver niður af öðrum. Þeir myndast gjarnan þegar
leysingarvatn hleður upp seti á milli jökuls og
hlíðar þegar þeir hörfa og þynnast í áföngum.
Rétt innan við Víkurgerði eru ummerki um
fornan jökulgarð sem tengja má við jökulgarða
sem staðsettir eru hinum megin við fjörðinn, milli
Heljarár og Höfðahúsaár. Talið er að þessir jök-
ulgarðar hafi myndast þegar jökull var að skríða
út fjörðinn. Við Eyri er einnig að finna hluta af
jökulgarði og er talinn tengjast jaðarhjalla sem
finna má við Brimnes á norðurbyggðinni.
Fyrir innan Sævarenda er stór jaðarhjalli og niður
með honum er jökulgarður sem talinn er hafa
myndast við jaðar jökuls sem skreið niður úr
Flensdal og beygt út fjörðinn. Ummerki um
þennan jökul er einnig að finna fyrir innan og
ofan Kirkjuból. Jökulgarður er á milli Kirkju-
bóls og Búðakauptúns eftir jökul sem skreið út
frá Hoffellsdal. Innst í Fáskrúðsfirði er mikill
jökulruðningur og yst í Daladal eru greinilegir
jaðarhjallar sem tengjast hólaröð sem nefnist
Gesststaðahöfðar. Þetta er allt hluti jökulgarðs
sem beygir þvert fyrir Daladal til móts við Gests-
staði og Tungu.
Talið er að hörfun jökla og lækkun sjávarborðs
megi skipta í þrjá áfanga. Ummerki um elsta stigið
eru við utanverðan Fáskrúðsfjörð og er nefnt Fá-
skrúðsfjarðarstig. Miðstigið er nefnt Breiðdalsstig
og það yngsta Berufjarðarstig. Talið er að jök-
ulgarðar Fáskrúðsfjarðarstigs hafi myndast við
framrás jökuls fyrir rúmum 12.000 árum síðan.
Lokaorð
Auðvelt er að gleyma sér í fegurð Austfjarða og
ótrúlegt hvað máttur náttúrunnar getur með tíð
og tíma myndað stórbrotið landslag. Þeir sem
gefa því gaum geta séð hve mikla sögu svæðið
hefur að geyma og geta Austfirðingar verið stoltir
af því að lifa í nálægð við slíkar náttúruperlur.
Frá höfundi
Sérstakar þakkir fá Vilborg Eiríksdóttir, Hregg-
viður Norðdahl, Guðbjörn Margeirsson og Þóra
Björg Andrésdóttir fyrir aðstoð við upplýsinga-
öflun og góðar ábendingar.
Helstu heimildir
George P. L. Walker (1962). Tertiary welded tuffs in
Eastern Iceland. Quarterly Journal of the Geological
Society, bls 275-290.
Guðbjartur Kristófersson (2005). Jarðfræði. Reykjavík:
Offsetfjölritun.
Hjörleifur Guttormsson (2002). Ferðafélag Íslands
árbók 2002, Austfirðir frá Álftafirði til Fáskrúðsfjarðar.
Reykjavík: Ferðafélag Íslands.
Hreggviður Norðdahl og Þorvaldur Einarsson (1988).
Hörfun jökla og sjávarstöðubreytingar í ísaldarlok á
Austfjörðum. Náttúrufræðingurinn, 58. Árgangur (2.
tölublað), bls. 59-80.
Leó Kristjánsson (2002). Um silfurberg frá Helgustöðum
og þróun vísinda. Glettingur 31, 3.tbl., bls. 35-39.
Ítarlega heimildaskrá veitir höfundur góðfúslega
á iriseinars@gmail.com.
Berggangar sem ganga útí sjó í landi Brimness.
Geislasteinar.
Jaðarhjallar fyrir neðan Hólagerði.