Franskir dagar - 01.07.2016, Side 46
46 47
Bifreiðaverkstæði Sigursteins ehf.
Breiðdalsvík
Símar 475-6616 og 899-4300.
Allar almennar
bílaviðgerðir og rennismíði.
Franskir dagar Les jours français
Franskir dagar ∞ Les jours français
8
SÖLUSKÁLI S . J . FÁSKRÚÐSF IRÐI & 475 1490
OPNUNARTÍMI KL. 9-22 ALLA DAGASKYNDIBITASTAÐUR OG BENSÍNSTÖÐ VIÐ ÞJÓÐVEGINN
Tilboð um Franska daga.
Frönsk lauksúpa
Hamborgaratilboð · Pizzatilboð
Pylsutilboð · Réttur dagsins
Áprentaðir bolir o.fl.
Lengi voru rúturnar tvær. Önnur rútan fór í veg
fyrir flugið en hin var að mestu notuð í hópferðir,
stundum var farið með Leiknislið í keppnir, eða
með hljómsveitir til að spila á böllum.
Jón skildi aldrei við bílana á kvöldin nema allt
væri í lagi í þeim. Hann eyddi ófáum stundum í
að þvo og laga bílana.
Lítið var um frístundir og þau bundin dag og
nótt yfir rekstrinum. „Eftir að Víðir og Sigga
stækkuðu fórum við í stuttar sumarferðir norður
í Skagafjörð eða til Hornafjarðar.”
Anna var í kvenfélaginu á Búðum, var þar lengi
gjaldkeri og formaður í eitt ár. Hún var virk í
kirkjunni, sóknarnefndarformaður um tíma og
meðhjálpari síðustu árin.
„Við stofnuðum félagsskap þegar ákveðið var að
reisa dvalarheimili fyrir aldraða á Fáskrúðsfirði.
Hópurinn var með vinnukvöld, var stundum
heila helgi í skólanum og hélt basar í lokin. Við
gáfum ýmislegt til heimilisins, meðal annars öll
gluggatjöld og eitt og annað í eldhúsið. Heilan
dag unnu kvenfélagskonur við að skafa móta-
timbur á meðan húsið var í byggingu. Sjálfboða-
liðar á vegum hópsins máluðu með málningu
sem við gáfum.“
Ein jól voru öðrum eftirminnilegri. Á jólanótt
árið 1988 fórst flutningaskipið Syneta við Skrúð.
„Björgunarsveitin ræsti okkur út um klukkan
hálf tvö. Við tókum ýmsan varning úr sjopp-
unni, settum í rútu sem Jón fór á og hélt til í
Skriðunum á meðan á leitinni stóð. Við létum
þau hafa allt sem við gátum og vorum á vakt í
sjoppunni þangað til seinni partinn á jóladag
þegar leitinni lauk. Nokkrir skipverjar fundust
með lífsmarki en létust fljótlega. Alls fórust tólf
manns í þessu hörmulega slysi.“
Og enn verða kaflaskil
Svo lauk sjoppu- og rútuævintýrinu og Anna
og Siggi ákváðu að leggja niður fyrirtækið og
flytja. Í byrjun febrúar 1991 fluttu þau í íbúð í
Breiðholti sem þau keyptu nokkrum árum áður.
„Við seldum rúturnar 1986 og Indriði Margeirs-
son tók við akstrinum. Fljótlega hættum við með
flugafgreiðsluna og bensínafgreiðsluna.“
Jón keypti húsið Sólvang við Skólaveg og flutti
þangað en Anna og Siggi fluttu suður.
Anna Björk segir að þau hafi gengið að þessum
flutningum eins og hverju öðru verki og þetta
hafi verið enn eitt upphafið. Anna vann við að-
hlynningu á hjúkrunarheimili eftir að hún kom
suður, allt þar til hún fór á eftirlaun sumarið 2006.
Tengdaforeldrar Önnu eru jörðuð í grafreitnum á Hafranesi.
Þegar Kristinn lést var útförin frá Hafranesi, bæði húskveðja og
útförin. Erfitt gat verið á vetrum að koma líkum yfir fjallið til
greftrunar á Kolfreyjustað, þess vegna var útbúinn grafreitur á
Hafranesi. Daníel Sigurðsson(1830-1925) á Kolmúla var fyrstur
grafinn í grafreitnum í lok janúar 1925. Það var föst trú manna
hérlendis, að sá sem fyrstur væri grafinn í nýjum kirkjugarði yrði
„vökumaður" hans. Átti hann að taka á móti öllum er síðar væru
þar grafnir og vaka stöðugt yfir garðinum. Bræðurnir Stefán og
Jón á Berunesi eru þeir síðustu sem voru grafnir í garðinum.
1
2
3 4
5
6 7 8
9
10 11
12
13
14
15
25
26 27 28 29
30 31 32 33 34 35 36 37 38
39
16
17
18 19
20 21 22 23 24
Efsta röð frá vinstri:
1. Friðmar Gunnarsson Tungu
2. Ragnar Malmquist Lækjamóti
3. Hörður Garðarsson Ljósalandi
4. Jónas Jónasson Höfðahúsum
5. Vilhjálmur Gunnarsson Tungu
6. Kjartan Úlfarsson Vattarnesi
7. Páll Gunnarsson Tungu
8. Þorsteinn Óskarsson Hafranesi
(sonur Laufeyjar Kristinsd. Þernunesi)
9. Ágúst Karlsson Búðum, sumardrengur á Kolmúla
10. Þorgeir Guðmundsson Brimnesi
11. Vigni Lúðvíksson Vattarnesi
12. Haraldur H aldsson Kolfreyjustað
13. Óskar Jónsson Kolfreyju
14. Guðgeir Daníelsson Kolmúla
Miðröð frá vinstri:
15. Óþekkt
16. K istín Einarsdóttir Kappeyri
17. Aðalbjörn Úlfarsson Vatt nesi
18. Viðar Sigbjö nsson Höfðahús m
19. Gísli Kristinsson Hafranesi
20. Jónas Jónasson Kolmúla
21. Sigurður Úlfarsson Vattarnesi
22. Elís Daníelsson Kolmúla
23. Ragnar Haraldsson Kolfreyjustað
24. Daníel Sigurðsson Kolmúla
Neðsta röð frá vinstri:
25. Guðrún Stefánsdóttir Kappeyri
26. Valborg Jónsdóttir Kolfreyju
27. Margrét Sigbjörnsdóttir Vattarnesi
28. Erla Lúðvíksdóttir Vattarnesi
29. Helena Hálfdánardóttir Vattarnesi
30. Guðný Hálfdánardóttir Vattarnesi
31. Þórey Haraldsdóttir Kolfreyjustað
32. Jenný Haraldsdóttir Kolfreyjustað
33. Rannveig Haraldsdóttir Kolfreyjustað
34. Olga Sigurbjörnsdóttir Höfðahúsum
35. Ragnhildur Gunnarsdóttir Tungu
36. Steinunn Úlfarsdóttir Vattarnesi
37. Elínborg Stefánsdóttir Búðum
38. Elínborg Gunnarsdóttir Tungu
39. Óþekkt
Mynd er tekin á stofnfundi Ungmennafélagsins Árvakurs á Kolfreyjustað árið 1949.
Eigandi ljósmyndar: Sigrún Haraldsdóttir
Ung n afélagið Árvakur