Félagsbréf - 01.12.1962, Blaðsíða 60
56
FÉLAGSBRÉF
upphaf miðaldar hefði mátt draga í þræðina:
gera grein fyrir því, sem sleppir, og því, sem
við tekur. Á þann hátt hefði tímaskynjunin
orðið næmari og bókmenntaþróunin öll miklu
greinilegri.
Stefán kallar einn kaflann Bókmenntir
klerka. Þar segir fyrst frá ýmsum menningar-
legum atriðum, síðan frá Hómilíum, Helgi-
sögum konunga, Biskupasögum, Annálum
o.fi. Kaflafyrirsögnin er ótæk, m.a. vegna
þess, að elztu sagnaritarar vorir eru allir
með tölu klerkar eða klerklærðir svo sem
Sæmundur fróði og Ari fróði. Að uuki má
benda á, að rit Odds Snorrasonar og Gunn-
laugs Leifssonar eru — alveg réttilega —
talin með konungasögum, en gætu að sjálf-
sögðu heyrt undir Bókmenntir klerka, þar
eð þeir eru hvorttveggja klerkar og semja
kirkjuleg áróðursrit. Að endingu er það fjurri
lagi að gera skil biskupasögum 14. aldar án
þess að hafa drepið á fyrstu sagnaritarana,
Sæmund og Ara. Hjá þessu hefði verið unut
að komast með því að hafa sérstakan kafla
Upphaf sagnaritunar og fjalla um biskupa-
sögur síðar ásamt Sturlungu, væntanlega
undir heitinu Samtíðarsögur.
Þá er þess að geta, að Stefán hefur sér-
stakan þátt, er hann nefnir Sögurnar. Þar
skilgreinir hann „sögu“, ra-ðir um sagnfestu-
og bókfestukenninguna og sitthvað fleira.
Þessi kafli er óþarfur. Rétt hefði verið að
skilgreina hugtakið „saga“, áður en konunga-
sögum voru skil gerð. Annað efni þáttarins
hefði átt að falla undir íslendingasögur.
Efnisskipuninni frá 1550—1750 eða frá
siðskiptum fram til upplýsingarstefnunnar er
hjá Stefáni ærið ábótavant. Hann þrískiptir
tímabilinu; Siðaskipti, fslenzk endurreisn og
Veraldlegur kveðskapur 1550—1750. Hér
hefði farið vel á því sem fyrr að hafa tvo
höfuðflokka: annan um bundið mál, hinn
um laust mál; síðan hefði mátt hafa undir-
flokka að vild. Annmarkarnir á þessari skipt-
ingu koma í Ijós, þegar við rekumst á í
kaflanum um Veraldlegan kveðskap ekki að-
eins andlegan kveðskap, eins og sjálfa Passíu-
sálma Hallgríms Péturssonar, heldur á rit
í sundurlausu máli: Reisubók Ólafs Egils-
sonar, Ævisögu Jóns Indíafara Ólafssonar,
Píslarsögu Jóns þumlungs Magnússonar og
Postillu Jóns meistara Vídalíns.
Stefán gerir ekki jafnan greinilegan mun
á tímamótum í landssögu og bókmenntum.
Einn kaflann nefnir hann Þjóðrækni og
rómantík 1830—1874. Þjóðrækni ætti ekki að
standa í fyrirsögninni, því að rómantík felur
í sér þjóðrækni. En þetta er aukaatriði. Ekki
er áhorfsmál, að hér væri rétt að setja mörk-
in 1882 við útkomu Verðandi, boðbera raun-
sæisstefnunnar, en ekki 1874. Téðum kafla
fylgir þátturinn Raunsæisstefna til nýróman-
tíkur 1874—1918. Hér er sem fyrr, að árið
1918 markar tímamót í landssögunni en ekki
í bókmenntasögunni. Án efa er réttara að
draga markalínuna við árið 1924, þegar Bréf
til Láru Þórbergs kom út eða um 1930, þeg-
ar síðasta ljóðabók Einars Benediktssonar
birtist (Hvammar) og Ilalldór Kiljan nær
fullum þroska sem sagnaskáld (Þú vínviður
hreini, 1931).
Að endingu skal þess getið að flokkun
Stefáns á skáldum og rithöfundum 20. aldar
og reyndar á síðustu áratugum þeirrar 19.
er ekki til frambúðar. Það liggur í augum
uppi, að óhæft er að draga til að mynda
Gest Pálsson, Einar Benediktsson, Helga
Péturss og Jóhann Sigurjónsson í sama dilk.
Stefán hefur að leiðarljósi fæðingarár skálda,
en það er að sjálfsögðu algert aukaatriði við
flokkaskiptingu í bókmenntasögu.
Að framansögðu fer þvi ekki á milli mála,
að margs er ávant um beinagrindina. En ber
þessi stökka beinagrind hrukkulaust og a-
ferðarfagurt hold?
Bókmenntasögu má rita á marga lund.
Sumir bókmenntasöguhöfundar leggja a-
herzlu á „personalia," æviferil og þroskaferil
skálda; aðrir á fagurfræðilegt mat verkanna;
enn aðrir á lnigmyndarannsóknir o.s.frv. —
Það er leitt, að Stefán skuli ekki hafa rætt