Franskir dagar - 01.07.2016, Side 47

Franskir dagar - 01.07.2016, Side 47
47 KFFB Góða skemmtun • Heimir Logi, Guðbjörg Sandra, Emma Björg og Magnea Mist • Bryndís og Gunnar Jósep • Jón og Þórunn – Nýborg • Magnús Stefánsson • Vignir og Lára • Eddi, Kristel og börn • Sabina og fjölskylda – Auðsbergi • Valur Þórarinsson – Draumalandi • Helgi og Gullý – Grund • Níels og Hrefna Guðný – Varmalandi • Guðfinna, Pétur og synir • Elsa – Hamarsgötu 1 • Hafdís og Guðjón • Adda og Gunnar – Skálholti • Steinunn og Ingólfur • Dísa á Gili • Skvísurnar í Efri – Haga • Anna og Böggi • Lindi og Dadda • Aníta, Siggi og börn – Sunnuhvoli • Jóna og Atli • Sibba og Þorgrímur – Móbergi • Magga, Krissi og Ingólfur • Man, Guðjón, Díana og Inga • Hans Óli, Berglind og Unnar • Hjörtur, Aðalheiður og Brynjar – Úthlíð • Adda, Bjarni, Jason og Emil • Jóna og Hafþór • Hafþór og Ármann • Högni og Ingeborg • Lára Hjartardóttir • Valborg, Bjartþór, Anna Björg, Hilmar og Birta Hörn • Elvar, Borghildur og Stefán Alex • Sigþóra og Palli • Oddrún, Ari, Rebekka, Sveinn og Monika • Magnús, Líneik, Ásta Hlín, Inga Sæbjörg, Jón Bragi og Ásgeir Páll • Kjartan og Bogga • Lalli og Stebba • Ólafía • Óskar, Hrafnhildur, Dagur og Bjarki • Helga, Stefán og börn • Edin, Sabina, Sarah og Alma • Siggi, Tinna og synir • Strákarnir okkar ehf. • Paulius, Solanza, Tadas, Arnas og Max • Ragnar Þorvaldsson • Kiddi, Kolla, Magnea og Guðrún • Jóna Petra, Guðmundur, Elísa Marey, Magnús Berg, Magnea María, Birna Dögg, Birta Hörn, Ísar Atli, Nenni Þór og Birkir • Óðinn, Ásta, Ísafold Ýr og Aþena Rán • Erla, Sverrir og synir • Jóna Kristín og fjölskylda • Sigmar, María, Heiðbert Óli og Hörður Marinó • Fjölskyldan Hlíðarenda • Alla og Einar • Jónína, Halldór, Snjólaugur Ingi, Jónína Björg og Sonja Ósk • Mæja og Denni • Grétar og Dagný • Hjálmar, Dagný, Guðmundur Arnar, Steinunn Bjarkey og Elísabet Eir • Dóra og Lúlli • Gunna, Siggi, Svanhvít og Sigurbjörg • Fjölskyldan í Mánaborg • Guðný og Steini • Gestur og Sigurbjörg • Malla, Óskar og fjölskylda • Óðinn, Svava, Karítas Embla, Ármey Mirra og Veigar Leví • Viddi, Hafdís og fjölskylda • Íris, Hafsteinn, Guðrún Birta og Emilía Fönn • Steinn, Heiða Hrönn, Anton Unnar og Brynjar Heimir • Elsa Guðjónsdóttir & Co. – Skólastjórabústaðnum • Helgi og Margrét • Birkir, Katrín og Hrafnhildur Sara • Inga og Baldur Óskum Fáskrúðsfirðingum og gestum góðrar skemmtunar á Frönskum dögum 2016 Franskir dagar 2016Franskir dagar ∞ Les jours français 8 SÖLUSKÁLI S . J . FÁSKRÚÐSF IRÐI & 475 1490 OPNUNARTÍMI KL. 9-22 ALLA DAGASKYNDIBITASTAÐUR OG BENSÍNSTÖÐ VIÐ ÞJÓÐVEGINN Tilboð um Franska daga. Frönsk lauksúpa Hamborgaratilboð · Pizzatilboð Pylsutilboð · Réttur dagsins Áprentaðir bolir o.fl. Lengi voru rúturnar tvær. Önnur rútan fór í veg fyrir flugið en hin var að mestu notuð í hópferðir, stundum var farið með