Félagsbréf - 01.12.1962, Blaðsíða 28

Félagsbréf - 01.12.1962, Blaðsíða 28
24 FÉLAGSBRÉF miðjan dag; og vinnendur hrepptu nokkra silfurpeninga án þess aS tilviljun réði frekar þ ar um. Þér sjáið að aðferðin var frumstæð. Vitaskuld brugðust þessi „happdrætti“. Siðferðisgildi þeirra var alls ekkert; þeim var ekki beint að manninum öllum, aðeins að vonum hans. Þegar áhuga- leysi almennings kom á daginn tók kaupmönnunum, sem höfðu byrjað þennan hégóma, að tapast fé. Einhver reyndi að bæta úr skák: happdrættið var aukið nokkrum óhöppum. Eftir þessa endurbót áttu kaupendur hlutanna annars vegar kost á að græða nokkurt fé, hins vegar á hættu að greiða sekt sem gat orðið býsna há. Þessi áhættuvitund (aðeins eitt óhapp móti hverjum þrjátíu höppum) varð, eins og vænta mátti, til að kynda undir áhuga almennings. Babýlóníu- menn gáfu sig á vald leiknum; hver sem ekki lék með var kallaður þróttlaus bleyða. Síðar meir beindist þessi réttmæta fyrirlitning að enn öðrum: auk þeirra sem leiddu leikinn hjá sér sættu þeir fyrirlitningu sem töpuðu og greiddu síðan sekt sína. Félagið (sem fólk var farið að kalla svo) varð að gæta hags vinnend- anna, því að ekki var hægt að greiða vinningana ef mestallar tekjur af sektun- um brugðust. Það hóf málsókn gegn þeim sem töpuðu, og dómarinn dæmdi þá að greiða hina upphaflegu sekt og málskostnað að auki, ellegar sitja nokkra daga í fangelsi. Til að hlunnfara Félagið kusu allir fangelsi. Af þessari óbil- girni fárra manna er komið alræðisvald Félagsins, andlegur og frumspekilegur máttur þess. Okömmu síðar var hætt að tiltaka sektir í happdrættisskránum, látið duga að tilgreina hve löng fangavist heyrði hverju óhappi. Þessi niðurfelling, sem fæstir tóku eftir, skipti öllu máli. Þar með birtust fyrsta sinni í happdrœttinu önnur ver&mœti en peningar. Árangurinn varð mikill. Fyrir atbeina viðskipta- manna sjálfra neyddist Félagið til að fjölga óhöppum. Allir vita að Babýlóníumenn eru mjög sinnaðir fyrir rökfestu og rétta sam- svörun. Það vottaði ósamræmi að höppin skyldu virt til fjárupphæðar en óhöpp- in talin í dögum og nóttum í fangavist. Sumir siðfræðingar bentu á að pen- ingaeign hefði ekki alltaf hamingju í för með sér og töldu að annars konar höpp kynnu að vera gæfusamlegri. Óánægja af öðrum toga náði sér niðri í fátækrahverfunum. Prestastéttin keypti marga hluti og naut allra umskipta vonar og ótta. öreigar (skiljanlega, eða óhjákvæmilega, öfundsjúkir) áttu engan kost þessarar áhættu sem allir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.