Glettni - 18.01.1939, Blaðsíða 7

Glettni - 18.01.1939, Blaðsíða 7
GLETTNI 7 INTERVIEW Ég frétti nýlega, að gamall vinur minn, einn mektar bóndi utan af landsbyggðinni, væri staddur í bænum, og fór ég þá á stúf- ana að ná tali af honum. Maðurinn fjr tatinn skynsamur vel'. Hann íes mikið af erlendum tímaritum og kryddar hann mál sitt með ýmsum erleudum glós- um. Ég hitti hann niður í Austurstræti (þar skeður flest) og býð ho>luni strax uppá kaffi á Skálanum, Þegar við vorum búnir að fá gott borð úti í horni, tók ég upp blað og blýant og púnktaði niður samtal okkar. Hvað er í fréttum, hvernig gengur bú- skapurinn? O sussu. Það er bölvuð mæðiveiki í þessu öllu hjá okkur, )ær hafa ekki verið svo haldgóðar mæðiveikisvarnirnar. Eruð þið kannske vanari einhverju hald- betra? Það virðist manni, að þær séu ungu stúlk- urnar, sem fara til Reykjavikur, við fáum sirka helminginn heim aftur dobular, hinar koma aldrei, svo okkur finnst það andsk... mikil risíkó að eiga við svona haldgóða þjóð- flutninga, af því líka við teljum kynbælurnar vafasamar. Er ekki mikill bagi að fólksfæðinnji í sveit- inni? Jú, en eins og ég sagði áðan, þá kemur þetta nokk aftur, en það er í smækkaðri út- gáfu og maður er nú ekki búinn að kjókla þessum undanvillingum >ipp í einni honne- venning. Verzlunin, hvernig er hún hjá ykkur? Esju . verzlun, við seljum ódýrt, en kaup- menn dýrt og sitjum svo eftir nteð það, sem enginn vill sjá. Hvað getur það verið, sem enginn vill kaupa? Sjálfdauðu rollurnar, ntaður, og svo leka- ðytturnar, sem enginn vill sjá — lengur. Hvaða framleiðslu hafið þið aðallega núna síðan mæðiveikin lagði sauðfjárstofninn að velli? Nautgrip. og sv.n, maður, ja há, naut og svín, það er \ íða sem fjárhúsin eru orðin að fjósum og sv.nastíum. Því það eru svo fáir sem geta byggt fjós eins og á Hvanneyri. Hafið þið góðan markað fvrir þessa fram- Ieiðslu? Nei, en nú er í ráði að stofna axíuselskap þarna hjá okkur (það gefst víða svo vef ) og byggja niðursuðuverksmiðju. Þá getum við skaffað Uxahala og Drísatær og ýntsar sultur, sent má nota a llan fjandann í, verst hún var ekki komin upp, þegar féð var ,að drepast úr mæðiveikinni. Er ekki mikill stofnkostnaður og áhætta við þetta? Uss nei, nei, við fáum mikinn ríkisstyrk og svo látustum við kaupa einhverja hlnti, sem við borgum aldrei, fáum svo lán út á þá í ‘Búnaðarbankanum, svo þettta er engin risíkó, en verði svo resúltatið gott, þá hirð- þum við ágóðann og það er óllræt. Það er a ð hevra, að þið séuð að verða stórslegnir spekúlantar þarna í sveitinni. Ja, þetta er haft fyrir manni á hærri stöð- um og einhvei nveginn verður maður að ná í barnsmeðlögin (lítur á klukkuna). O mikið andsk... er orðið framorðið. Þakka þér kær- lega fvrir kaffið, ég þarf í Búnaðarbankann, og hitta vin minn Hilmar. Vertu blessaður og sæll og heilsaðu upp á mig, ef þú verður á ferðinni. Þú veizt, að „það eru allir vel- komnir að Reykjum". GLETTNI Kemur út vikulega. Áskriftargjald 1 kr. á mánuði, í lausas.lu 25 aura eintakið. Afgreiðsla á Hverfisg. 41, sími 5452. Ábyrgðarmaður: Karl Kristjánsson. Pren'stofa JHG.

x

Glettni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glettni
https://timarit.is/publication/1187

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.