Félagsbréf - 01.12.1962, Blaðsíða 61

Félagsbréf - 01.12.1962, Blaðsíða 61
FÉLAGSBRÉF 57 lítillega um vinnubrögð sin og stefnu og svarað spurningunni: Hvað er bókmennta- saga? Þá hefði Stefán að öllum likindum tekið efnið fastari tökum, og velt fyrir sér því veigamikla atriði, hverjum beri þegnrétt- Ur í bókmenntasögunni. Það er Ijóst, að seta á þingi tryggir ekki aðgang að stjórnmálasögunni né prests- vígsla rúm í kirkjusögunni. Á sama hátt öðlast ekki allir þeir, sem hafa látið bók frá sér fara, vígðan reit í bókmenntasögunni. Stefán er augljóslega á öðru rnáli, þvi að hann leggur allt kapp á að láta sem flest nöfn fljóta með í bók sinni. Jafnvel allir prófessorar í íslenzkum fræðum eða ís- lenzkir sendikennarar crlendis eru nafn- greindir. Þá er otað að lesendum nafnaþul- um margvíslegum, t.d. hverjir eigi grein í riti Vísindafélags íslendinga eða i Árbók- um skálda. Því skal ekki neitað, að þetta staðreynda- tal veldur því, að í bók Stefáns er margan fróðleik að finna. Rit hans verður eins konar uppsláttarverk, sem handhægt er að gripa til, og er nafnaskráin til mikilla bóta, jafn- vel þótt ýmsar misfellur hafi slæðzt inn í hana. Enn fremur þykir mér full ástæða að lofa bókaskrána. Þeir, sem telja, að bók- tnenntasaga sé að meginstofni staðreynda- tal, mega vel við una. En að minu viti er þetta stærsti ágalli bókarinnar, því að fróð- leikurinn beinlinis byrgir fyrir útsýnið, raskar jafnvæginu, afskræmir. Skal reynt að finna þessum orðum stað með því að benda á afleiðingarnar. Það segir sig sjálft, að skáldin og verk þeirra hljóta að skipa það rúm í bókmennta- sögu, sem hæfir áhrifum þeirra og listrænu gildi. Að sönnu má þrátta um þetta, en aldrei svo, að verulegu máli skipti. Saman- burður er hér hentugur til að sýna meðferð Stefáns eða mat. Gerð er grein fyrir sjálfum Passiusálmum Hallgríms Péturssonar á hálfri blaðsiðu eða á sama fleti og t.d. Helga Hjörvar, Sigurjóni Jónssyni og Kristni Andréssyni. — Gestur Pálsson er að heita má lagður að jöfnu (1 bls.) við Árna Magn- ússon frá Geitastekk, Kristján Albertsson og Agnar Þórðarson. — Sveinbjörn Egilsson og Orn Arnarson eru jafnokar Jónasar frá Hriflu og Gunnars Benediktssonar. — Sig- urður Breiðfjörð og Bólu-Hjálmar fá um það bil eina siðu í sinn hlut eða minna en Hannes Pétursson, sem er maki Steins Steinars eftir efnislengd að dæma. — Þorsteinn Erlings- son breppir tvær síður eða litlu meir en Bjarni Gizzurarson, Richard Beck ámóta og sjálfur Matthias (um þrjár bls.), og Krist- mann Guðmundsson svipað og Davíð Stefáns- son (rúmar tvær bls.). Þannig mætti lengi telja. Með öðrum orðum gerir Stefán lítinn mun þúfna, hóla og fjalla. Afskræmt hlutfall og aragrúi staðreynda valda því, að perlur bók- menntanna renna út í sandinn. Fyrir bragðið er heildarmyndin öll bjöguð. Það leiðir að likum, að hin fagurfra-ði- lega lýsing verka og mat þeirra vill fara forgörðum i þessum hafsjó staðreynda. Vill þá við brenna, að farið sé áþekkum orðum um meistaraverk og miðlungsverk. Stefán gripur iðulega til orða eins og „fagurt“ „gott“, „ágætt“. Þetta er gott og blessað, en við æskjum að vita hvers vegna og á hvern hátt. Ég skal nefna dæmi. Um Jónas Hall- grimsson farast honum m.a. svo orð: „Jónas átti i mörgu við hörð örlög að búa: fyrst missti hann föður sinn í Hraunsvatn, ungur sveinn, þá unnustu sína til annars manns, og loks heilsuna — en allt þetta fékk útrás í fögrum kvæðum, sumum átakanlega fögr- um, eins og „Ferðalok“.“ (301) Þetta er í upptalningarstil. En í hverju er hið fagra fólgið? Og vert hefði verið að skýra frá því, hvernig þessu höfuðskáldi verður við skaða sínum, hvcrt það leitar huggunar, því að hér er örstutt að lífsspeki skáldsins. Erfiljóð Bjarna Thorarensens eru, eins og kunnugt er, með því albezta, sem ort hefur verið af þvi tagi á íslenzka tungu. Frá þvi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.