Franskir dagar - 01.07.2016, Side 39
Franskir dagar Les jours français
39
Nanna Steinunn Þórðardóttir fæddist á Kamba-
hrauni á Bæ í Lóni í Austur-Skaftafellssýslu
2. apríl 1913. Foreldrar hennar voru Þórður
Jónsson bóndi (1888 - 1952), sem sinnti einnig
ýmsum trúnaðarstörfum og Rannveig Einars-
dóttir húsmóðir (1879 - 1935). Nanna átti einn
bróður, Gunnar Þórðarson.
Nanna ólst upp á Kambahrauni til 10 ára aldurs
en þá fluttist fjölskyldan til Fáskrúðsfjarðar. Þau
bjuggu fyrst í Pétursborg og sagði Nanna oft frá
því að hún hefði séð út um gluggann á loftinu
þegar skútusjómenn drukku vatn og þvoðu föt
sín í Baldurshagalæknum. Hún hafði líka horft
á frækin slagsmál heimamanna og Frakka fyrir
utan Templarann, en samkvæmt sögunni höfðu
þau endað þannig að heimamenn höfðu betur
og hentu Frökkunum um það bil niður í fjöru.
En Nanna, sem sagði barnabörnunum gjarnan
skemmtilegar sögur, sagði endalok þessarar sögu
stórlega færða í stílinn, slagsmálin hefðu verið
minniháttar.
Bergkvist Stefánsson fæddist 15. september 1903
á Höfðahúsum í Fáskrúðsfjarðarhreppi. Faðir
hans var Stefán Þorsteinsson útvegsbóndi (1865
- 1922) og Jónína Gísladóttir húsmóðir (1866
- 1932). Systkini Bergkvists voru Ottó Aðal-
steinn, Marta Guðríður, Siggeir og Karl, auk
tveggja systkina sem létust á fyrsta ári. Leikvöllur
barnanna var lítil tjörn sem var við bæinn og
fjaran. Bærinn stóð þá í lautu neðan við þjóðveg-
inn. Flestir voru að berjast við fátækt og marga
dreymdi um betra líf. Bergkvist fór 10 ára gamall
að stunda sjó með föður sínum á opnum smábát.
Þegar hann var rúmlega 30 ára fór hann, eins og
títt var í þá daga, að leita sér að atvinnu í fjarlægu
byggðarlagi og urðu Vestmannaeyjar fyrir valinu.
Þar vandist hann vetrarvertíðum með erfiðum
sjósóknum. Eftir vertíðina 1934 hafði hann hug á
að kaupa sér bát en það var ekki svo einfalt á þeim
árum, en Bergkvist var ákveðinn. Hann hafði
2000 krónur upp úr vertíðinni í Eyjum og fór á
fund Gísla Johnsen, sem þá var umboðsmaður
fyrir bátakaup frá Svíþjóð. Báturinn sem Berg-
kvist hafði hug á að kaupa átti að kosta 25.000
krónur kominn á staðinn. Gísli vísaði Bergkvist
á fiskveiðisjóð, þar gæti hann fengið lánað 67%
af kaupverði báts. Þá var næst að fá veðbókar-
vottorð og þessi 33% sem á vantaði.
Báturinn var smíðaður í Djúpvík í Svíþjóð og var
um 14 tonna eikarbátur, fékk hann nafnið Vinur
SU 523. Bergkvist hélt af stað til Svíþjóðar að
sækja bátinn og með honum í för voru Siggeir
bróðir hans og Bjarni Jónsson sem gekk undir
nafninu Bjarni stýrimaður. Á heimleið hrepptu
þeir aftakaveður milli Færeyja og Íslands en til
Fáskrúðsfjarðar náðu þeir á óskiljanlegan hátt og
komust heilir heim 6. október 1934. Þegar þeir
náðu landi höfðu þeir verið taldir af. Ferðasöguna
í heild sinni má lesa í Sjómannablaðinu Víkingi
39. árgangi 1977, bls. 211. Ef leitað er á timarit.
is eru notuð leitarorðin “Bergkvist Stefánsson“.
Stuttu eftir seinni heimsstyrjöld rataði Berg-
kvist einnig í svaðilför þegar hann var á leið úr
ísfisksöluferð frá Aberdeen í Skotlandi á bátnum
Nönnu. Skipverjar lentu í fárviðri og voru taldir af
þegar þeir náðu landi eftir margra daga seinkun.
Með Bergkvist í för voru meðal annars Siggi
Nobb, Villi Brands, Siggi í Þingholti og Marinó
Aðalsteins.
Nanna og Bergkvist giftu sig 25. september
1937. Heimili þeirra alla tíð var Baldurshagi.
Þau eignuðust fjögur börn sem eru Jón Baldvin,
Guðríður Karen, Rannveig Ragna og Bergþóra
Kvistrós. Afkomendur hjónanna eru orðnir sam-
tals 47. Áður átti Bergkvist dótturina Sigurbjörgu,
barnsmóðir Guðný Helga Kristjánsdóttir (1900
- 1981). Sigurbjörg var gift Gunnari Jónssyni
sem er látinn. Börn hjónanna eru fjögur og af-
komendur þeirra eru alls orðnir 15. Sigurbjörg
og Gunnar bjuggu lengst á Grund.
Eins og flestir í þorpinu í þá daga, áttu hjónin í
Baldurshaga hænur, kindur og eina kú og skiptust
bæjarbúar á að reka kýrnar inn fyrir þorp á beit,
en heyjað var á Kirkjubóli.
Nanna fór eitt sinn ásamt Guðríði og Rannveigu,
eldri dætrum sínum, að reka kýrnar. Með í för var
einnig lítil frænka Bergkvists úr Reykjavík, en hún
var í vist part úr sumri. Þegar komið var inn fyrir
þorp, sáu þær að nautin frá Gestsstöðum koma
á harða hlaupum. Litla frænkan varð eðlilega
skelfingu lostin og klifraði uppá bakið á Nönnu,
en hún þurfti að forða sér heim með barnið og
systurnar flissandi á eftir.
Auk þess að vera húsmóðir starfaði Nanna einnig
við fiskvinnslu og útgerðina. Bergkvist var skip-
Nanna & Bergkvist
í Baldurshaga
Texti: Helena S. Stefánsdóttir
Myndir: Úr einkasafni
Hjónin Nanna S. Þórðardóttir og Bergkvist Stefánsson. Bergkvist og Nanna með eldri börnin, Rannveigu, Jón og Guðríði.
Bergkvist og Nanna með Bergþóru, yngsta barnið.