Félagsbréf - 01.12.1962, Síða 28

Félagsbréf - 01.12.1962, Síða 28
24 FÉLAGSBRÉF miðjan dag; og vinnendur hrepptu nokkra silfurpeninga án þess aS tilviljun réði frekar þ ar um. Þér sjáið að aðferðin var frumstæð. Vitaskuld brugðust þessi „happdrætti“. Siðferðisgildi þeirra var alls ekkert; þeim var ekki beint að manninum öllum, aðeins að vonum hans. Þegar áhuga- leysi almennings kom á daginn tók kaupmönnunum, sem höfðu byrjað þennan hégóma, að tapast fé. Einhver reyndi að bæta úr skák: happdrættið var aukið nokkrum óhöppum. Eftir þessa endurbót áttu kaupendur hlutanna annars vegar kost á að græða nokkurt fé, hins vegar á hættu að greiða sekt sem gat orðið býsna há. Þessi áhættuvitund (aðeins eitt óhapp móti hverjum þrjátíu höppum) varð, eins og vænta mátti, til að kynda undir áhuga almennings. Babýlóníu- menn gáfu sig á vald leiknum; hver sem ekki lék með var kallaður þróttlaus bleyða. Síðar meir beindist þessi réttmæta fyrirlitning að enn öðrum: auk þeirra sem leiddu leikinn hjá sér sættu þeir fyrirlitningu sem töpuðu og greiddu síðan sekt sína. Félagið (sem fólk var farið að kalla svo) varð að gæta hags vinnend- anna, því að ekki var hægt að greiða vinningana ef mestallar tekjur af sektun- um brugðust. Það hóf málsókn gegn þeim sem töpuðu, og dómarinn dæmdi þá að greiða hina upphaflegu sekt og málskostnað að auki, ellegar sitja nokkra daga í fangelsi. Til að hlunnfara Félagið kusu allir fangelsi. Af þessari óbil- girni fárra manna er komið alræðisvald Félagsins, andlegur og frumspekilegur máttur þess. Okömmu síðar var hætt að tiltaka sektir í happdrættisskránum, látið duga að tilgreina hve löng fangavist heyrði hverju óhappi. Þessi niðurfelling, sem fæstir tóku eftir, skipti öllu máli. Þar með birtust fyrsta sinni í happdrœttinu önnur ver&mœti en peningar. Árangurinn varð mikill. Fyrir atbeina viðskipta- manna sjálfra neyddist Félagið til að fjölga óhöppum. Allir vita að Babýlóníumenn eru mjög sinnaðir fyrir rökfestu og rétta sam- svörun. Það vottaði ósamræmi að höppin skyldu virt til fjárupphæðar en óhöpp- in talin í dögum og nóttum í fangavist. Sumir siðfræðingar bentu á að pen- ingaeign hefði ekki alltaf hamingju í för með sér og töldu að annars konar höpp kynnu að vera gæfusamlegri. Óánægja af öðrum toga náði sér niðri í fátækrahverfunum. Prestastéttin keypti marga hluti og naut allra umskipta vonar og ótta. öreigar (skiljanlega, eða óhjákvæmilega, öfundsjúkir) áttu engan kost þessarar áhættu sem allir

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.