Félagsbréf - 01.12.1962, Blaðsíða 59
FÉLAGSBRÉF
55
Stefán Einarsson:
íslenzk bókmenntasaga
874—1960.
Snæbjörn Jónsson & Co. h.f.
Reykjavík 1961.
að má teljast heldur en ekki í frásögur
færandi, að íslendingar hafa ekki alls
fyrir löngu eignazt samfellda íslenzka bók-
menntasögu á íslenzku frá elztu tímum frain
á vora daga, og nefnist hún Islenzk bók-
menntasaga 874—1960. Má segja, að tími
hafi verið til kominn.
Afreksmaðurinn er hinn merki vísinda-
maður Stefán Einarsson, fyrrverandi pró-
fessor við John Hopkins háskólann í Balti-
more. Stefán hefur komið á langri ævi
mörgu og margvíslegu í verk. Hann er í
rauninni lærður hljóðfræðingur, eins og
doktorsritgerð hans færir okkur heim sann-
inn um (Beitrage zur Phonetik der is-
landischen Sprache, Oslo 1927); að auki
hefur hann ritað mikla kennslubók í íslenzku
fyrir útlendinga (Icelandic Grammar, Texts,
Glossary, Baltimore 1945). En á siðustu
áratugum hefur hugur hans hneigzt æ
meir að bókmenntum og rannsókn þeirra.
Stefán hefur með öðrum orðum skipt um
rannsóknarsvið: Hinn vísindalega skólaði
málfræðingur ritar nú bókmenntasögu. —
Þetta er sagt hér til skilningsauka á því,
sem á eftir kemur. Þessi umskipti þakkar
Stefán eða kennir Sigurði Nordal, læri-
meistara sinum, í formála að Bókmennta-
sögunni, en Stefán tileinkar Sigurði þessa
nýju bók sína hálfáttræðum.
Af fyrrsögðu má skilja, að Stefán Einars-
son er enginn viðvaningur i því að
glima við bókmenntaleg vandamál. Hann
hefur látið frá sér fara m. a. History
of Icelandic Prose Writers 1800—1940
(1948), Skáldaþing (1948) og A History of
Icelandic Literature (1957). Hin nýja bók
Stefáns, sem hér er til umræðu, er i raun
réttri þýðing á ensku bókmenntasögunni frá
1957 að undanskildum nokkrum köflum um
stöku skáld eða fræðimenn, sýnishornum um
kveðskap, skrá yfir bókaflóð síðustu ára
og loks hugleiðingum af ýmsu tagi.
Það er ekki heiglum hent að semja sögu
bókmennta heillar þjóðar um margra alda
skeið, og sér í lagi, þegar um frumsmíð er
að ræða. Það er ekki unnt annað en dást að
hugrekki og framtaki Stefáns.
Sá, sem færist i fang að rita bókmennta-
sögu, verður nauðugur viljugur að byggja
að langmestu leyti á verkum annarra vís-
indamanna. En höfundi er mikill vandi á
höndum og hefur í mörg horn að líta. —
Þegar hann hefur kannað heimildir og aflað
sér fanga, leitar á brýnt vandamál: hversu
skuli skipa efninu niður, flokka verk og
höfunda. Þetta er fjarska mikils vert, því
að hér er um að ræða uppistöðuna eða sjálfa
beinagrindina. Ifvernig hefur Stefán leyst
þetta?
Hvað áhrærir fornar bókmenntir, greinir
Stefán að bundið mál og sundurlaust allar
götur fram til siðskipta. Þegar frá er tekinn
inngangskaflinn, rekur hann fyrst sögu kveð-
skaparins (Eddukvæði, Dróttkvæði, Helgi-
kvæði, Veraldlegur skáldskapur frá síðmið-
öldum) og síðan sagnaritunarinnar (Bók-
menntir klerka, Fyrstu sagnaritarar, Kon-
ungasögur, Sögurnar, íslendingasögur, Sturl-
unga saga, Fomaldar sögur, Riddara sögur
og Lygisögur). Um þessa heildarskiptingu
er það að segja, að hún er einföld og hand-
hæg, og í raun og veru er ekki kleift að
fetta fingur út í hana, þar eð Stefán gætir
fyllsta samræmis við þessa niðurröðun. En
hún er að mínum dómi ekki heppileg; er
óneitanlega ankannalegt að lesa um rímna-
kveðskap 14., 15. og 16. aldar án þess að
hafa heyrt minnzt á þær sögur, sem þessi
kveðskapargrein hvílir á. Þessi langi að-
skilnaður bundins og óbundins máls er einkar
villandi. Ákjósanlegt hefði verið að hluta
þennan kafla bókmenntasögunnar í tvö tíma-
bil: Fornöld og Miðöld (1350—1550). Við