Leiknislið í keppnir, eða með hljómsveitir til að spila á böllum. Jón skildi aldrei við bílana á kvöldin nema allt væri í lagi í þeim. Hann eyddi ófáum stundum í að þvo og laga bílana. Lítið var um frístundir og þau bundin dag og nótt yfir rekstrinum. „Eftir að Víðir og Sigga stækkuðu fórum við í stuttar sumarferðir norður í Skagafjörð eða til Hornafjarðar.” Anna var í kvenfélaginu á Búðum, var þar lengi gjaldkeri og formaður í eitt ár. Hún var virk í kirkjunni, sóknarnefndarformaður um tíma og meðhjálpari síðustu árin. „Við stofnuðum félagsskap þegar ákveðið var að reisa dvalarheimili fyrir aldraða á Fáskrúðsfirði. Hópurinn var með vinnukvöld, var stundum heila helgi í skólanum og hélt basar í lokin. Við gáfum ýmislegt til heimilisins, meðal annars öll gluggatjöld og eitt og annað í eldhúsið. Heilan dag unnu kvenfélagskonur við að skafa móta- timbur á meðan húsið var í byggingu. Sjálfboða- liðar á vegum hópsins máluðu með málningu sem við gáfum.“ Ein jól voru öðrum eftirminnilegri. Á jólanótt árið 1988 fórst flutningaskipið Syneta við Skrúð. „Björgunarsveitin ræsti okkur út um klukkan hálf tvö. Við tókum ýmsan varning úr sjopp- unni, settum í rútu sem Jón fór á og hélt til í Skriðunum á meðan á leitinni stóð. Við létum þau hafa allt sem við gátum og vorum á vakt í sjoppunni þangað til seinni partinn á jóladag þegar leitinni lauk. Nokkrir skipverjar fundust með lífsmarki en létust fljótlega. Alls fórust tólf manns í þessu hörmulega slysi.“ Og enn verða kaflaskil Svo lauk sjoppu- og rútuævintýrinu og Anna og Siggi ákváðu að leggja niður fyrirtækið og flytja. Í byrjun febrúar 1991 fluttu þau í íbúð í Breiðholti sem þau keyptu nokkrum árum áður. „Við seldum rúturnar 1986 og Indriði Margeirs- son tók við akstrinum. Fljótlega hættum við með flugafgreiðsluna og bensínafgreiðsluna.“ Jón keypti húsið Sólvang við Skólaveg og flutti þangað en Anna og Siggi fluttu suður. Anna Björk segir að þau hafi gengið að þessum flutningum eins og hverju öðru verki og þetta hafi verið enn eitt upphafið. Anna vann við að- hlynningu á hjúkrunarheimili eftir að hún kom suður, allt þar til hún fór á eftirlaun sumarið 2006. Tengdaforeldrar Önnu eru jörðuð í grafreitnum á Hafranesi. Þegar Kristinn lést var útförin frá Hafranesi, bæði húskveðja og útförin. Erfitt gat verið á vetrum að koma líkum yfir fjallið til greftrunar á Kolfreyjustað, þess vegna var útbúinn grafreitur á Hafranesi. Daníel Sigurðsson(1830-1925) á Kolmúla var fyrstur grafinn í grafreitnum í lok janúar 1925. Það var föst trú manna hérlendis, að sá sem fyrstur væri grafinn í nýjum kirkjugarði yrði „vökumaður" hans. Átti hann að taka á móti öllum er síðar væru þar grafnir og vaka stöðugt yfir garðinum. Bræðurnir Stefán og Jón á Berunesi eru þeir síðustu sem voru grafnir í garðinum.

x

Franskir dagar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.