Félagsbréf - 01.12.1962, Blaðsíða 42

Félagsbréf - 01.12.1962, Blaðsíða 42
38 FÉLAGSBRÉF í faðm hinna menningarlegu stórvelda, eins og flugurnar fljúga mót ljósinu. Okkur tókst ekki í tæka tíð aS mynda mfandi norrænt menningarsamfélag, og fyrir vikiS slöngvast nú Norður- lönd, hvert og eitt út af fyrir sig og án þess að rönd verði reist við, út í heiin- inn. En við getum ekki í grundvallar- atriðum risið öndverð gegn heimsþró- uninni né talið hana í alla staði óæski- lega. Heimurinn er einn og meginmark- miöið hlýtur, þegar á allt er litið, að vera að hugsa og skynja sem heirns- borgarar. Ég er enginn dulspakur þjóðernis- sinni — þvert á móti, ég hef alla ævi verið á verði gagnvart öllum ættjarðar- öfgum og þjóðlegri naflaskoðun. En ég er sannfærður um eitt: Átthagalaus maður, án þjóðlegs bókmenntamáls, sem lifir á vörum hans og frjóvgar huga hans, verður enginn heimsborg- ari. Ef við eigum að gefa stærri heimi sál okkar, — öðlast víðfeömari mann- lega samhyggð, þá þrífumst við ekki rótlaus. Menningarlegur samruni Evrópu og alls heims veröur smáþjóðunum, sem okkur, ærin þolraun — ef bezt lætur þolraun, sem verður að mæta með víðtækum, þjóðlegum, og ef til vill einnig samnorrænum öryggisráðstöfun- um. í öllum löndum verða möguleik- ar einstaklinganna háðir því, að lífrænt jafnvægi haldist milli hinnar skapandi menningar landsins sjálfs — skáldskap- ar, lista og frumlegs andlegs lífs ann- ars vegar, — og hins vegar þeirra, sem veita henni viðtöku á hlutaðeigandi tungumálasvæði. Þessu jafnvægi mun verða alvarlega raskað. Eftir 30 ár geta okkar fámennu þjóð- ir verið klofnar milli yfirborðslegrar heimsmenningar með lausungarsvip og þjóðlegrar menningar, sem verður stöðugt sveitalegri og smærri í sniðum. Félagsskapur okkar við umheiminn mun ekki veita okkur sömu tækifæri til menntunar sem hinum stóru þjóðum. Búseta okkar í eigin landi, mun ekki veita hverjum einstökum okkar það gildi, sem sjálfbjarga þjóðleg menning getur veitt. Við gætum orðið einhvers konar sjálfumglöð hálfmenni í okkar litlu vel- ferðarríkjum, enskir dvergar, sem ráfa um í staöbundnum menningarheimi, sem ekki er lengur skapandi eða frjóvg- andi, og mun líkjast æ meir rykföllnu byggðasafni. Þjóölegar bókmenntir, sem geta mótað og lyft huga okkar á eigin máli og eigin grunni og jafnframt lagt sitt af mörkum til umheimsins, verða kannski minningin ein. List, sem nær- ist af okkar innri hræringum og hefur nægileg sérkenni til að taka við erlend- um áhrifum, verður ef til vill ekki leng- ur til. Árásin mun fyrst bitna á hinum vitsmunalegu þáttum andlegs lífs og hinum sammannlegu viðhorfum í bók- menntum og listum. Síðan á allri al-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.