Franskir dagar - 01.07.2016, Side 41

Franskir dagar - 01.07.2016, Side 41
Franskir dagar Les jours français 41 ná í drenginn en Þorsteinn neitaði að láta hann frá sér. Það fór svo að skipið sigldi út fjörðinn án drengsins en Þorsteinn sendi hann síðar með fraktskipi heim til mömmu sinnar. Bergkvist var útgerðar- og skipstjórnarmaður í yfir 40 ár og sjómaður í 65 ár. Aldrei varð slys á mönnum á skipstjórnarferli hans og alltaf tókst honum að stýra heilu fari í höfn. Ófáir ungir drengir komu í beituskúrinn á Garðastöðum. Þeir fundu að Bergkvist hafði ekki gleymt því hvernig var að vera ungur og vilja komast til sjós. Bergkvist var litríkur persónuleiki sem setti svip sinn á bæinn, hann hló hátt og innilega, þótti hnyttinn í svörum án þess að ætla sér að vera skemmtilegur og hann sagði sögur á myndrænan hátt. Eftir hann liggja mörg skemmtileg orða- tiltæki eins og „Hvaðan úr Breiðdalnum ert þú eiginlega.“ Þannig var að Bergkvist var staddur á bryggjunni á Fáskrúðsfirði. Hann sá mann sem ráfaði um í stígvélum og fannst Bergkvisti hann vera frekar larfalegur. Maðurinn vatt sér að Bergkvisti og spurði hvort hann væri á leið til Breiðdalsvíkur, Bergkvist segir svo ekki vera og hélt áfram að vinna. Hann horfir á manninn og var snúðugur um leið og hann sagði: „Hvaa.. hvaðan úr Breiðdalnum ert þú nú?“ „Ég“, segir maðurinn, „ég er sýslumaðurinn á Eskifirði". Og þá brá Bergkvisti við. Úr varð að Bergkvist fór með Lúðvík Ingvarsson sýslumann frá Eskifirði á Breiðdalsvík, upp frá því urðu þeir mestu mátar. Margir samferðamenn Bergkvists kunna skemmtilegar sögur af honum og væri fjársjóður að safna þeim saman. Kona nokkur sagði frá því eitt sinn þegar hún heyrði Nönnu spyrja Berg- kvist: „Í hvaða buxum ertu eginlega?“ Þá sagði Bergkvist snöggur: „Þetta eru buxurnar sem ég skaut selinn í!“ Barnabörnin voru forvitin um lífið á Höfðahúsum og fannst það þrekvirki að nokkur nennti að ganga inn á Búðir. En Berg- kvist sagði börnunum frá manni sem átti brýnt erindi í kaupstaðinn svo hann þurfti að hlaupa í þorpið. „Hann hljóp svo hratt, að tófa hefði skammast sín.“ Heiðursmerki sjómannadags var Bergkvisti veitt með þeim fyrstu á Fáskrúðsfirði. Það var virðu- legt að sjá hann á efri árum sitjandi í stofunni í Baldurshaga á sjómannadaginn, hnarreistan og spariklæddan með heiðursmerkið í barminum. Einn síðasta sjómannadag sem hann lifði spurði eitt barnabarn hann hvað honum fyndist merki- legast í ævistarfi sínu. Eftir stutta umhugsun svar- aði Bergkvist einlægur: „Ég missti aldrei mann.“ Í þá daga voru sjóslys tíð og hafið tók marga sjó- menn á hverju ári og oft marga úr sömu fjölskyldu. Þá var sjósóknin á litlum trébátum, eina hjálp- artækið um borð var kompás og veðurspáin var reiknuð út með því að lesa í skýjafar. Þessi setning um verðmætamat afans situr í höfði barnabarnsins enn í dag, þegar fréttir berast af hugsunarhætti nútímafólks þar sem verðmæti þeirra felast í því að græða sem mest af peningum. Bergkvist átti marga báta á sinni starfsævi og með honum til sjós voru margir ungir og hraustir sjó- menn sem báru ótakmarkað traust til hans. Sér í lagi voru bræður hans þrír meira eða minna með honum á öllum stærri bátum hans. Bátar Bergkvists voru: Vinur SU 523, Nanna SU 24, Sæbjörn SU 44, Vinur II SU 98. Nanna var keypt frá Færeyjum 1947 og hét þá Oddur TG 524. Auk þessara átti hann nokkra smærri báta eins og Litla Tind SU 326 sem var smíðaður í Bátasmiðju Breiðafjarðar í Hafnarfirði 1954. Lengst af var Bergkvist með aðstöðu fyrir út- gerðina í sjóhúsinu Garðastöðum. Þegar Bergkvist hætti útgerð var hann samt ekki búinn að segja skilið við sjómennskuna og fór á sjóinn með syni sínum sem þá hafði látið smíða sér bát er hann nefndi Bergkvist SU 409. Bergkvist var heilsuveill síðustu æviárin en 1979 fékk hann hjartaáfall um borð í bát sonar síns og var þá tvísýnt um heilsu hans, en hann fékk í kjölfarið gangráð vegna hjartatruflana. Eftir það var hann ekki sami maður og frá þeim tíma var heilsan honum oft erfið. Bergkvist Stefánsson lést 5. júní 1986 á 83. aldursári. Guðríður, Elín Sigurjónsdóttir, Jón og Stefán Siggeirsson í heyskap á Baldurshagatúninu. Bergkvist og Nanna í berjamó ásamt börnunum sínum Rannveigu, Jóni og Guðríði, föður Nönnu Þórði Jónssyni, Guðbjörgu Stefánsdóttur og dóttur hennar Elínu Sigurjónsdóttur. Bergþóra á gangi í innkaupstaðnum í vetrarblíðunni. Nanna og Bergkvist á efri árum. Sigríður Fanney Jónsdóttir og Nanna Steinunn Þórðardóttir á fundi Sambands austf irskra kvenna. Bergkvist og Nanna á yngri árum. Í túninu við Baldurshaga, Stefán Siggeirsson, systkinin Guðríður, Jón og Rannveig ásamt Nönnu og Guðbjörgu Stefánsdóttur. „Okkur hefur alltaf fundist að amma hefði átt að verða rithöfundur. Hún hafði sérstak- lega gott minni og sagði okkur barnabörn- unum stundum sögur frá því þegar hún var lítil stúlka og átti aðeins skó sem voru úr skinni og bundnir um fæturna, einnig sagði hún okkur frá jólatrénu sem var gert úr vír og kerti sett á til skrauts.“ Nanna og Sigurjóna Jónsdætur.

x

Franskir dagar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.